Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 Fagþing nautgriparæktarinnar: Úranus 10081 besta nautið í árgangi 2010 Nautið Úranus 10081 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands var valið besta nautið í árgangi 2010 á fagþingi nautgripa- ræktarinnar um síðustu helgi. G u ð n ý H e l g a Björnsdóttir, for maður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Agli Gunnarssyni og Hafþóri Finnbogasyni viðurkenningu af því tilefni. Guðmundur Jóhannes- son, ábyrgðar maður í nautgriparækt hjá RML, fór nokkrum orðum um Úranus fyrir afhendingu verðlaunanna þar sem kom meðal annars fram að Úranus var fæddur 21. nóvember 2010 á Hvanneyri í Andakíl í Borgarfirði undan Síríus 02032 frá Leirulækjarseli og Urði 1229. Ræktendur Úranusar er Hvanneyrarbúið ehf., þá Grímshagi ehf. Í umsögn um dætur Úranusar kemur fram að þær eru gríðarlega mjólkurlagnar en fituhlutfall í mjólk er undir meðallagi en próteinhlutfall liggur nærri því. Þetta eru stórar kýr, háfættar, boldjúpar með miklar útlögur en aðeins veika yfirlínu. Malirnar eru breiðar, eilítið hallandi og nokkuð flatar. Fótstaða er góð, bein, rétt og sterkleg. Júgurgerðin er öflug, mikil júgurfesta, áberandi júgurband og júgrin ákaflega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir en örlítið gleitt settir. Mjaltir eru frábærar og mjög lítið er um galla í mjöltum. Skap þessara kúa er mjög gott. /VH FRÉTTIR Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is BÍLAR Kæli- & frystibúnaður frá Carrier í miklu úrvali. Fyrir allar gerðir af sendi- og flutningabílum. HURÐIR Hentar afar vel fyrirtækjum í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði. fyrir kæla KÆLI & FRYSTI BÚNAÐUR Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Glímukóngur Íslands og Glímudrottning Íslands, Ásmundur Hálfdán og Kristín Embla með Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta sem afhentu þeim verðlaunin. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Glímukóngur Íslands er Ásmundur Hálfdán og Kristín Embla Guðjónsdóttir er glímudrottning Hundraðasta og áttunda Íslands- glíman fór fram í íþrótta húsi Kennaraháskólans laugardaginn 24 mars. Keppnin var afar jöfn og skemmtileg og áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda. Heiðursgestir mótsins voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og sáu þau um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok. Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA og hlaut þar með sæmdarheitið Glímukóngur Íslands í þriðja sinn. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Kristín Embla Guðjónsdóttir og hlaut sæmdarheitið Glímudrottning Íslands í fyrsta sinn. Fegurstu glímurnar Á Íslandsglímunni voru fegurðar verðlaun afhent í þrettánda sinn samkvæmt reglugerð Glímusambandsins. Fegurðarglímudómarar voru þrír að vanda, Kristinn Guðnason og Ingibergur Jón Sigurðsson, ásamt formanni dómnefndar, Jóni M. Ívarssyni sem tilkynnti úrslitin. Fegurðarverðlaun kvenna, Rósina, hlaut Jana Lind Ellertsdóttir HSK en fegurðarverðlaun karla, Hjálmshornið, kom í hlut Einars Eyþórssonar HSÞ. /MHH Lilja og Guðni Th. afhentu líka fegurðarverðlaunin en hér eru þau með þeim Einari og Jönu. Hallarbylting hefur verið gerð innan stjórnar Glímusambands Íslands því formaður sambandsins og þar með fyrsta konan til að gegna því embætti er Svana Hrönn Jóhannsdóttir. Hún er hér með þeim Lilju og Guðna Th. Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi funduðu um samgönguáætlun ríkisins: Efst á blaði að ljúka Dettifossvegi Dettifossvegur fékk mest fylgi á fundi sveitarstjórnarmanna norðan heiða um samgönguáætlun ríkisins sem haldinn var nýverið á Akureyri. Á fundinum lögðu sveitarfélögin fram sínar hug- myndir um framtíðar upp- byggingu í samgöngum í kjördæmi nu og var Dettifoss- vegur þar efstur á blaði. Fram kemur í nýlegum pistli Þorsteins Gunnarssonar, sveitarstjóra í Skútustaðahreppi, að heimamenn þar hafi lagt áherslu á gerð göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn, að lokið verði við að leggja bundið slitlag á Kísilveg, að vegur frá þjóðvegi 1 að Hverfjalli verði lagfærður og að vetrarþjónusta verði stórbætt. Leggja til tilfærslu á þjóðvegi 1 Þá lögðu Mývetningar áherslu á að þjóðvegur 1 verði færður af bökkum Mývatns og lagður sunnan Skútustaða og komi þaðan nálægt núverandi legu við Garð, fari þaðan beina leið austur á milli Lútents og Hvannfells og síðan austur yfir Búrfellshraun og tengist núverandi vegi við Skeiðflöt. Með þessu móti styttist leiðin milli Akureyrar og Egilsstaða og einn fjallvegur, Námaskarð, verði aflagður, þá verði ekki heldur lengur ekið með alls konar vafasaman flutning á bökkum/vatnasviði Mývatns, eins og bensín og olíur. /MÞÞ Dettifoss. Mynd / HKr. Gunnarssyni og Hafþóri Finnbogasyni viðurkenningu fyrir nautið Úranus 10081. Úranus 10081.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.