Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 Skyrstofa Erpsstaða opnar dyrnar Rjómabúið Erpsstaðir í Dölum hefur í nokkur ár framleitt skyr upp á gamla mátann, kynnt framleiðsluaðferðina og sagt ferðamönnum sögu skyrsins. Þann 8. apríl var formleg opnun á sögusýningu, fræðslusetri og smakkbar á hinu hefðbundna íslenska skyri og er sennilega um fyrsta skyrbar landsins að ræða. Við opnunina gengu Erpsstaðir inn í alþjóðlegu samtökin ÉCONOMUSÉE® network sem eru samtök handverksfyrirtækja sem viðurkennd eru fyrir gæði sín og sérstöðu. „Opnunin tókst mjög vel og skemmtilegt að sjá þetta verða að veruleika eftir starf sem hófst fyrir þremur árum. Síðan hugmyndin vaknaði hefur verið unnið á mismiklum hraða við að koma þessu á en þetta hefur þróast og gerjast á góðan hátt í samstarfi við Matís sem höfðu samband við okkur. Hluti af þessari opnun núna er að koma skyrinu meira að fólki, sem getur nú pantað sér skyr úr vél eins og ís,“ segir Þorgrímur Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum, en þangað koma rúmlega 15 þúsund gestir á ári og er ísinn á staðnum vinsælasta varan sem er í boði. Deila ástríðu og arfleifð Fyrir þremur árum fór af stað verkefni hjá Matís, Craft reach, sem er samstarfsverkefni átta landa á norðurhjaranum: Noregs, Svíþjóðar, Norður- Írlands, Írlands, Færeyja, Íslands, Grænlands og Kanada. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins og hefur það að markmiði að styðja og styrkja handverksfyrirtæki til að dafna, gera þau sýnileg í nærumhverfinu og kynna þau jafnframt alþjóðlega. „Í verkefninu er unnið með aðferðafræði alþjóðlegu samtakanna ÉCONOMUSÉE® Network, sem eru samtök handverksfyrirtækja sem eru viðurkennd fyrir gæði sín og sérstöðu og opna dyr sínar fyrir almenningi til að deila ástríðu sinni á viðfangsefni sínu og arfleifð. Á Íslandi köllum við slík handverksfyrirtæki hagleikssmiðjur. Nú eru um 80 fyrirtæki í samtökunum í átta löndum,“ segir Þóra Valsdóttir, ráðgjafi hjá Matís. „Skyr er einn dýrmætasti matarmenningararfur sem við Íslendingar eigum. Nú orðið finnst „íslenskt skyr“ nánast um heim allan, en um hvaða skyr er verið að tala? Fyrir nokkrum árum vann ég rannsóknarverkefni um hefðbundið skyr. Þá kom í ljós að mjög fáir voru ennþá að búa til skyr á þennan hátt, örfáir bæir. Í rannsókninni kom einnig í ljós að hefðbundið skyr hefur sérstöðu og var í framhaldinu farið í þá vinnu að stofna Slow food Presidia um hefðbundið skyr sem Rjómabúið Erpsstaðir er aðili að.“ Sérstaða hefðbundna skyrsins Rjómabúið Erpsstaðir hefur orðið vart við mikla eftirspurn um fræðslu um skyr, bæði framleiðsluna og sögu. Á liðnum fjórum árum hafa komið rúmlega 15.000 gestir á ári og tvö til þrjú sjónvarpsmyndagengi víða að úr heiminum til að gera hinu vinsæla íslenska skyri skil. Til að bregðast við eftirspurn hefur af og til verið boðið upp á óformleg námskeið í skyrgerð á Facebook-síðu Rjómabúsins og hafa þau fyllst jafnóðum, einkum af erlendum gestum. „Það lá beint við að fá Rjómabúið Erpsstaði með áherslu sína á hefðbundið skyr inn í þetta verkefni, kynna og styrkja þannig rekstrargrundvöll við framleiðslu á hefðbundnu skyri. Með því að koma upp skyrstofu er jafnframt verið að koma til móts við óskir fjölda fólks, bæði íslenskra og erlendra ferðamanna sem langar að fræðast um sögu lands og þjóðar, með tilliti til skyrsins. Með skyrsýningunni sjáum við hér tækifæri til að koma á framfæri sérstöðu hefðbundna skyrsins en ekki síður íslenska kúakynsins, mjólkur og mjólkurafurða, kynna íslenska kúabændur og þær aðstæður sem dýrin búa við,“ segir Þóra og bætir við: „Við þróun skyrsýningarinnar fengum við til liðs við okkur hönnuðinn Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur sem listrænan stjórnanda og Auði Lóu Guðnadóttur myndlistarmann. Sýningin var þróuð í nokkrum skrefum til að fá fram viðbrögð gesta, síðastliðið vor var húsnæðinu breytt og nú er sýningin sjálf komin upp með skúlptúrum, teikningum og fræðslutexta. Tekið er á móti gestum allt árið, þeim boðið að smakka og kaupa skyr en á fyrirfram ákveðnum tímum ársins er að auki boðið upp á örnámskeið í skyrgerð, sem felst bæði í að framleiða skyrið sem og að sagt sé frá skyrinu á ítarlegri hátt en fram kemur í sögusýningunni. Gert er ráð fyrir að með betri markaðssetningu á skyrinu og uppsetningu skyrstofunnar muni fjöldi gesta aukast í 25 þúsund árlega eftir þrjú ár.