Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 Eins og lesendum Bændablaðsins er vel kunnugt þá hefur umræða um plastmengun í náttúrunni vart farið fram hjá nokkrum manni á undanförnum vikum og mánuðum. Enn er þó til staðar mikil hræsni hvað þetta varðar og vandinn er margfalt meiri en menn töldu fyrir örfáum misserum. Meira að segja sjávarsaltið er orðið mengað af plasti, sem og loftið sem við öndum að okkur. Hagsmunaaðilar hafa grímulaust beitt fyrir sig umhverfis- verndarsinnum til að hvetja til notkunar á gerviefnum í stað þess að nota ull og skinn af dýrum. Allt er það sagt vera vegna væntumþykju um dýr og náttúru. Ýmislegt er þó á huldu um hvað verður um allt gerviefnaruslið sem við þurfum svo á endanum að losa okkur við. Fyrstir til að verða fyrir barðinu á svona tilfinningalegum blekkingarleik og hræsni eru bændur og svo auðvitað lífríki náttúrunnar sem þeir og allir aðrir jarðarbúar verða að treysta á. Þótt vitundarvakning sé að verða meðal almennings um skaðsemi plasts fyrir náttúruna, þá er stöðugt verið að auka framleiðsluna á plasti. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er plast um leið mjög hentugt til margra hluta og nær órjúfanlegur þáttur í lífsmáta nútímafólks. Spurningin er bara hvernig við meðhöndlum það plast sem hverfur úr daglegri notkun og við þurfum að loasa okkur við. Sú ákvörðun Kínverja að hætta að kaupa notað plast til endurvinnslu um síðustu áramót og færa sig þess í stað í framleiðslu úr nýju plasthráefni mun auka enn á þennan vanda. Allt er þetta knúið áfram af óseðjandi peningaöflum og lífsgæðakröfum neyslusamfélagsins. Við drekkum plast í bjór og drykkjarvatni Nýjar rannsóknir eru stöðugt að koma fram sem sýna hversu hrikalegur plastmengunarvandinn er að verða fyrir allt lífríki jarðar. Salt frá Kína, Evrópu og Bandaríkjunum sem unnið er úr sjó er nú sagt mengað örplasti, samkvæmt frétt breska blaðsins The Guardian. Allur þýskur bjór frá 24 framleiðendum sem rannsakaður var á rannsóknastofu reyndist einnig mengaður örplasti. Svifrykið á götum borganna inniheldur mikið af örplasti Samkvæmt skýrslu frá Chartered Institution og Water and Enviromental Managment í Bretlandi kemur mesta magn örþráða úr plasti úr fatnaði og úr hjólbörðum bíla. Hjólbarðar eru nefnilega ekki bara úr náttúrulegu gúmmíi, heldur miklu fremur úr nyloni og öðrum plastefnum. Örplastmengunin meur frá öllum ökutækjum ar á meðal frá trukkum, rútum, strætisvögnum og rafbílum. Menn geta þá rétt ímyndað sér hvað það þýðir t.d. fyrir höfuðborgarbúa á Íslandi að götur eru alla jafna mjög illa eða ekki þrifnar. Örplast safnast þar upp með niðurbrotnu malbiki og salti og þyrlast upp aftur og aftur á þurrviðrisdögum. Þessum óhroða andar fólk svo að sér, grunlítið um mögulega alvarlegar afleiðingar. Engar tölur um svifryk fyrir og eftir gatnahreinsun Greinilegt er af fjölmiðlaumræðunni að í Reykjavík hafa menn nær eingöngu einblínt á kolefnismengun frá sprengihreyflum bifreiða sem mesta skaðvaldinn, en horft algjörlega framhjá hættunni af gerviefnamengun í svifrykinu og kolefni úr malbikinu. Enda hefur engum samanburðarmælingum verið flíkað um það í fjölmiðlum hvað svifryk mælist mikið fyrir og eftir hreinsun gatna. Kannski vart hægt að ætlast til að slíkt sé framkvæmanlegt þar sem hreinsun á götum er jafn ómarkviss og sjaldgæf og raun ber vitni. Umhverfisstofnun annast mælingar á svifryki og hefur Bændablaðið sent stofnuninni fyrirspurn um þessi mál, m.a. hvað varðar samanburð mælinga fyrir og eftir þrif gatna í höfuðborginni. Einnig um innihald örplasts í svifrykinu. Svör höfðu þó ekki borist frá stofnuninni þegar blaðið fór í prentun. Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 90/2002 um Umhverfisstofnun, en hlutverk hennar er einnig markað af fjölda annarra laga. Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Loftgæðamælar eru samkvæmt korti Umhverfisstofnunar staðsettir á 31 stað á landinu. Athygli vekur að enginn slíkur mælir virðist vera á svæðinu frá Borgarfirði, vestur um Snæfellsnes, á öllum Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og allt að Akureyri. Engir slíkir mælar eru svo á öllu svæðinu frá austanverðum Öxarfirði, austur um að Reyðarfirði. Enga mæla er heldur að finna á korti Umhverfisstofu á svæðinu frá Reyðarfirði og allar götur að Selfossi, fyrir utan mæli í Vestmannaeyjum. Fimm mælar eru hins vegar á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Suðurnesjum og sjö á Reykjanesi og á Hengilsvæðinu og að Selfossi. Einfaldast er að álykta út frá þessu að Umhverfisstofnun telji að svifryk skipti aðra landsmenn engu máli. 23 sinnum meira plastrusli sturtað á landi en í hafið Samkvæmt skýrslunni er talið að plastrusli sem sturtað er á urðunarstaði í Evrópu á hverju ári sé um 23 sinnum meira en allt plast sem sturtað er í höf heimsins á ári. Mikið af plastögnum verður eftir í vatni sem hreinsað er í vatnshreinsunarstöðvum. Því vatni er síðan gjarnan veitt til að vökva nytjajurtir til manneldis. Áætlað er að með vökvunarvatninu sé mögulega verið að bæta 430.000 tonnum af örplasti á akra Evrópu á hverju einasta ári og um 300.000 tonnum í Norður-Ameríku. Engin rannsókn hefur veri gerð á hvaða áhrif þetta getur haft á heilsu manns sem neytir fæðunnar sem þarna er framleidd. Við öndum líka að okkur plasti alla daga Enn ein rannsóknin sem The Guardian vísar til sýndi að plasti bókstaflega rignir yfir borgir eins og París með regnvatni. Þar er um að ræða rannsókn sem stýrt var af Johnny Caspaeri hjá Parísarháskóla (Université Paris-Est Créteil Val de Marne) í árslok 2014. Virðist regnvatnið skola plastagnir úr loftinu og í skýrslunni kemur fram að það sem fellur til jarðar í Parísarborg geti numið um 3 til 10 tonnum af plasti á ári. Sami hópur hafði áður unnið rannsókn um örplast í íbúðum og á hótelherbergjum. Niðurstaðan um örplastið í regnvatninu þýðir bókstaflega að Parísarbúar sem og aðrir íbúar heimsins eru að anda að sér plasti alla daga. Ýmsir orsakaþættir valda þessum ósköpum. Teppi úr gerviefnablöndum í híbýlum manna er t.d. einn þáttur í þessu. Endurvinnsla er fallegt hugtak Íslendingar eru sem betur fer að verða sífellt meðvitaðri um að plast er efni sem á alls ekki henda út í náttúruna. Vegna þessarar auknu meðvitundar er fólk í auknum mæli farið að flokka plast, pappír og ál sem endurvinnslustöðvar pressa í bagga til endurvinnslu erlendis. Þetta er