Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
Aðalfundur Landssambands
kúabænda var haldinn um síðustu
helgi. Ný stjórn LK var kjörin
á fundinum og fjöldi ályktana
samþykktar, þar á meðal um
aðgerðir vegna niðurstöðu EFTA-
dómstólsins um innflutning á
hráu kjöti, lífræna framleiðslu
og lyfjanotkun í nautgriparækt.
Arnar Árnason frá Hranastöðum
var endurkjörinn formaður
samtakanna með öllum gildum
atkvæðum. Meðstjórnendur
eru Bessi Freyr Vésteinsson,
Hofsstaðaseli, Herdís Magna
Gunnarsdóttir, Egilsstöðum, Rafn
Bergsson, Hólmahjáleigu og Pétur
Diðriksson, Helgavatni.
Aukin þátttaka við
endurskipulagningu félagskerfis
bænda
Meðal ályktana á fundinum var að
LK óskar eftir því að vera virkur
þátttakandi í vinnu Bændasamtaka
Íslands við að endurskipuleggja
félagskerfi bænda, með það að
markmiði að áhrif kúabænda innan
félagskerfisins verði sem best
tryggð.
Aðalfundur LK vekur athygli
á nauðsyn þess að á hverjum tíma
liggi fyrir upplýsingar um rekstur,
efnahag og afkomu kúabúa og
hvatti fundurinn stjórn LK til að
þrýsta á Hagstofu Íslands að standa
skil á þessum upplýsingum. Einnig
var því beint til stjórnar að kanna
mismunandi rekstrarskilyrði kúabúa
eftir staðsetningu þeirra, bæði vegna
náttúrulegra skilyrða, mismunandi
verðlags og þjónustu, s.s. eftir því
hvort rafmagn er þriggja fasa eða
ekki.
Aðgerðir vegna niðurstöðu
EFTA-dómstólsins
Aðalfundur LK tekur undir ályktun
Búnaðarþings frá mars 2018 og
skorar á stjórnvöld að niðurstaða
EFTA-dómstólsins í málum E-2/17
og E-3/17 frá 14. nóvember 2017
verði ekki innleidd óbreytt og leitað
verði eftir samningaviðræðum við
ESB. Fundurinn krefst þess að
stjórnvöld standi vörð um íslenska
kjötmarkaðinn og heilbrigði
íslenskra búfjárstofna sem og
lýðheilsu manna með því að gerð
sé sama krafa á framleiðsluháttum
innfluttrar kjötvöru og innlendrar
framleiðslu á kjötvörum.
Í ályktun fundarins var skorað
á íslensk stjórnvöld að standa vörð
um samkeppnisstöðu innlendrar
matvælaframleiðslu gagnvart
innfluttum afurðum með styrkri
tollvernd íslensks landbúnaðar.
Magntollar á búvörur verði
uppreiknaðir til verðlags dagsins í
dag og leitað verði allra leiða til að
nýta heimildir til að leggja tolla á
innfluttar búvörur sem einnig eru
framleiddar hér á landi. Þá verði
innflutt kjöt umreiknað í ígildi
kjöts með beini þegar um beinlausar
og unnar afurðir er að ræða, við
útreikninga á nýtingu gildandi
tollkvóta líkt og er gert innan
Evrópusambandsins. Jafnframt að
gerð verði sú krafa að innfluttar
landbúnaðarafurðir séu framleiddar
við sömu eða sambærilegar kröfur
og gilda hér á landi.
Því er einnig beint til stjórnvalda
að standa vörð um stöðu íslensks
landbúnaðar í viðskiptasamningum
við Bretland í kjölfar útgöngu þess
úr Evrópusambandinu.
Upprunamerkingar og
upplýsingagjöf til neytenda
Á fundinum var lögð þung áhersla á
að upplýsingagjöf til neytenda verði
bætt með því að tryggja að í gildi
séu viðeigandi reglur um vandaðar
og áberandi upprunamerkingar
á öllum matvælum og öðrum
landbúnaðarafurðum, innlendum
sem innfluttum. Fundurinn leggur
enn fremur áherslu á að upplýsingar
um uppruna matvara eigi ávallt að
vera aðgengilegar fyrir neytendur,
hvort sem er í verslunum,
mötuneytum eða veitingastöðum.
Framleiðslustýring í
mjólkurframleiðslu
Aðalfundur LK ályktar að halda
skuli í framleiðslustýringu
í formi greiðslumarks í
mjólkurframleiðslu. Hámark
skuli sett á verð greiðslumarks og
viðskipti með greiðslumark skuli
fara fram í gegnum opinberan aðila.
Fundurinn beinir því til stjórnar að
greina hvaða leiðir séu skilvirkastar
í þeim efnum.
Kolefnisspor, lífræn ræktun og
lyfjanotkun
Á fundinum var því beint til
stjórnar LK að gerð verði úttekt
á losun gróðurhúsalofttegunda í
íslenskri nautgriparækt í samstarfi
við stjórnvöld. Einnig verði
unnin aðgerðaáætlun með það að
markmiði að jafna kolefnisspor
greinarinnar. Einnig var því beint
til stjórnarinnar að skoða með
hvaða hætti hægt er að styðja
frekar við lífræna framleiðslu
á mjólk hér á landi og skorar á
Matvælastofnun að taka saman og
birta uppgjör á rafrænni skráningu
dýralækna á nautgripasjúkdómum
og lyfjameðhöndlun fyrir landið
í heild.
Árgjald samtakanna
Á fundinum var samþykkt að
upphæð árgjalds til samtakanna
skuli vera 0,30 krónur á lítra
mjólkur sem lagður er í afurðastöð
og 500 krónur á grip í UN, KU
og K flokkum sem slátrað er í
afurðastöð, utan úrkasts. Árgjald
hollvina samtakanna skal vera
4.000 kr. /VH
Með Bændablaðinu fylgir fjögurra
síðna samantekt í miðju blaðsins
frá Umhverfisstofnun sem fjallar
um ásókn fugla í ræktað land.
Gerð er grein fyrir helstu
tegundum þeirra fugla sem
sækja í ræktarlönd bænda,
greiningareinkennum þeirra,
mögulegum fælum, skráningu
ágangs og fleira.
Umhverfisstofnun hvetur
landeigendur til að fylgjast með
og skrá tegundir og ágang á því
formi sem Bændatorg býður upp
á í gegnum Jord.is. Það hjálpar til
við að glöggva sig á vandanum og
einnig til að finna algengustu leiðir
til að fæla fugla frá ræktuðu landi.
Nánari upplýsingar má finna
á heimasíðu Umhverfisstofnunar
undir – „Veiði“ á www.ust.is.
Ásókn fugla í
ræktað land
Aðalfundur Beint frá býli
verður haldinn á Brjánslæk á
Barðaströnd laugardaginn 14.
apríl og hefst kl. 13.
Á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf og fræðsluerindi.
Nýr formaður kjörinn
Ljóst er að Þorgrímur Einar
Guðbjartsson, formaður Beint frá
býli og bóndi á Erpsstöðum, og
Hanna S. Kjartansdóttir, gjaldkeri í
félaginu og bóndi á Leirulæk, gefa
ekki kosta á sér til áframhaldandi
stjórnarsetu.
Að loknum fundi verður
skoðunarferð með ábúendum um
svæðið og meðal annars sagt frá
nýrri kjötvinnslu sem ábúendur á
Brjánslæk eru að taka í notkun.
Boðið verður upp á kaffiveitingar
í fundarhléi. /smh
Aðalfundur Beint frá býli:
Haldinn á Brjánslæk Aðalfundur Landssambands kúabænda:
Vilja viðhalda kvótakerfinu og hræðast
ekki erlenda samkeppni
Kúabændur vilja viðhalda
f r a m l e i ð s l u s t ý r i n g u í
mjólkur framle iðs lu og
hræðast ekki innflutning séu
framleiðsluaðstæður þeirra
samkeppnishæfar við erlenda
framleiðendur.
Arnar Árnason, formaður LK og
bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, segir
að samkvæmt ályktun aðalfundar
Landssambands kúabænda vilji
bændur viðhalda framleiðslustýringu
í mjólkurframleiðslu.
„Sem þýðir að kúabændur vilja
kvótakerfið áfram og vilja áfram
geta átt viðskipti með greiðslumark
og að það færist á milli manna með
svipuðum hætti og verið hefur með
innlausnarmarkaði ríkisins.
Á næsta ári verður kosið um
kvótann og ef kosningin fer eins
og skoðanakannanir benda til þá
verður niðurstaða í anda ályktunar
aðalfundarins og gott nesti fyrir
stjórnina að vinna með.“
Aðalfundur LK ályktaði einnig
um niðurstöðu EFTA-dómstólsins
um innflutning á hráu kjöti og
ógerilsneyddri mjólk. Arnar
segir að Kristján Þór Júlíusson
landbúnaðarráðherra hafi komið
á fundinn og lýst því yfir að
stjórnvöld muni ræða við þá aðila
hjá Evrópusambandinu sem hafa
með það mál að gera mjög fljótlega.
„Kristján hefur einnig stofnað
starfshóp sem á að fjalla um málið
og við bindum talsverðar vonir við
hann og að fjallað verði um málið
af alvöru. Enda menn farnir að
sjá stóra samhengið og skilja að
það skipti máli að hafa öflugan
landbúnað í landinu. Það sem
skiptir okkur mestu máli er að búa
við samkeppnisaðstæður sem gera
okkur kleift að takast á við erlenda
samkeppni því við hræðumst hana
ekki.“ /VH
FRÉTTIR
Arnar Árnason, formaður LK og bón-
Aðalfundur Landssambands kúabænda 2018:
Stjórnarkjör og ályktað um niðurstöðu EFTA-dómstólsins,
lífræna framleiðslu og lyfjanotkun í nautgriparækt
Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
-