Bændablaðið - 31.01.2019, Side 36

Bændablaðið - 31.01.2019, Side 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201936 Valmúi hefur verið ræktaður í margar aldir og saga plöntunnar er skrykkjótt en merkileg. Úr plöntunni er unnið ópíum og ópíumtengd efni sem notuð eru til lækninga úr ópíuminu en einnig sem nautnalyf með skelfiegum afleiðingum. Fræ plöntunnar eru best þekkt hér sem birkifræ á birkirúnstykkjum. Auk þess sem valmúaolía er unnin úr fræjunum. Nánast er ómögulegt að gera sér grein fyrir því hversu mikil ræktun á valmúa er í heiminum. Stór hluti valmúaræktunar til ópíumframleiðslu er ólögleg en sá hluti hennar sem er löglegur er nýttur til lyfjagerðar. Áætluð heimsframleiðsla á ólöglegu ópíum árið 2017 var ríflega tíu þúsund tonn. Mest er framleiðslan í Gullna hálfmánanum í Mið-Asíu og í Gullna þríhyrningnum í Suðaustur-Asíu. Auk þess sem talsvert er framleitt af ópíum í Mexíkó og Kólumbíu. Ástralía, Tyrkland og Indland eru stærstu framleiðendur löglegs ópíums í heiminum. Heimsframleiðsla á valmúa- fræjum í heiminum árið 2016 er áætluð 92,6 tonn. Tékkland var stærsti framleiðandi það ár og framleiddi tæp 28,6 tonn, Tyrkland var í öðru sæti með rúm 18,2 tonn, Spánn framleiddi tæp 13,4 tonn, Ungverjaland rúm 8,9 og Frakkland um 5,8 tonn. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn rétt rúm 1,9 tonn af valmúafræjum árið 2017. Mestur var innflutningurinn frá Danmörku, 976 kíló og 363 kíló frá Tékklandi. Einnig er talsvert flutt inn af ópíumtengdum lyfjum í lækningaskyni og einnig ólöglega til sölu á svörtum markaði. Ættkvíslin Papaver og draumsóley Hátt í eitt hundrað tegundir eins-, tví- og fjölærra plantna tilheyra ættkvíslinni Papaver. Allar eru þær fremur harðgerðar og finnast á norðurhveli jarðar. Tegundirnar eru misjafnar að hæð og allt frá því að vera um tíu og yfir 100 sentímetrar að hæð og flestar eru þær með hærðan stöngul. Þegar valmúar blómstra fellir blómknúppurinn tvær áberandi blómhlífar. Krónublöðin þunn fjögur til sex, rauð, hvít, bleik, gul og lillablá. Blómið tvíkynja og frævan og frævlarnir eru áberandi. Fræhirslan er brúnn hærður baukur sem inniheldur fjölda fræja sem losna auðveldlega eftir að þau hafa náð þroska. Fulltrúi ættkvíslarinnar í flóru Íslands kallast melasól, P. radicatum og er milli 5 og 20 sentímetra há og ber skærgul, hvít og bleik blóm. Hvít og bleik litarafbrigði eru alfriðuð. Eitt af alþýðuheitum plöntunnar er draumsól og sagt er að hún bæti svefn. Garðasól, P. nudicaule, er algeng garðplanta hér og finnst einnig sem slæðingur og til í mörgum litum. Plantan er víða erlendis kennd við Ísland, Icelandic Poppy á ensku og Isländischer Mohn á þýsku. Í görðum má einnig finna risasól, eða tyrkjasól, P. bracteatum, og risavalmúa, P. orientale, sem nær allt að metra á hæð. Auk annarra valmúategunda sem ræktaðar eru til skrauts. Ópíumvalmúi Plantan sem ópíum og birkifræ, eða birkens, er unnið úr kallast P. somniferum á latínu en ópíumvalmúi á íslensku. Einær og sterkleg planta sem nær um eins metra hæð og með grágræna áferð. Stöngull og blöð grófhærð. Laufblöðin stór flipuð, saxtennt og umvefur blaðhálsinn stöngulinn. Blómin þrír til tíu sentímetrar í þvermál og krónublöðin yfirleitt hvít eða hvít en einnig bleik, lillablá eða hvít með rauðu í. Aldinið stór hárlaus kúlu- eða hnattlaga baukur, fjórir til níu sentímetrar að hæð og breidd og með kórónu á toppnum. Fjöldi fræja þroskast í bauknum. Í plöntunni allri en aðallega aldininu er hvítur mjólkursafi sem hráópíum er unnið úr. Svíinn Carl Linnaeus var fyrstur til að lýsa plöntunni í bók sinni Species Palntarum sem kom út árið 1753. Í dag er til fjöldi ræktunarafbrigða og yrkja af ópíumvalmúa sem hvert um sig er notað til sérhæfðrar ræktunar. Valmúi sem ætlaður er til ópíumframleiðslu ber lítið af fræjum og valmúi sem ætlaður er til framleiðslu á fræ inniheldur lítið HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Ópíumvalmúi er falleg planta sem á sér langa og skrykkjótta sögu. Valmúi skorinn til ópíumframleiðslu. Kínverskir ópíumneytendur við upphaf síðustu aldar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.