Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
Starfsmenntasjóður bænda,
skammstafað SBÍ, hefur það
að markmiði að hvetja og
styrkja bændur fjárhagslega
til að afla sér endur- og
starfsmenntunar. Þannig geti
félagar nýtt sjóðinn til að efla
færni sína til að takast á við
flóknari viðfangsefni. Eru
bændur hvattir til að nýta sér
þennan möguleika.
Rétt á styrk úr SBÍ eiga
einungis þeir sem eru með
fulla aðild að Bændasamtökum
Íslands samkvæmt ákvæðum
samþykkta BÍ.
Hægt er að sækja rafrænt um
styrk úr Starfsmenntasjóðnum á
Bændatorgi undir því sem heitir
félagssíða. Upplýsingar um
það hvað er styrkt kemur fram
í reglum sjóðsins, http://www.
bondi.is/files/vidhengi/reglur_
starfsmenntasjods_april_2017.
pdf
Umsókn skal vera á nafni
félagsmanns, lögaðili getur
ekki sótt um styrk. Umsóknum
skal skila til sjóðsins fyrir 10.
hvers mánaðar. Annars geta
umsækjendur ekki reiknað með
að umsóknin verði tekin til
afgreiðslu í þeim mánuði.
Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir eftir
umsóknum um verkefnastyrki
Meginhlutverk erfðanefndar landbúnaðarins er að vinna að varðveislu og sjálf-
bærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Í því skyni hefur nefndin ákveðið að
verja fjármunum í að styrkja einstök afmörkuð verkefni sem falla að því hlutverki.
Vísað er til stefnumörkunaráætlunar erfðanefndar varðandi nánari áherslur
nefnd arinnar. Sjá vefsíðu nefndarinnar www.agrogen.is.
Lögð er áhersla á að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum:
• Rannsóknir er lúta að varðveislu og viðhaldi á erfðaauðlindum í landbúnaði.
• Lokaverkefni til prófs á háskólastigi er tengjast varðveislu og/eða nýtingu á
erfðaauðlindum í landbúnaði.
• Aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri varðveislu og/eða nýtingu erfðaauðlinda í
landbúnaði.
• Kynning og fræðsla fyrir almenning um erfðaauðlindir í landbúnaði og gildi
þeirra.
Einstaklingar og félagasamtök eru hvött til að sækja um styrki til verkefna sem
hafa það að markmiði að stuðla að varðveislu og/eða sjálfbærri nýtingu innlendra
erfðaauðlinda í landbúnaði.
Að jafnaði verða veittir styrkir á bilinu kr. 200 - 700 þús. Sérstök eyðublöð má
finna á heimasíðu erfðanefndar www.agrogen.is.
Umsóknum skal skilað fyrir . maí 201 til Birnu Kristínar Baldursdóttur,
Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnes - birna@lbhi.is.
Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík
Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is
STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA
VÍKURVAGNAR EHF.
RAFMAGNSBÚNAÐUR
BREMSUR
BEISLI
DEKK
LJÓS
LED LJÓS
Starfsmenntasjóður bænda:
Fullgildir aðilar að BÍ geta sótt um styrki
Borðeyri var miðstöð verslunar á árum áður og þar liggja merk spor í íslenskri
verkalýðsbaráttu. Mynd / HKr.
Tillaga um verndarsvæði
í byggð innan Borðeyrar
– Markmiðið að viðhalda og styrkja byggð
Sveitarstjórn Húnaþings vestra
hefur samþykkt að leggja
fram tillögu til mennta- og
menningarmálaráðherra um
verndarsvæði í byggð innan
Borðeyrar í Hrútafirði. Þannig
vill sveitarstjórn staðfesta
menningarsögulegt gildi
verslunarstaðarins á Borðeyri.
Svæðið sem um ræðir er
tæplega 15 þús. ferkílómetrar að
stærð og tæplega 1,5 hektarar. Það
stendur á landsspildu sem kallast
Borðeyrartangi og gekk undir
viðurnefninu Plássið.
