Bændablaðið - 31.01.2019, Page 34

Bændablaðið - 31.01.2019, Page 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201934 UTAN ÚR HEIMI Í gegnum tíðina hafa menn tekið upp á ýmsu til að skapa öflugar dráttarvélar án þess þurfa að vera með stærri sprengihreyfla. Þar hafa menn einfaldlega soðið saman tvær eða fleiri vélar sem getur auðvitað skapað vandamál við að samhæfa aflið út í hjól. Gamli góði Farmallinn er þar engin undantekning. Á síðari árum hafa menn einkum gert þetta sér til gaman fremur en að horfa í notagildið. Í ritinu Farm Show frá 2003 getur m.a. að líta grein sem segir frá þreföldum Farmall sem Dewitt Steward frá Bolalusa í Los Angeles setti saman. Áður hafði Steward smíðað tvöfaldan Farmall. Ekki er vitað til að verksmiðjur International Harvester (IH), sem smíðuðu McCormick Farmall, hafi nokkru sinni framleitt slíka gripi. Ekki er þá heldur að finna á yfirliti IH yfir dráttarvélaframleiðsluna frá 1950 til 1970. Farmall þríburinn var gerður úr þremur uppgerðum Farmall dráttarvélum frá árunum 1939 og 1946. Samansoðnar vélarnar voru á fjórum hjólum og 3,5 metrar að breidd. Þennan þríhöfða þurs smíðaði Steward árið 1997 og var síðan að ferðast með hann á milli sýninga árum saman. Upp úr þessu brölti sínu náði hann samningi við Rawling nokkurn Williams um að smíða sams konar grip til að sýna á America‘s Old Iron Museum í Bush í Los Angeles. Steward er þó ekki sá eini sem dottið hefur í hug að setja saman svona fjölbura, því vitað er af slíkum Farmall grip sem smíðaður var úr elstu gerðum Farmall sem var á járnhjólum. Þessi samsetta vél er af gerðinni Farmall F-30 árgerð 1936, en Farmall mun fyrst hafa verið kynntur til sögunnar árið 1923. Við smíði Steward þurfti hann að smíða frá grunni nýjan öxul sem var tengdur við gírkassann á miðjuvélinni. Hinar tvær vélarnar voru svo boltaðar þar utan á með gírkössum og öllu saman. Kúplingarnar voru svo samtengdar og ein eldsneytisgjöf var svo fyrir allar vélarnar. Samt gat hann kúplað miðjuvélinni frá og keyrt á hinum tveim eða keyrt á miðjuvélinni og kúplað hinum tveim frá. Vakti þessi samsetta vél mikla athygli hvar sem hann fór. Steward viðurkennir að þrefaldi Farmallinn hans hafi ekki verið sérlega lipur í keyrslu. /HKr. FURÐUVÉLAR&FARARTÆKI Samsettur Farmall þríburi sem Dewitt Steward frá Bolalusa í Los Angeles í Bandaríkjunum smíðaði. Hann var samsettur úr Farmall af árgerðum 1939 og 1946. Ekki var hann mikið notaður í heyskap heldur ferðaðist eigandinn með hann á sýningar um allar trissur. Hér er hann á tvöföldu að aftan. Farmall þríburi til eftir nám hans á Ítalíu og þriggja ára þróunarvinnu. Endurvinnanlegir og ilmandi kaffibollar Fyrirtækið Kaffeeform í Berlín í Þýskalandi hefur kynnt á markað kaffi málið Weducer Cup sem er enginn venjulegur kaffibolli. Hér fara saman hönnun og sjálfbærni en bollinn er framleiddur úr kaffi korg og sérstökum efna- s am böndum úr fjölliðum og ekki skemmir fyrir að það ilmar dásamlega af kaffi. Fyrirtækið hlaut Red Dot: Best Design Award í flokki efna og aðferða árið 2018 fyrir hönnun sína. Kaffeeform er ungt fyrirtæki sem leggur áherslu á sjálfbæra hönnun og nýsköpun þar sem hugmyndin er að geta nýtt hráefni sem annars endar í ruslinu og ekkert verður úr. Um 600 billjón pappírs- og plastmál eru flutt heimshorna á milli á hverju ári og fæst þeirra eru endurvinnanleg og fara beint í venjulegt heimilissorp. Langflest þessara mála eru ekki búin til úr endurvinnanlegum trefjum eða pappír þannig að tré eru höggvin niður til að framleiða þau ásamt því að flest málin innihalda einhver plastefni og við framleiðsluna þarf að notast við hráolíu. Þar að auki koma plastlokin á málin sem eru ekki endurvinnanleg. „Við höfum öll séð þessar sláandi myndir af plastdrasli sem flýtur um heimshöfin og á ströndum og jákvætt er hversu mikið meira þetta er í umræðunni nú en áður og það virðist vera að stjórnmálamenn séu jákvæðir fyrir því að taka á vandanum. Í nokkurn tíma hafa kaffiáhugamenn og hönnuðir verið uppteknir af því að finna hentugan og endurvinnanlegan kaffibolla sem fólk getur tekið með sér þegar það er á ferðinni af kaffihúsum,“ segir hönnuður bollans, Julian Lechner, og bætir við: „Ég var við nám á Ítalíu og gat ekki hætt að hugsa um að gera eitthvað slíkt sem var algjörlega nýtt. Eftir þriggja ára rannsóknar- og þróunarvinnu varð Kaffeeform til úr endurnýttum kaffikorg en hér er ný aðferð notuð til að búa til algjörlega nýja vöru úr gömlu kaffi. Allir bollarnir sem við framleiðum, fyrir espresso, cappuccino og venjulegt kaffi hafa áferð af dökkum harðvið, þeir lykta af kaffi, eru mjög léttir, hægt er að setja þá í uppþvottavél og þeir vara lengi. Þeir virka vel og það er auðvitað aðalatriðið. Núna erum við að kanna nýja möguleika á að skipta út plasti sem framleidd er úr jarðefnum með okkar einstöku vistfræðilegu blöndu svo þróunarvinnan er hvergi nærri hætt hjá okkur.“ /ehg fyrir sig. um nánari deili á þessari sambyggðu dráttarvél er ekki vitað.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.