Bændablaðið - 13.12.2018, Page 81

Bændablaðið - 13.12.2018, Page 81
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 81 Hér er flott jólahúfa á káta krakka. Stærð: 2 (3/4) 5/8 (9/12) ára Höfuðmál: ca 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm Lengd: 38 (41) 42 (45) cm Garn: Drops Merino Extra Fine fæst í Handverkskúnst 100-100-100-100 g litur 11, rauður 50-50-50-50 g litur 01, natur 50-50-50-50 g litur 05, ljós grár Prjónar: Sokkaprjónar nr 3,5, 40 cm hringprjónar nr 2,5 og 3,5. Prjónfesta :22 lykkjur á breidd og 30 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm. Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.3. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman. HÚFA: Húfan er prjónuð í hring. neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjón eftir þörfum. Fitjið upp 104 (112) 112 (120) lykkjur á hringprjón 2,5 með ljósgrár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 sl,2 br) 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 8 lykkjur jafnt yfir umferðina = 96 (104) 104 (112) lykkjur. Prjónið A.1 hringinn (= 12-13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð merktri með ör er aukið út um 0 (1) 1 (2) lykkjur jafnt yfir = 96 (105) 105 (114) lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.2 hringinn. Í umferð merktri með ör er fækkað um 0 (1) 1 (2) lykkjur jafnt yfir = 96 (104) 104 (112) lykkjur. Prjónið A.3 hringinn (= 12-13- 13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Prjónið áfram slétt prjón með rauðum lit þar til stykkið mælist 16 (17) 18 (19) cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar og 1 prjónamerki eftir 48 (52) 52 (56) lykkjur (prjónamerki merkja hliðar). Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 3. hverri umferð alls 23 (25) 25 (27) sinnum = 4 lykkjur á prjóni í öllum stærðum. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Húfan mælist ca 38 (41) 42 (45) cm ofan frá og niður. Gangið frá endum, festið skúf eða dusk á enda húfunnar. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Jólahúfa á káta krakka HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 6 8 4 9 5 1 1 5 8 2 1 6 3 6 1 7 4 2 8 9 5 3 4 4 9 7 5 2 6 3 9 6 7 2 8 4 Þyngst 2 8 6 3 9 4 7 6 5 1 8 6 7 4 1 7 9 4 3 2 5 8 4 8 7 8 9 4 5 7 1 2 8 3 6 7 9 8 2 3 6 8 6 5 2 9 4 5 3 8 4 3 9 7 5 2 3 9 1 8 7 4 5 1 3 6 7 2 Lömbin eru uppáhalds FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Sigurður Gísli á tvö systkini, eldri systur og yngri bróður. Hann býr á Kirkjubæjarklaustri II og foreldrar hans eru sauðfjárbændur þar. Honum finnst mjög skemmtilegt í fótbolta og hjálpar stundum heima við búskapinn og heimilisstörfin. Nafn: Sigurður Gísli Sverrisson. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Krabbi. Búseta: Kirkjubæjarklaustur II. Skóli: Kirkjubæjarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Náttúrufræði og samfélagsfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Lömb. . Uppáhaldsmatur: Lambalæri. Uppáhaldshljómsveit: Queen. Uppáhaldskvikmynd: Þór ragnarök. Fyrsta minning þín? Að vera með jólaköttinn frá leikskólanum Kærabæ. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og blak. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Veit það ekki. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að fara í alla rússíbanana í Legolandi síðasta sumar. Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt um jólin? Opna pakka. Næst » Sigurður Gísli skorar á Stellu Björk Harðardóttur, Efri-Ey I, að svara næst. Bonito ehf. • Praxis • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími 568 2870 www.praxis.is • Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jólahátíðar og farsældar á nýju ári ...Þegar þú vilt þægindi LOKAÐ vegna jólaleyfa 18. desember–6. janúar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.