“ /ehg Hjónin Helga Guðmundsdóttir og Þorgrímur Guðbjartsson, bændur á Erpsstöðum, með Þóru Valsdóttur, ráðgjafa hjá Matís, á milli sín. Myndir / MATÍS Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Guðbjartur Björgvinsson, faðir Þorgríms, ræða málin á opnuninni. Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, sem er hugmyndasmiðurinn að mysudrykknum Veitingastaðurinn Fjárhúsið opnað á Granda - garðinum: Sérhæfir sig í lambakjöti – Tvíreykt hangikjöt af forystufé líka á matseðlinum Í Húsi Sjávarklasans á Granda- garðinum er nú unnið að uppsetningu á litlum veitingastað sem heitir Fjárhúsið og mun helga sig sölu á fljótelduðum lambakjötsréttum – í svokölluðum street food-stíl. Að auki er ætlunin að bjóða upp á tvíreykt hangikjöt af forystusauðum. Eigendur að Fjárhúsinu eru Birgir og Herborg Svana Hjelm, en þau starfa bæði hjá Matartímanum, sem er dótturfyrirtæki Sölu- félags garðyrkjumanna; Birgir er matreiðslumeistari og framleiðslu- stjóri, en Herborg sviðsstjóri. Til húsa í nýrri Mathöll „Birgir var búinn að ganga með þessa frábæru hugmynd í um 20 ár, það er að opna veitingastað sem myndi sérhæfa sig í íslensku lambakjöti. Við ræddum þessa hugmynd og niðurstaðan var að við myndum finna stað fyrir Fjárhúsið. Vorum búin að skoða nokkra staði en svo ákváðum við að sækja um úti á Granda í nýju mathöllinni sem verður opnuð núna fyrstu helgina í júní og fengum úthlutað bás, en það voru yfir 100 hugmyndir sendar inn,“ segir Herborg. Reykt kjöt af forystufé „Á matseðli verðum við með hefðbundna street food-rétti, eða það sem mætti kalla götuskyndirétti, en eins og nafnið á staðnum gefur til kynna þá einbeitum við okkur að lambakjötsréttum. Við verðum til dæmis með lambaborgara, beikon, kótelettur með lundinni á (t-bein), steikur, pylsur og bjór-pylsur – einnig ætlum við að bjóða upp á tvíreykt hangikjöt frá Daníel Hanssyni sem býr í Þistilfirði en hann reykir kjöt af forystufé. Það kjöt er ólíkt kjöti af venjulegu sauðfé, forystuféð er háfættara og grennra og því er kjötið fituminna en hefðbundið lambakjöt. Við erum mjög spennt yfir þessum rétti hjá okkur. Við getum ekki lofað að þessi réttur verði allt árið, stofninn telur aðeins um 1.200 dýr og einungis er 30 dýrum slátrað árlega hjá Daníel. Okkar sérstaða er að við leggjum mikla áherslu á að hafa íslenskt hráefni eins og hægt er, ekki bara lambakjöt, heldur líka íslenskt grænmeti, verðum með landnámshænuegg og bygg frá Þorvaldseyri. Okkur finnst mikilvægt að geta sagt viðskiptavinum okkar hvaðan hráefnið kemur og að það hafi sögu, nærumhverfið, íslenska náttúran og íslenska lindarvatnið sem er einstakt – forréttindi að geta boðið upp á svona heilnæmar vörur. Íslenska lambakjötið hefur mikla sérstöðu yfir annað kjöt þegar kemur að hreinleika og dýrin ganga frjáls og eru ekki verksmiðjualin,“ segir Herborg og reiknar með að staðurinn verði opnaður í kringum 1. júní næstkomandi. /smh Birgir og Herborg hafa unnið hörðum höndum að því að koma sér fyrir á Mynd / smh Aðalfundur BSK verður haldinn í Ásgarði Kjós laugardaginn 28. apríl 2018 kl. 15. Dagskrá: » Skýrsla stjórnar fyrir liðið ár. » Reikningar félagsins. » Gestir fundarins eru frá BÍ og Bú-Vest. » Kosningar. » Tillaga um að deild sauðfjárbænda innan BSK sameinist félagi sauðfjárbænda í Borgarfjarðarsýslu. » Önnur mál. Að aðalfundi loknum verður farin skoðunarferð um Kjósina. Stjórn BSK AÐALFUNDUR BÚNAÐARSAMBANDS KJALARNESÞINGS 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.