Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
Almenningi er tryggt aðgengi að ákvörðunum um náttúru og umhverfi:
Stuðlað er að mannréttindum
með Árósasamningnum
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
stóð fyrir málþingi um Árósa-
samninginn þann 5. apríl sl. í
Þjóð minja safninu. Fjallað var
um reynsluna af samningnum frá
ólíkum sjónarhornum en hann
hefur verið í gildi hér á landi í sjö ár.
Ákvarðanir um hvernig fara
eigi með náttúruauðlindir og
hvaða markmiðum unnið er eftir
í hennar þágu lúta opinberum
stjórnsýsluferlum. Árósasamningur
á að tryggja aðkomu almennings og
frjálsra félagasamtaka að þeim ferlum
Árósasamningurinn var fullgiltur
á Íslandi 2011 en samningnum er
ætlað að tryggja almenningi aðgengi
að upplýsingum um umhverfismál,
að geta haft áhrif á ákvarðanatöku
sem snertir umhverfið og geta borið
ákvarðanir er snerta umhverfið undir
óháða úrskurðaraðila.
Hér á landi hefur samningurinn
aðallega verið innleiddur með lögum
um úrskurðarnefnd umhverfismála,
lögum um upplýsingarétt um
umhverfismál, lögum um mat á
umhverfisáhrifum og lögum um
umhverfismat áætlana.
Orð eru til alls fyrst
Aðalgestur málþings umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins var Jonas
Ebbesson, formaður eftirlitsnefndar
Árósasamningsins og prófessor við
lagadeild Stokkhólmsháskóla, sem
fjallaði um starf eftirlitsnefndarinnar
og mál sem hafa komið á borð hennar.
Nefndi hann meðal annars hvernig
samningnum er ætlað að tryggja
almenningi þau mannréttindi að vita
hvaða áhrif framkvæmdir og áætlanir
í umhverfi og náttúru geti haft fyrir
heilsu og velferð þeirra og komandi
kynslóða.
Yfir 150 mál hafa komið á borð
eftirlitsnefndarinnar síðan hún hóf
starfsemi árið 2002, en þó niðurstöður
nefndarinnar séu ekki lagalega
bindandi sagði Ebbesson þau vera
fordæmisgefandi. Nefndi hann að
flest málanna kæmu frá Bretlandi,
eða 25%. Taldi hann skýringu þess
liggja í sterkum grasrótarsamtökum
þar í landi sem berjast fyrir þátttöku
almennings í umhverfismálum. Enn
hefur ekkert mál frá Íslandi farið fyrir
nefndina.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir,
forstjóri Skipulagsstofnunar, fjallaði
um þátttökuréttindi almennings og
Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdar-
stjóri þróunar- og tæknisviðs
Landsnets, varpaði fram sjónar-
horni framkvæmdaaðila. Helga
Ögmundardóttir, stjórnarkona í
Landvernd, tæpti á sjónarmiðum
félagasamtaka þegar kemur að
því að nýta réttindi til að koma að
ákvörðunum um umhverfið. Þá benti
Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor
og deildarforseti lagadeildar HÍ,
á punkta sem styrkt gætu réttindi
almennings og frjálsra félagasamtaka
í ferlunum, m.a. með að gefa þeim
færi á gjafsókn í málum er snerta
umhverfið.
Auka á gagnsæi og fræðslu
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfis- og auðlindaráðherra
ávarpaði þingið og kynnti áhersluatriði
í aðgerðaráætlun um eftirfylgni við
innleiðingu samningsins.
Sagði hann m.a. það koma
til greina að sameina lög um
upplýsingarétt um umhverfismál og
upplýsingalög til að tryggja gagnsæi
og einfalda stjórnsýslu og styðja
við fyrstu stoð Árósasamningsins,
sem fjallar um aðgengi almennings
að upplýsingum um umhverfismál.
Þá verði lögð áhersla á að finna
leiðir til að veita almenningi og
umhverfisverndarsamtökum kost á
að koma fyrr að ákvarðanatöku og
áætlunum er snerta umhverfismál.
Einnig á að finna leiðir til að
uppfræða almenning um Árósa-
samninginn og þau réttindi sem þau
fela í sér.
Aukin fjárveiting til að styrkja
úrskurðarnefnd
Nanna Magnadóttir, formaður
úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála, fjallaði um reynsluna
af þeirri kæruleið sem innleidd var
með fullgildingu samningsins hér á
landi.
Síðan nefndin hóf störf í ársbyrjun
2012 hefur hún úrskurðað í hundruðum
mála. Lögbundinn úrskurðartími
nefndarinnar er þrír mánuðir en
sex mánuðir í umfangsmiklum
málum. Meðalafgreiðslutími
úrskurðarnefndarinnar hefur hins
vegar verið mun lengri, eða að
meðaltali 9 mánuðir árið 2017.
Til að vinna á uppsöfnuðum
málum og hraða úrskurðum var
nýlega ákveðið að veita auknu fé til
úrskurðarnefndarinnar í ár. /ghp
Jonas Ebbesson, formaður eftirlitsnefndar Árósasamningsins og prófessor við lagadeild Stokkhólmsháskóla, var
aðalgestur málþingsins. Myndir/BNG
IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is
IÐNAÐARHURÐIR
BÍLSKÚRSHURÐIR
• Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning.
• Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli.
• Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum.
• Hágæða hráefni.
• Þolir íslenskt veðurfar.
• Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi.
• Stuttur afgreiðslutími.
www.bbl.is
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS