Bændablaðið - 31.01.2019, Page 32

Bændablaðið - 31.01.2019, Page 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201932 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun UTAN ÚR HEIMI Áhugavert safn af austur-evrópskum og rússneskum munum Í bænum Marijampole í Litháen er áhugavert bílasafn sem hefur verið hugarfóstur Kestutis Kubilius í 30 ár og hefur hann notað hvern frítíma til að viða að sér, gera við og halda þeim munum sem eru á safninu til haga. Hin síðari ár hafa margir vildar- vinir gaukað að honum munum og þannig auðveldað honum söfnunina. Það sem ber hæst á safninu er án efa fjöldinn allur af bílum og mótorhjólum þar sem helst má sjá rússnesk og austur-evrópsk áhrif. Kestutis sagði við blaðamann Bændablaðsins á dögunum að hann mælti ekki með slíkri söfnunaráráttu við nokkurn mann og að hann væri heppinn með það hversu mikinn skilning fjölskylda hans hefur sýnt honum í gegnum tíðina, enda hlaupa vinnustundirnar við safnið á hundruðum klukkustunda. /ehg Rússnesk Volga, GAZ-21, árgerð 1959. Kestutis Kubilius í bænum Marijampole í Litháen hefur safnað bílum, mótorhjólum, sjónvörpum, útvörpum og alls kyns smærri hlutum í 30 ár. Mótorhjól fyrir hreyfihamlaða, þýskt Krause Piccolo Trump og 1958-árgerð. Rússajeppi frá rússneska hernum, GAZ-69A, 1959-módelið. Rússneskur gæðingur, Moskvic-407, 1960-árgerðin.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.