Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 80

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 80
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201880 LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Egilsstaðakot hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan 1928. Á bænum eru 11 ára fjárhús/hesthús, 2 ára nautgripahús (kallað Steikhúsið), fjós byggt 1974, með endurbótum 2002 með mjaltabás 2x5, og hesthús endurbyggt 2012. Þorsteinn Logi hefur verið með kindurnar síðan 2007 og tók ásamt Cathy við kúnum 1. júlí 2017. Sameiginlega er stunduð hrossarækt á bænum. Býli: Egilsstaðakot. Staðsett í sveit: Flóahreppi. Ábúendur: Þorsteinn Logi Einarsson og Cathy Krentel, börn þeirra, Elín Dóra, 4 ára og Hermundur Karl, 4 mánaða, auk foreldra Þorsteins, Einars Hermundsssonar og Elínar Bjarnveigar Sveinsdóttur. Þau eru með hrossarækt auk þess sem þau eru yngri hjónunum innan handar og létta undir með önnur störf. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ásamt okkur sex erum við með þrjá hunda og tvo fjósaketti. Stærð jarðar? Jörðin er 260 ha og leiguland að auki. Gerð bús? Blandað bú. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 220 nautgripir, þar af 52 mjólkurkýr, 350 kindur og samtals um 50–60 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgunmjaltir eru græjaðar fyrir morgunkaffi sem er um klukkan 8.30. Gegningar kláraðar fyrir hádegi. Eftir hádegi er tíminn notaður til aukastarfa, viðhalds eða útréttinga. Um klukkan 17 er síðan farið í kvöldgegningar og mjaltir og reynt að klára fyrir klukkan 20. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Erfitt að gera upp á milli. Skemmtun er að vissu leyti ákvörðun, flest verk eru skemmtileg þegar vel gengur. Leiðinlegast er þegar illa gengur eða þegar maður missir góðar skepnur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mætti batna, synd ef þátttaka fer minnkandi. Ekki hægt að hafa tvær leiðir, annaðhvort þurfum við að fara þá leið að bændur séu í búgreinafélögum og þau síðan sameinast í bændasamtökunum eða að leggja niður búgreinafélögin og hverfa aftur til búnaðarfélaganna. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við gætum vel að hreinleika og gæðum vara okkar og við að upplýsa neytendur um það góða sem við erum að gera í íslenskum landbúnaði. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lambakjöti, skyri og grænmeti. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, AB mjólk og SS skinka. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille og folaldakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sennilega þegar við fengum til okkar í sauðburð skólakrakka frá Bandaríkjunum sem voru að læra sjálfbæra þróun. Þau vildu fá að upplifa eitthvað einstakt þannig að við hreiðruðum um þau í einni stíunni innan um ærnar, þar sem þau gistu um nóttina. Vinnslusmiðjan Nordic Kitchen á Íslandi: Vörur þróaðar úr ærkjöti, smjöri og kartöflum Nokkrir matarfrumkvöðlar sam- einuðust í vinnslusmiðjunni Nordic Kitchen á Íslandi nýverið til að þróa vörur sínar og fá leiðsögn frá reyndu fagfólki. Áhugaverðar matvörur eru í þróun og má nefna snakk úr berjalegnu ærkjöti og kartöflu-knish, vegan-ost og smjörvörur. Á dögunum var hér í blaðinu sagt frá Facebook-hópnum Eldstæðinu, sem Eva Michelsen eigandi Michelsen Konfekt á Íslandi, stofnaði. Hún hugsar sér Eldstæðið sem samstarfsvettvang fyrir matarfrumkvöðla og spratt vinnusmiðjan Nordic Kitchen á Íslandi úr þeim jarðvegi. Eva hafði kynnst rekstri vinnslueldhúsa í Washington í Bandaríkjunum og sótti í kjölfarið um styrk í Rising North sjóðinn til að setja upp smækkaða mynd hér á Íslandi, af því sem hún sá í Washington. Íslenska smiðjan var þannig hluti af vinnslumiðjuseríu sem haldin var í Helsinki og Stokkhólmi, auk Reykjavíkur. Vörur á mismunandi þróunarstigi Að sögn Evu fór fyrri dagur smiðjunnar fram í Húsi Sjávarklasans en sá seinni í nemaeldhúsi Menntaskólans í Kópavogi. Þátttakendur í smiðjunni voru 15 með 12 vörutegundir, en matarfrumkvöðlarnir eru á mismunandi stigum framleiðslu, sölu og markaðssetningu á sínum vörum; ýmist á algjöru frumstigi, þróunarstigi, á leið í