Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 Uppskeran aldrei verið betri Aldingarðurinn í Kristnesi er verk Kristnesbænda. Hugmyndin er að rækta ber og ávexti og sjá hvað er gerlegt og hvað ekki. Fljótt kom í ljós að það myndi litlum áreiðanlegum árangri skila án skráningar. Sú skráning hefur farið fram í ræktunardagbók og ársskýrslum. Fyrstu plöntur fóru niður sumarið 1999. Talsvert magn upplýsinga liggur því fyrir, ekki síst um uppskerutíma mismunandi yrkja, sem verður að teljast mikilvægt þar sem ótal erlend yrki ná ekki þroska hér í meðalári. Tíðarfar var sérlega árið 2017. Útmánuðir voru mildir og vorið kom snemma. Maí var sérlega hlýr, júní í tæpu meðallagi, júlí og ágúst um meðallag og september og október sérlega hlýir. Almennt gerði þessi góða tíð það að verkum að uppskeran hefur aldrei verið betri. Aldrei áður komið plómur Nokkur yrki af plómum eru í aldingarðinum, flest ung og hafa lítið blómstrað til þessa. Í vor varð nokkur blómgun á plómutrjám og litlir aldinvísar fóru að sjást skömmu síðar af yrkjunum Sinikka og Opal sem bæði eru sjálffrjóvgandi. Nokkuð af plómuvísum skemmdust í frosti um miðjan september en þær sem stóðu í góðu skjóli af laufskrúði héldu áfram að þroskast. Sinikka plómurnar voru tíndar þann 14. október. Snotrar, litlar og dulítið rammar. Þá var enn stór græn plóma á yrkinu Opal sem augljóslega var seinni á ferðinni. Aldrei áður hafa komið plómur í aldingarðinum. Eplatrén í miklu stuði Yrkið Sävstaholm blómstraði fyrst að vanda 23/5, en í Kristnesi hafa epli aldrei áður blómgast í maí. Sumarið hófst með miklu blómskrúði sem fékk heimsóknir af ryðhumlu. Útkoman af því var mikill fjöldi vísa, sem endaði með fullþroska eplum af nokkrum yrkjum í október. Samtals voru tínd um 7 kg af eplum, mest af Rödluvan sem gaf sérlega falleg og bragðgóð epli sem geymdust ágætlega. Þá voru nokkur falleg og góð epli á Ålingstrénu, nokkur ágæt á Sävstaholm en Haugmann blessaður olli nokkrum vonbrigðum með hörðum og súrum eplum. Ef til vill hefði hann þurft enn lengri tíma? Síðustu eplin voru tínd í lok október og þau voru í fínu lagi þrátt fyrir mörg næturfrost. Það er rétt að geta þess að Rödluvan tréð sem mest gaf er átján ára gamalt og gefur nú fyrst uppskeru. Það var dásamleg tilfinning að fylgjast með eplatrjánum í allt sumar og fá svo þetta góða haust. Kirsuber Mikil blómgun var í Stellu kirsuberjum og fleiri yrkjum. Nokkur ber mynduðust á Van og Rauhalan en mest á Stellu. Samt var það svo að Stella ákvað að henda helmingnum af vísunum um mitt sumar. Þá byrjuðu þrestir að gogga í vísana um mitt sumar sem gefur sprungin og ljót ber þegar þau þroskast. Lausn á þessu gæti verið að setja fuglanet yfir trén löngu áður en berin fara að þroskast. Seinni partinn í ágúst var hægt að narta í ágætis Stellu kirsuber þótt þau væru ekki enn orðin dökkrauð eins og þau urðu síðar við fulla þroskun. Fremur varð eftirtekjan léleg í kirsuberjunum en líklega er það mest þröstunum að kenna. Hindber Fyrstu stöku hindberin voru þroskuð í byrjun ágúst þótt uppskera hæfist ekki að ráði fyrr en tíu dögum síðar. Fyrstu hindberjayrki voru Balder sem er fast á hömsum, harðgert, þyrnótt, Vene sem er þyrnótt og Gamla Akureyri sem er með smáum berjum. Um svipað leyti komu fyrstu ber á tvær fræplöntur af Balder og Gömlu Akureyri, sem með tíð og tíma gætu orðið að nýjum sortum, önnur er gul en hin er snemma á ferð með góðum berjum og þyrnalítil. Fimm dögum síðar byrjuðu Maurin makea og Jatsii að mynda ber og fjórtán dögum síðar Mógilsá (Þrændarlög). Fimmtán dögum síðar Jatsii og átján dögum síðar Veten og loks tæpum mánuði síðar, snemma í september, byrjuðu Asker og Borgund. Öll náðu þessi yrki að þroska sín ber í ár. Venjulega ná aðeins fyrstu yrkin að þroskast. Með öðrum orðum, Vene, Balder og Gamla Akureyri eru öruggustu hindberjayrkin. Samtals voru tínd 8,3 kg af hindberjum og síðast var skráð uppskera þann 19. september. Rússaber Haskap/ Berjablátoppur/Hunangsber Aðeins komu fáein rússaber í ár sem eru vonbrigði vegna þess að runnarnir gáfu rúmt kíló af berjum í fyrra. Ástæðan er líklega alltof mildir útmánuðir og alltof mörg hörð næturfrost eftir að runninn var farinn að vaxa. Þann 9/3 stendur í dagbók „rússaber eru farin að lifna“. Jarðarber Það vakti athygli hversu sein jarðarberjauppskeran var miðað við hversu snemma blómgun var á ferðinni. Svo virðist sem eitthvað í veðurfari hafi einnig haft þau áhrif að styttra var á milli uppskerutíma yrkja en venjulega. Dimma var með fyrsta ber þroskað 15/7 svo Glima og Ljóska þrem dögum síðar. Þann 22. júlí voru þroskuð ber á Koronu, Önnu og Ostara. Aðrar sortir voru seinna á ferð. Þann 9. september var enn verið að tína ber. Þá voru það seini yrkin sem enn voru að gefa, Honeyoye, Polka, Senga sengana, Jonsok, Kaunotar, Lumotar, Ria og síðustu Korona berin voru tínd þann dag. Þegar komið er fram í september ná ber yfirleitt illa að þroskast þar sem óblíð haustveðrátta setur þeim stólinn fyrir dyrnar. Eftirtalin ný yrki gáfu uppskeru Eplayrkið ´Rödluvan´ sló öll met í aldingarðinum og gaf 6 kíló af ágætis bragðgóðum eplum. Myndir / HÞ AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Aldingarðurinn í Kristnesi í Eyjafirði árið 2017: Eplayrkið ´Rödluvan´ í byrjun júní 2017. Kirsuber ´Stella´. Skógarþrestirnir náðu að skemma mikið af kirsuberjum Plómur ´Sinikka´ við það að þroskast. Myndir frá 14/10.17. Plómur ́ Sinikka´ við það að þroskast. Myndir frá 14/10.17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.