Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
Icelandic lamb veitti 21
veitingastað viðurkenningar
Oddný Steina Valsdóttir,
formaður Landssamtaka
sauðfjárbænda, veitti 21 veitinga-
og gististað viðurkenninguna
„Icelandic lamb Award of
Excellence“ í Súlnasal Hótel Sögu
síðastliðinn föstudag.
Það er markaðsstofan
Icelandic lamb sem stendur
að viðurkenningunum og eru
þær veittar fyrir framúrskarandi
matreiðslu á íslensku lambakjöti og
eftirtektarverð störf við kynningu á
íslensku lambakjöti til ferðamanna.
Árangurinn farið fram úr
björtustu vonum
Í tilkynningu frá Icelandic lamb
kemur fram að þetta sé í annað
sinn sem viðurkenningar eru veittar
samstarfaðilum Icelandic lamb
á sviði veitinga- og gististaða.
Dómnefnd skipuð þeim Sigurlaugu
Margréti Jónasdóttur, útvarpskonu
hjá RÚV, Dominique Plédel Jónsson
hjá Slow Food Reykjavík og Hafliða
Halldórssyni, verkefnastjóra hjá
Icelandic lamb, útnefndu staðina sem
hlutu viðurkenningar að þessu sinni.
„Yfir 90 íslenskir veitingastaðir
eru samstarfsaðilar sauðfjárbænda
í gegnum verkefnið Icelandic
lamb sem ætlað er að undirstrika
sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða
með tilvísun til uppruna, hreinleika
og gæða. Árangurinn hefur farið
fram úr björtustu vonum og sala
á lambakjöti aukist verulega hjá
veitinga- og gististöðum sem
taka þátt í verkefninu,“ segir í
tilkynningunni. Staðirnir sem hlutu
viðurkenningu eru:
• Bjarteyjarsandur Hvalfirði
• Eldhúsið Restaurant-Gistihúsið
Egilsstöðum
• Fiskfélagið
• Fiskmarkaðurinn
• Fosshótel Jökulsárlón Restaurant
• Grillið- Hótel Sögu
• Haust Restaurant - Fosshótel
Reykjavík
• Hótel Anna
• Hótel Smyrlabjörg
• Íslenski Barinn
• Kopar
• Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
• Matarkjallarinn
• Múlaberg Bistro
• Narfeyrarstofa
• Rústík
• Salka Húsavík
• Slippurinn Vestmannaeyjum
• Sushi Social
• Von Mathús Hafnarfirði
• VOX /smh
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
Hafðu
samband
568 0100
www.stolpigamar.is
Gámurinn
er þarfaþing
Þurrgámar
Hitastýrðir gámar
Geymslugámar
Einangraðir gámar
Fleti og tankgámar
Gámar með hliðaropnun
Til leigu eða sölu: Gámahús og salernishús
Færanleg starfsmannaðstaða
Bos gámar og skemmur
Veitingamennirnir samankomnir í Súlnasal Hótel Sögu síðastliðinn föstudag. Myndir / smh
Ólafur Helgi Kristjánsson tók við viðurkenningunni fyrir Grillið. Með honum
eru Oddný Steina, þá Dominique og Sigurlaug yst til hægri.
Gísli Matthías Auðunsson með viðurkenninguna sem Slippurinn í
Vestmannaeyjum hlaut.