verslanir eða komnar nú þegar í hillur verslana. Um fjölþjóðlegan hóp af fólki var að ræða sem tók þátt, sem á það þó sameiginlegt að hafa hug á því að markaðssetja vörur sínar hér á Íslandi. Þátttakendur í vinnusmiðjunni fengu leiðsögn í framleiðslu, umgjörð og umbúðum, markaðssetningu og öðru sem lýtur að því að koma nýrri matartengdri hugmynd á markað. Í leit að húsnæði fyrir Eldstæðið Eva segir að leitað sé að hentugu húsnæði fyrir Eldstæðið, hún finni að mikill áhugi sé meðal matarfrumkvöðlanna að hafa fasta sameiginlega góða aðstöðu. „Ef einhverjir geta bent mér á húsnæði eða eiga slíkt – sem ekki er of dýrt – mega þeir endilega hafa samband við mig. Ég finn að það er mikill áhugi hjá fólki og margir hafa verið að missa húsnæði að undanförnu svo ég held að þörfin hafi jafnvel aukist.“ /smh Vörurnar sem unnið var með í vinnslumiðunni • Jökla, fyrsti íslenski rjóma líkjörinn. Frumkvöðlar eru Pétur Pétursson og Sigríður Sigurðardóttir. • Handgerð lífræn rabarbarasulta unnin eftir gamalli aðferð í ýmsum tilbrigðum. Fengin frá íslenskum bónda og til í takmörkuðu upplagi. Frumkvöðull er Auður B. Ólafsdóttir. Fáanlegt í Jólaþorpi Hafnarfjarðar, fyrstu og síðustu helgina í desember. • Nýtt Pestó sinnep frá Sælkera sinnepi Svövu (www.sinnep.is). Frumkvöðullinn er Svava Hrönn Guðmundsdóttir. • Nýtt deluxe pizza deig og pizzasósa. Pizza deig af nýjum staðli en sést nú þegar í verslunum um land allt. Verkefnið er enn á frumstigi, en frumkvöðull er Guðmundur Már Einarsson. • Handgerður vegan ostur, vara sem er í þróun þar sem nýttar eru cashew- hnetur í framleiðsluna. Frumkvöðullinn er Erlendur Eiríksson, matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Skyrgerðarinnar í Hveragerði. • Artisan handunnið smjör. • Ærberjasnakk. Bóndinn Guðný Harðardóttir vinnur með sitt eigið lambakjöt frá Breiðdalsvík á Austfjörðum, tínir ber og jurtir úr eigin landi og notar sem marineringu/krydd. Stuðlað er að fullnýtingu afurða þar á bæ. Þetta verður ný vara á markaði og er hún í þróun. • VÅRK vill auka úrvalið af góðum sveppum á Íslandi. Frumkvöðlar eru Malthe Gaarden og Davið Erik Mollberg. Þeir hafa þróað keramikpott sem selst með sveppagróum og eina sem þarf að bæta út í pottinn er notaður kaffikorgur og Íslendingar geta fengið heimaræktaða ostrusveppi á eldhúsborðinu hjá sér. • Sykurlausar orkustangir. Dröfn Svavarsdóttir hefur verið að þróa sykurlausar orkustangir, þ.e.a.s. engin aukaefni, enginn sykur og engin sætuefni. Allt gert með náttúrulegum hráefnum. • Nýting á aukaafurðum af ilmkjarna- olíuframleiðslu: Elín Hrund Þorgeirsdóttir vinnur með ilmkjarnaolíur undir heitinu Nordic Angan og af framleiðslunni myndast aukaafurð sem nefnist Hydrosol og er hún að leita leiða til að nýta þessa afurð í stað þess að henda. • Knish úr kartöflum: götumatur sem gerður er úr kartöflum og hægt er að fylla með ýmsu. Frumkvöðull bakvið vöruna er Michelle Goldberg sem tekur áhrif með sér frá Bandaríkjunum. Þessi hugmynd er á frumstigi hér á landi. • Bone & Marrow voru með skírt smjör (ghee/clarified butter). Fyrirtækið er þegar með tvær gerðir af beinaseiði á markaði. Frumkvöðull er Björk Harðardóttir. Leiðbeinendur og fyrirlesarar: • Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslu meistara og meðlimur Íslenska kokkalands- liðsins. • Ragnheiður Axel Eyjólfsdóttir annar stofnenda Lady Brewery. • Ingi Björn Sigurðsson, verkefna- stjóri og mataráhugamaður hjá Icelandic startups. • Eva Michelsen, eigandi Michelsen Konfekt og stofnandi Nordic Kitchen Vinnusmiðjunnar. • Federico Ronca, verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Sweden Foodtech. • Óskar Þórðarson, einn af stofnendum Omnom Súkkulaði. • Jóhanna A. Gunnarsdóttir, Gæðastjóri framleiðslusviðs hjá Nóa Síríus. Sigríður Sigurðardóttir og Pétur Pétursson (með svunturnar) framleiða Jöklu, fyrsta íslenska rjómalíkjörinn. Á milli þeirra er Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara. Mynd / Ása Steinars Berjalegið ærkjöt frá Breiðdalsvík. Skírt smjör. Myndir / Ása Steinars Eva Michelsen í Húsi sjávarklasans tímann. Mynd / Joe Shutter Egilsstaðakot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.