Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. apríl 2018 Undirbúningur Handverkshátíðarinnar í Eyjafirði í fullum gangi: „Hátíðin er stökkpallur fyrir handverksfólk“ Handverkshátíðin í Eyjafjarðar- sveit er ein af gamalgrónustu og fjölsóttustu sumarhátíðum landsins og verður hún haldin í 26. sinn dagana 9.–12. ágúst næstkomandi. Eitt af því sem skapar þessum viðburði sérstöðu er mikil þátttaka fólks í félagasamtökum í Eyjafjarðarsveit í undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar og leggja þar allir aldurshópar hönd á plóg; hvort heldur er í veitingasölu, uppsetningu og frágangi sýningarbúnaðar, miðasölu eða öðru því sem leysa þarf til að hátíðin takist sem best. Stökkpallur fyrir handverksfólk „Við leggjum okkur alltaf fram um að þróa viðburðinn í takt við tíðarandann og þarfir sýnenda og gesta hverju sinni,“ segir Dóróthea Jónsdóttir, sem sæti á í sýningingarstjórn Handverkshátíðarinnar en að baki sýningunni stendur sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit. „Markmiðið með sýningunni er að laða til okkar sýnendur með fjölbreytt handverk, sýna gestum þá miklu grósku, metnað og fagmennsku sem er í íslensku handverki og hvernig það þróast á hverjum tíma. Þetta tel ég að hafi tekist vel á þessum aldarfjórðungi sem Handverkshátíðin hefur verið haldin og ég er ekki í vafa um að hátíðin er og hefur verið stökkpallur fyrir handverksfólk. Það er líka mjög gleðilegt að sjá hversu víða af landinu handverksfólk kemur til að sýna og selja sitt handverk á hátíðinni og þannig má fullyrða að Handverkshátíðin er í sjálfu sér mikið og gott framlag til atvinnunýsköpunar víða um land,“ segir Dóróthea. Enn fleiri möguleikar fyrir sýnendur Í aðalsýningarsal Handverks- hátíðarinnar á komandi sumri verður gerð breyting á fyrirkomulagi sýningarkerfisins sem bæði eykur rými fyrir gesti og býður fleiri möguleika í framsetningu fyrir sýnendur. „Vegna fjölda gesta sem heimsækja sýninguna þá hafa þeir sem framleiða fáa muni ekki séð hag í því að koma en núna er kominn vettvangur fyrir þá til þátttöku. Við hyggjumst bjóða upp á sýningarsvæði fyrir þá sem vilja jafnvel koma með örfáa muni, sýna og taka við pöntunum. Þar með er líka hægt að koma með ferska strauma og kanna áhuga kaupenda. Við höfum í röðum sýnenda þaulvana aðila sem hafa mikið vöruúrval og mikinn lager fyrir sína sölu en viljum líka ná til þeirra sem vilja sýna sitt handverk og taka niður pantanir. Líkt og á öðrum sviðum hefur margt handverksfólk tekið vefverslanir í sína þjónustu og þá er Handverkshátíðin tilvalin kynningarvettvangur,“ segir Dóróthea og bendir einnig á þann mikilvæga þátt sýningarinnar sem felst í tengslamyndun innan sýnendahópsins. Umsóknarfresti að ljúka Líkt og áður verður bænda- markaður opinn á sýningarsvæði Handverkshátíðarinnar, veitingasala, kvöldvaka á sínum stað með skemmtilegri dagskrá og margt annað sem gleður augu, eyru og maga! Umsóknarfrestur um þátttöku í sýningunni stendur til 15. apríl næstkomandi og er hægt að sækja um á heimasíðu hennar, handverkshatid. is. Dóróthea segirst eiga von á góðri þátttöku sem fyrr. „Handverkshátíðin er í hugum margra viðburður sem þeir láta alls ekki framhjá sér fara,“ segir hún. /MÞÞ Spinder fjósainnréttingar eru hannaðar og prófaðar eftir ströngustu gæðakröfum og miða að velferð bæði dýra og manna. Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að aðlaga að nánast öllum þörfum nútímafjósa. Við afgreiðum stíur, jötugrindur og milligerði í mörgum stærðum og gerðum og í flestum tilfellum er afgreiðslutíminn stuttur og varan flutt heim í hlað. Hafðu samband: bondi@byko.is INNRÉTTINGAR byko.is Í aðalsýningarsal Handverkshátíðarinnar á kom- andi sumri verður gerð breyting á fyrirkomulagi sýnendur. Myndir / MÞÞ Úrbætur í fráveitumálum við Mývatn: Svartvatn nýtt til land- græðslu á Hólasandi Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra rituðu á dögunum, ásamt fulltrúum Skútustaðahrepps og fulltrúa Landgræðslu ríkisins, undir viljayfirlýsingu um samstarf við úrbætur í fráveitumálum við Mývatn. Unnið verður að framkvæmd þróunarverkefnis, sem felst í því að taka seyru úr skólpi í byggð við Mývatn og nýta hana til uppgræðslu á illa förnu landi á Hólasandi. Leitað hefur verið lausna um hríð á fráveitumálum við Mývatn, ekki síst vegna áhyggna vísindamanna um að næringarefni úr fráveitu geti haft neikvæð áhrif á lífríki vatnsins. Lausnin sem nú verður unnið að er að miklu leyti nýmæli á Íslandi, en hún felst í aðskilnaði svokallaðs svartvatns og grávatns, þar sem svartvatni er safnað og ekið burt og það síðan nýtt fjarri vatninu til landgræðslu. „Þetta er góð lausn fyrir Mývatn og fyrir umhverfið,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Ávinningurinn við þetta er þríþættur; álag á lífríki Mývatns minnkar, næringarefnin eru nýtt sem áburður til landgræðslu og þessi lausn er hagkvæmari en þær lausnir sem hafa lengst af verið á borðinu. Hér er varúðarreglan virkjuð og hagsmunir náttúrunnar hafðir í fyrirrúmi.“ „Með þessari viljayfirlýsingu er staðfestur ríkur vilji ríkisstjórnarinnar til að koma að þessu mikilvæga verkefni með heimamönnum“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Ein helsta forsenda fyrir aðkomu ríkisins að málinu er hið einstaka lífríki Mývatns- og Laxársvæðisins, sem nýtur verndar að lögum en Mývatn var fyrsta svæðið sem Ísland tilkynnti til alþjóðlegrar skrár um verndun votlendis á grundvelli Ramsar-sáttmálans. Það er sérstakt gleðiefni hversu vel heimamenn hafa haldið á þessu verkefni í samstarfi allra aðila. Þannig hefur verið fundin hagkvæm og umhverfisvæn lausn með aðkomu íslenskra sérfræðinga á fjölmörgum sviðum, allt frá verkfræði til landgræðslu.“ Umræða hefur verið um ástand lífríkis í Mývatni um nokkra hríð, meðal annars á Alþingi. Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum að innstreymi næringarefna af mannavöldum kunni að ýta undir bakteríublóma og fleiri neikvæða þætti í vistkerfi vatnsins. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið lét gera úttekt á fráveitumálum við Mývatn 2017 og í kjölfar hennar gerði Skútustaðahreppur umbótaáætlun, þar sem fram kom að sveitarfélagið taldi sig ekki geta hrint henni í framkvæmd án aðstoðar ríkisvaldsins, þar sem kröfur væru strangar og umbætur dýrar fyrir fámennt sveitarfélag. Í desember 2017 ákvað ríkisstjórnin að ganga til viðræðna við Skútustaðahrepp um mögulega aðkomu ríkisins að fráveitumálum. Skútustaðahreppur setti svo fram nýja umbótaáætlun, sem var samþykkt af heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra í mars. Í kjölfar þess var gengið frá samkomulagi um aðkomu ríkisvaldsins að umbótaáætluninni, verkaskiptingu aðila og fjármögnun. Það samkomulag var formfest í viljayfirlýsingunni sem ritað var undir um liðna helgi. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.