Bændablaðið - 13.12.2018, Side 76
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201876
Hér eru lagðar þrjár þrautir
fyrir unga fólkið.
Þótt þessar þrautir séu hugsaðar
fyrir unga fólkið er vel hægt að
gera úr þessu keppni milli yngri
og eldri á heimilinu. Spennandi
getur verið að sjá hvorum hópnum
gengur betur.
Þó þeir eldri séu reynslumeiri
og ættu þar með að hafa nokkurt
forskot, þá er yngra fólkið oft
frjórra í hugsun og fljótari að
átta sig á hlutunum. Það er því
alls ekkert sjálfgefið hvaða hópur
hefur betur.
Lausnir á þessum gátum má
finna á smáauglýsingasíðum
aftast í blaðinu.
Ú Ú T É X R Ð I Æ S Ð
D Æ H T H K R Í A O Ö
B D G D H R Y Þ U J Í
B L U N D I A V K Æ J
H Á T I Ó M R F N Ð R
Á F F L Æ O J H N A J
V B H A F Ö R N U R Ú
E S J Ó S V A L A F P
L Á Á Á X Ð Þ Ö G U A
L Æ R T Ö O H M M G O
A R I T A A I I Æ L L
JÓLAÞRAUTIR FYRIR UNGA FÓLKIÐ
Sala á jólatrjám er mikilvæg
tekjulind skógræktarfélaganna.
Nú stendur sem hæst sú vertíð og
gera félögin sitt besta til að búa til
skemmtilega jólastemningu fyrir
viðskiptavini sína. Í jólaskógum
þeirra eru fjórar tegundir
algengastar; stafafura, rauðgreni,
blágreni, sitkagreni – auk þess sem
unnið er að því að gera fjallaþin
að markaðsvöru.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
hefur starfrækt jólamarkað í gamla
bænum við Elliðavatn, í núverandi
formi, undanfarin sex ár og selt
hoggin jólatré úr jólaskógum sínum
utan dyra við gamla bæinn. Þar
verður opið báða daga um næstu
helgi og svo laugardaginn 22.
desember, en lokað á Þorláksmessu.
Færri komast á sölubásana
en vilja
Bændablaðið fangaði stemninguna
við Elliðavatnsbæinn um síðustu
helgi og tók Tinna Ottesen,
starfsmaður Skógræktarfélags
Reykjavíkur, á móti blaðamanni.
„Við reynum að vera með allar
íslenskar tegundir jólatrjáa og fáum
meira að segja blágreni að austan
og jafnvel slæðist fjallaþinur með.
Það er talað um að það geti verið
framtíð í honum því hann hefur
marga eftirsóknarverða eiginleika.
Megnið af því sem við erum með
hér kemur úr Heiðmörk og salan á
stafafuru er mest.
Við höfum verið að selja tré
sem eru ekki dæmigerð í útliti eða
formi og hefðbundin jólatré – og
við köllum þau einstök tré. Núna
bjóðum við líka upp á alveg sérstaka
útlitstegund, en það eru löng og mjó
tré sem henta þá vel í fjölbýli og á
aðra staði þar sem lítið rými er.
Það er talsverð ásókn í að fá að
selja á markaðnum en flestir þeirra
sem eru að selja hér handverk og
matvöru koma ár eftir ár. Við viljum
að hér séu hágæða vörur og reynum
að velja inn samkvæmt þeirri stefnu.
Það er líka mjög gaman að segja frá
því að fólk nær að selja nokkuð vel á
básunum sínum,“ segir Tinna.
Einkenni og umhirða jólatrjáa
Nánari upplýsingar um jólaskóga
skógræktarfélaganna er að finna
á vef Skógræktarfélags Íslands,
skog.is, auk þess sem einkenni
trjátegundanna eru útlitstuð þar og
æskileg umhirða þeirra. /smh
Sala jólatrjáa í jóla skóg-
unum í fullum gangi
Myndir / smh