vissulega göfugt en hvað er raunverulega á bak við alla þessa hugmyndafræði? Hvað þýðir það t.d. þegar rætt er um að plastið sé endurunnið erlendis? Hvert fer plastið eftir að Kínverjar hættu að taka við því? Oftast heyrist Svíþjóð nefnt í því sambandi. Ljóst er þó að hvorki Svíar né aðrar Evrópuþjóðir hafa verið að endurvinna allt það plast sem til fellur, heldur treystu þær á að geta sent stóran hluta af ruslinu áfram til Kína til endurvinnslu. Til að plast sé endurvinnanlegt þarf það að vera tiltölulega hreint og vel flokkað. Sama á við um pappír og ál. Mikill misbrestur hefur oft verið á slíku og þegar „ónothæfar“ sendingar berast í endurvinnslustöðvar er ekki um annað að ræða en að brenna þær eða urða. Kínverjar virðast hreinlega hafa fengið nóg af þessu og voru að drukkna í öllu „óhreina“ ruslflóðinu sem til þeirra streymdi. Sögðu þeir að of mikið af eiturefnum og öðrum óþverra væri í úrgagnsefnunum sem þangað hafi verið flutt og vildu um leið bæta ímynd sína á þessu sviði gagnvart Alþjóða-viðskiptastofnuninni WTO. Lái þeim hver sem vill. Því bönnuðu þeir innflutning á úrgangi til endurvinnslu í byrjun þessa árs. Þetta var mikið áfall fyrir Evrópuþjóðir og Bandaríkjamenn og litlum sögum fer af því hvað verður nú um allt ruslið sem áður var flutt til Kína og fáir vilja um það ræða. Kjaftshögg fyrir endurvinnsluiðnaðinn Í frétt Bloomberg 6. desember 2017 kemur fram að ákvörðun Kínverja að hætta að taka við endalausum skipsförmum af rusli til endurvinnslu sé mikið högg fyrir endurvinnsluiðnaðinn á Vesturlöndum. Á það bæði við um notað plast og pappír. Kína hafði verið að taka við um 51% af öllu rusli sem sent er til endurvinnslu og stærsti hluti þess hefur komið frá Bandaríkjunum. Um 30% af öllu plastefni sem til fellur í Bandríkjunum til endurvinnslu var sent til Kína, samkvæmt tölum Morgan Stanley. Á árinu 2016 voru Bandaríkjamenn að selja Kínverjum úrgangsefni til endurvinnslu fyrir 16,5 milljarða dollara. Þar af voru þeir að fá fyrir úrgangsplast og pappír um 3,9 milljarða dollara. Það ár voru yfir tveir þriðju af öllum úrgangspappír sem til féll sendur til Kína og um 40% af úrgangsplasti. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Plastframleiðsla eykst hröðum skrefum á heimsvísu og plastúrgangur hrannast upp: Endurvinnsluöngþveiti eftir að Kínverjar skrúfuðu fyrir móttöku á plastúrgangi – Fá önnur úrræði virðast í boði en að nota plastruslið í landfyllingar, eða fara í stóraukna endurvinnslu á plasti í hverju landi Kínverjar hafa fengið nóg af plastrusli Vesturlandabúa sem sent hefur verið til þeirra í stórum stíl á liðnum árum í mismunandi ástandi. Nú hafa þeir skrúfað alveg fyrir kaup á úrgangsplasti til endurvinnslu og kaupa þess í stað nýtt og hreint hráefni til að vinna úr. Um leið hrúgast upp úrgangsplastið, öllum til ama og náttúrunni til tjóns. Plast er í ýmsu formi og þykir einstaklega heppilegt hráefni í margvíslega iðnaðarframleiðslu eins og föt, tölvur, síma, bíla og allt mögulegt. Þegar ekki er lengur þörf fyrir plastpokana og annað plastdót þarf að gera eitthvað við það. Oftar en ekki er því sturtað út í náttúruna eða í sjóinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.