Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 61
61 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018
Krúttleg húfa
Ég féll alveg fyrir þessari húfu og
prjónaði eina. Uppskriftin Drops
Baby 29-9 samanstendur af buxum
og peysu í stíl við húfuna. Húfan
er prjónuð úr Baby Merino en
einnig er hægt að nota Alpaca og
BabyAlpaca Silk frá Drops.
Stærðir:
(fyrirburi) 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
Höfuðmál:
ca (28/32) 34/38 - 40/42 - 42/44 - 44/46 (48/50 -
50/52) cm
Garn: Drops Baby Merino - 50 g í allar stærðir
Prjónar: Hringprjónn 40 cm, nr 3 og sokkaprjónar
nr 3– eða þá stærð sem þarf til að 27 lykkjur verði
10 cm á breidd.
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.
Munstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning
sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veljið rétt
mynstur fyrir stærð.
ÚRTAKA-1:
ATH: Öll úrtaka er gerð frá réttu.
Fækkið lykkjum þannig: Prjónið 1 kantlykkju með
garðaprjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna
eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu
lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið sléttprjón
þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt saman (= 1
lykkja færri), 1 kantlykkja með garðaprjóni.
HÚFA:
Húfan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður.
Fitjið upp (79) 89-99-103-107 (115-121) lykkjur á
hringprjón 3 með Baby Merino. Prjónið GARÐAPRJÓN
– sjá útskýringu að ofan, þar til stykkið mælist 3 cm.
Prjónið nú þannig: (25) 28-32-34-35 (39-42) lykkjur
með garðaprjóni, A.1 yfir (29) 33-35-35-37 (37-37)
lykkjur og prjónið (25) 28-32-34-35 (39-42) lykkjur
með garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Prjónið
svona þar til stykkið mælist (14) 14-15-16-16 (18-19)
cm. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Í næstu umferð
frá réttu er fellt af fyrir eyrnaleppum þannig: Fellið
af fyrstu (5) 8-10-10-9 (11-12) lykkjurnar, prjónið
sléttar lykkjur yfir næstu (20) 20-22-24-26 (28-
30) lykkjurnar (= fyrra eyrnaskjól) og setjið þessar
á band, fellið af næstu (29) 33-35-35-37 (37-37)
lykkjur, prjónið garðaprjón yfir næstu (20) 20-22-24-
26 (28-30) lykkjurnar (= seinna eyrnaskjól) og setjið
þessar á band, fellið af síðustu (5) 8-10-10-9 (11-12)
lykkjurnar. Klippið frá.
EYRNASKJÓL:
= (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjur. Setjið til baka
lykkjur af öðru bandinu á prjóninn, prjónið garðaprjón
og fellið af 1 lykkju innan við 1 kantlykkju á hvorri
hlið á stykki – LESIÐ ÚRTAKA-1, þannig: Fækkið um
1 lykkju hvoru megin á stykki í 4. hverri umferð alls
(6) 6-5-5-6 (6-7) sinnum og 1 lykkja hvoru megin á
stykki í annarri hverri umferð alls (2) 2-4-5-5 (6-6)
sinnum = 4 lykkjur. Eyrnaskjólið mælist ca (6) 6-6-
6-7 (8-8) cm. Fellið af og festið enda. Endurtakið á
hinu eyrnaskjólinu.
FRÁGANGUR:
Saumið saman hliðarna, saumið þær kant í kant í ystu
lykkju. Brjótið síðan húfuna þannig að saumurinn liggi
við miðju að aftan, saumið síðan uppfitjunarkantinn
alveg eins.
BAND:
Klippið 6 þræði ca 60 cm og þræðið þá hálfa leið
í gegnum toppinn á eyrnaskjólinu, þ.e.a.s. að það
verða alls 12 þræðir til að flétta með. Fléttið eina
fléttu. Hnýtið hnút neðst niðri. Gerið alveg eins á
hinum eyrnaskjólinu.
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
4 3 1 2
8 2 5 9
7 8 4 3
5 9 2 6 1
3 7
5 1 6 2 8
6 4 1 9
2 9 8 3
4 5 7 6
Þyngst
8 5
1 2 6
6 8 3 7
9 4
3 8 6
5 1
8 7 2 3
3 5 9
5 4
3 4 6
6 8
8 2 7 5
2 1 7
3 9
5 1 6
4 9 7 6
4 2
9 3 4
9 7 5
8 9 6
8 3 2
7 5
1 2 8
4 3
9 7 2
2 8 1
6 3 8
Ætlar að ferðast um Ísland
og keppa á frjálsíþróttamóti
Kristín Svala er hjartahlý,
orkumikil og skemmtileg stelpa.
Hún er dugleg að hjálpa til í
búskapnum en áhugamálin eru
íþróttir, tónlist, dans og hestar. Á
veturna finnst henni gaman að fara
á skauta og nýjasta áhugamálið er
að fara á skíði.
Nafn: Kristín Svala Eggertsdóttir.
Aldur: 9 ára.
Stjörnumerki: Steingeit.
Búseta: Laxárdalur, Þistilfirði.
Skóli: Grunnskólinn á Þórshöfn.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Íþróttir og áhugasviðstímar.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur
og hundur.
Uppáhaldsmatur: Kínarúllur og
hákarl.
Uppáhaldshljómsveit: Veit ekki,
hlusta á alls konar tónlist.
Uppáhaldskvikmynd: Veit ekki, horfi
lítið á sjónvarp.
Fyrsta minning þín? Þegar ég og
bróðir minn vorum að leika okkur í
böggunum í hlöðunni og hann datt á
milli bagganna og ekkert sást í hann
nema í höndina.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Æfi fótbolta og frjálsar
og er í tónlistarskóla og æfi þar á
blokkflautu og píanó.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Íþróttakennari og bóndi.
Hvað er það klikkaðasta sem
þú hefur gert? Farið í rússíbana í
Legolandi síðastliðið sumar.
Gerir þú eitthvað skemmtilegt í
sumar? Ferðast um Ísland og fer á
frjálsíþróttamót í Ásbyrgi.
Næst » Kristín Svala ætlar að skora á
bekkjarbróður sinn, hann Þórhall Sölva
Maríusson á Hallgilsstöðum í Langanesbyggð,
að svara næst.
HANNYRÐAHORNIÐ
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