Mörk þessa svæðis ná frá læk
sem fellur úr grónum gilskorningi
sem kallast Lækjardalur að
vestanverðu og meðfram sjólínunni
á suðurhlið tangans frá þeim stað
sem lækurinn fellur í víkina allt fram
á eyraroddann í austri. Þaðan liggja
mörkin meðfram sjóvarnargarði til
norðvesturs þar til náð er beinni
sjónlínu við brattan malarkamb
rétt norðan við norðurgafl gamla
sláturhússins. Þaðan ná mörkin í
hallandi línu meðfram kambnum
til vesturs að læknum.
Markmið þess að gera hluta
Borðeyrar að sérstöku verndarsvæði
er að viðhalda og styrkja byggð á
Borðeyri með þeim hætti að söguleg
arfleifð kaupstaðarins fái notið
sín og gildi hennar undirstrikað
gagnvart heimamönnum jafnt
sem aðkomufólki en þó ekki síst
gagnvart komandi kynslóðum.
Til grundvallar tillögunni er
fornleifaskráning fyrir Borðeyri frá
2008 og húsakönnun á Borðeyri frá
2017 ásamt ítarlegri umfjöllun um
sögu Borðeyrar sem unnin var af dr.
Vilhelm Vilhelmssyni sagnfræðingi
vegna tillögunnar. Einnig er byggt á
greiningu á svipmóti byggðarinnar
í sögu og samtíð
Tillöguna ásamt greinargerð má
nú nálgast á vef Húnaþings vestra.
Hún liggur frammi í Ráðhúsi
sveitarfélagsins á Hvammstanga til
8. maí næstkomandi. /MÞÞ
Bjart er yfir atvinnulífinu
í Dalvíkurbyggð, að því er
niðurstöður atvinnulífskönnunar
sem gerð var í lok liðins árs sýna.
Sem dæmi má nefna að tekjur
fyrirtækja í sveitarfélaginu
hafa aukist þegar miðað er við
sambærilega könnun sem gerð
var á árinu á undan.
Það, ásamt því að 33% fyrirtækja
telja að þau þurfi að fjölga
starfsmönnum sínum, bendir til þess
að atvinnulíf á svæðinu sé í auknum
vexti. Almennt telja fyrirtækin að
verkefnastaða hafi batnað, velta
hafi aukist og að afkoman sé heilt
yfir betri. Þannig gætir ákveðinnar
bjartsýni og jákvæðni.
Iðnaður vaxandi atvinnugrein
Athygli vekur að iðnaður er
greinilega vaxandi atvinnugrein
í sveitarfélaginu en hann tekur
stökk á milli kannana en töluvert
fleiri fyrirtæki í þeirri atvinnugrein
taka þátt í könnuninni árið 2017
heldur en árið 2015. Fyrirtækin
eru líka almennt jákvæð gagnvart
vöruþróun, nýsköpun og
markaðssetningu, ásamt því að
65% fyrirtækja hafa mjög eða frekar
mikinn áhuga á samstarfi við önnur
fyrirtæki.
Niðurstöðurnar gefa til kynna
ýmis sóknarfæri og má þar helst
nefna tækifæri til að fjölga störfum
fyrir háskólamenntaða, bæta
samgöngur, nýsköpun og fleiri
opinber verkefni.
Mikill hugur í fólki
Þessar jákvæðu niðurstöður, ásamt
nýlegri frétt um lóðaúthlutanir í
sveitarfélaginu til einstaklinga og
fyrirtækja, benda til þess að almennt
sé jákvæður vöxtur í samfélaginu.
Nýjustu tölur um fjölgun íbúa gefa
þetta einnig til kynna og ánægjulegt
að finna almenna bjartsýni á meðal
íbúa. Þetta kemur fram á heimasíðu
Dalvíkurbyggðar, en þar er einnig
greint frá því að alls 16 lóðum
hefur verið úthlutað til byggingar
á íbúðarhúsnæði og 8 lóðum vegna
bygginga á atvinnuhúsnæði, þannig
að uppgangur er í samfélaginu í
byggðarlaginu þessi misserin og
mikill hugur í fólki. /MÞÞ
Dalvíkurbyggð:
Bjart yfir atvinnulífi
og mikið byggt