Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 Það hafa víða verið smíðaðar dráttarvélar í gegnum tíðina og Argentína er þar engin undantekning. Íslendingar eru þó trúlega uppteknari við það í dag að landslið Argentínu í knattspyrnu verður fyrsti mótherji mörlandans í heims- meistaramótinu sem fram fer í Rússlandi í júní. Aðal skytta Argentínu er knattspyrnusnillingurinn Lionel Andrés Messi Cuccittini. Ekki er vitað til að hans fjölskylda hafi verið viðriðin dráttarvélasmíði, en mögulega hefur faðir hans og örugglega afi þekkt þá merku dráttarvélategund Pampa. Þessi tegund var smíðuð í bænum Cordoba í Argentínu af flug- og sjóiðnaðarverksmiðju ríkisins (Industrias A e r o n á u t i c a s y Mecánicas del Estado - I.A.M.E.) Verksmiðjan var stofnuð árið 1952 upp úr flugiðnaðarstofnun Argentínu (Institute Aerotecnica). Var verksmiðjan sérstaklega sett á fót til að framleiða dráttarvélar og mótorhjól. Var fengið leyfi til að framleiða eftirmynd hinna þýsku Lanz Bulldog traktora. Byrjað var að framleiða dráttarvélar í verksmiðjunni undir nafninu Papa T01 árið 1952 og voru þær framleiddar með sama sniði til 1955. Árið 1955 var svo hafin framleiðsla á Pampa T02 og var hún framleidd til 1956. Það var dráttarvél með 60 hestafla (45kW) mótor. Fyrirtækið skipti síðar um nafn og hét þá Dirección Nacional de Fabricaciones e Investigaciones Aero- náutica (D.I.N.F.I.A.), eða Flug- og sjó- rannsókna r stofnun landsins. Árið 1959 keypti ítalski bíla- og d rá t t a rvé la f r am- leiðandinn Fíat fyrirtækið og fékk það þá nafnið Fábrica de Tractores FIAT-Concord. Var þá hafin framleiðsla á Fiat-Concord dráttar vélum samkvæmt leyfi frá móðurfélaginu Fiat. Árið 1961 urðu enn tíðindi í dráttarvéla framleiðslu sögu Argentínu þegar vélafram- leiðandinn Perkins keypti verksmiðjuna. Í kjölfarið var hætt að framleiða þar dráttarvélar árið 1963. Eflaust hefur gamla Pampa vélin verið mikill kjörgripur fyrir argentínska bændur. Öflug var hún á þess tíma mælikvarða með öll sín 60 hestöfl undir húddlokinu. Eitt helsta einkenni þessara véla var stórt svinghjól á hlið þeirra. Engum sögum fer af því að þurft hafi að sparka þeim í gang, enda Argentínumenn trúlega betri í því að sparka tuðrum í mark andstæðinga sinna. Við verðum svo bara að vona að snillingurinn Messi gleymi skotskónum sínum heima þegar hann mætir Íslendingum í sumar. /HKr. Pampa frá landi tuðrusnillinga Óvenjulegt veðurlag hefur ríkt í Bretlandi og á Írlandi í vetur og vætutíð og kuldar hafa tafið verulega fyrir vorkomunni. Þá hafa bændur átt í vandræðum með að geta fóðrað nautgripi og sauðfé vegna bleytutíðar. Er þetta versta staða síðan í „fóðurkreppunni“ svonefndu 2013. Mikil rigningartíð um páskana jók enn á vanda bænda. Kuldi í jarðvegi og bleyta hefur líka valdið því að grasvöxtur er mjög hægur. Um 30% bænda á Írlandi hafa því verið að berjast við fóðurskort fyrir bústofn sinn. Varð samvinnufyrirtækið Darygold á Írlandi því að skipuleggja innflutning á meira en 2.500 tonnum af heyi frá Bretlandi 5. apríl. Var þetta fóður selt bændum í vandræðum á kostnaðarverði. Í fóðurkreppunni 2013 neyddust írskir kúabændur til að flytja inn um 10.000 heyrúllur frá Bretlandi og Frakklandi. /HKr. Það eru mikil og góð næringarefni í grasi en af náttúrunnar hendi er það ómeltanlegt fyrir mannfólk. Nú gera danskir vísindamenn tilraunir með að gera matvæli úr grasi fyrir fólk. Vísindamaðurinn Daniel Nørgaard hjá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) á veg og vanda að rannsókninni sem hann hefur nú stundað í tvö ár. Hann rannsakar hvort hægt sé að búa til ætilegan mat úr grasprótínum. Nýta næringarefnin í grasinu Þrátt fyrir að gras sé mjög næringarrík fæða sem inniheldur prótín, steinefni og hagstæðar omega-3 fitusýrur þá getur mannfólk ekki nýtt sér það sem fæðu án ákveðinna breytinga á því. Daniel notar nú ákveðna aðferð við að hreinsa gras til að ná út úr því þessum mikilvægu næringarefnum sem geta nýst okkur mannfólkinu. „Ég þarf að hreinsa grasið og keyra það í gegnum djúspressunarvél. Á þennan hátt er það brotið niður vélrænt og verður að föstum trefjamassa og iðagrænum vökva með miklu prótíninnihaldi. Vökvann er síðan hægt að nota sem aukefni í matvæli fyrir fólk á meðan hægt er að nýta trefjamassann í dýrafóður fyrir jórturdýr,“ segir Daniel þegar hann lýsir vinnsluferlinu. Í prótínbari, pasta og sælgæti Af því að fólk getur ekki melt gras þá líkar því ekki við bragðið sem skapar ákveðnar áskoranir fyrir danska vísindamanninn. „Við hrindum eiginlega frá okkur bragðinu af grasi af því að það er ekki hollt fyrir fólk að borða það í sínu náttúrulega formi. Það þýðir að ég þarf að vinna grasið svolítið mikið til að fela bragðið. Varan verður að innihalda að minnsta kosti 10% af grasprótíni til að hún verði meira en bara brella og að sama skapi verður hún að vera eitthvað sem uppfyllir dagsþörf neytandans. Í dag náum við allt að 6% af grasprótíninu áður en það fer að hafa áhrif á bæði bragð og lit svo þetta er ákveðin áskorun í ferlinu,“ segir Daniel en byrjað er að nota afurðir úr tilraunum hans í prótínbari, pasta og sælgæti. Það er bæði ódýrt og einfalt að framleiða gras og því finnst danska vísindamanninum það góð nýting á landi og úrræðum að fólk borði einnig matvæli unnin úr grasi. „Grasprótín getur verið prótínval úr plönturíkinu í staðinn fyrir kjöt og mysu og getur verið einn þáttur í að brauðfæða aukinn mannfjölda í heiminum með sjálfbærri matvælaframleiðslu.“ /ehg – Norsk Landbrukssamvirke Verður gras mannafóður í framtíðinni? UTAN ÚR HEIMI Lionel Andrés Messi Cuccittini. Írskir bændur í fóðurvanda vegna slæms tíðarfars: Hafa orðið að flytja inn hey frá Bretlandi Mikil verðhækkun á vanillu- belgjum hefur leitt til þess að aukið skóglendi hefur verið rutt til ræktunar á vanillaorkideunni. Auk þess sem meiri ásókn í belgina hefur leitt til þjófnaða, átaka og dauða vegna átaka um uppskeruna. Eftirspurn eftir vanillubelgjum sem náttúrulegt bragðefni á Vesturlöndum hefur ríflega fimmfaldast undanfarin ár. Vanilla er þekkt bragðefni sem er mikið notað í ís, súkkulaði og sem vanilludropar við bakstur. Þjófar drepnir með sveðjum Víða þar sem vanilla er ræktuð ríkir umsátursástand þar sem þjófar sitja um uppskeruna og bændur verja hana með vopnum. Í einu tilfelli þar sem þjófar fóru um ræktunarsvæði tóku bændurnir sig saman og réðust til atlögu við þjófana með þeim afleiðingum að fimm þjófanna voru dregnir á burt og síðan drepnir með sveðjum og spjótum. Mest ræktað á Madagaskar Madagaskar er stærsti ræktandi vanillu í heiminum og þar er skógareyðing til að auka ræktun einnig mest. Fyrir nokkrum árum var rósaviður mest seldi varningurinn á svörtum markaði á Madagaskar en í dag er það vanilla. Þrátt fyrir miklar hækkanir á verði á vanillu á Vesturlöndum hefur verð til bænda ekki hækkað og lifa flestir vanilluræktendur á Madagaskar undir fátækra- mörkum. /VH Vanillustríð: Verðhækkun leiðir til skógar- eyðingar og dauða Vanilla er klifurjurt af ætt brönugrasa. Mynd / VH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.