Bændablaðið - 31.01.2019, Page 42

Bændablaðið - 31.01.2019, Page 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 31. janúar 201942 Indónesía er staðsett við miðbaug jarðar, rétt utan meginlands Suðaustur-Asíu. Landið er samsafn af rúmlega 17 þúsund eyjum í Malaja eyjaklasanum og eru íbúar landsins á rúmlega 3 þúsund af þessum eyjum! Landið er gríðarlega stórt og kemur því ekki á óvart að það er fjórða fjölmennasta ríki heims með rúmlega 260 milljónir íbúa. Þó svo að landið sé e.t.v. einna helst þekkt í Evrópu fyrir eyjuna Bali, sem margir fara til og heimsækja, þá er helsti atvinnuvegur landsins landbúnaður, enda landið einstaklega vel fallið til ræktunar og framleiðslu. Mjólkurframleiðsla hefur ekki verið stunduð af krafti í landinu undanfarna áratugi, en þar horfir til breytinga eins og víða annars staðar með stóraukinni eftirspurn íbúa landsins eftir mjólkurvörum. 19 sinnum stærra en Ísland Indónesía er gríðarlega stór og nærri 19 sinnum stærra en Ísland, rétt rúmlega 1,9 milljónir ferkílómetra að stærð. Staðsetning, stærð og lega landsins gerir það að verkum að í landinu er ótrúlega fjölbreytt plöntu- og dýralíf og líkt og önnur lönd sem standa við miðbaug jarðar, er tíðarfarið allt öðruvísi í þessum löndum en við erum vön hér á Íslandi. Dagsbirtu gætir í um 12 tíma allan ársins hring og í raun er ekki til neitt sem við köllum vetur, sumar, vor og haust heldur er þar talað um tvær árstíðir: rigningartímabilið og „ekki rigningartímabil“. Þetta tímabil er misjafnt innan landsins eftir staðsetningu eyjanna og er ekki stöðugt ár frá ári vegna veðurfyrirbrigðisins El Niño. Í Indónesíu verður aldrei verulega kalt og raunar aldrei verulega heitt miðað við mörg önnur lönd. Hita- stigið fer lægst í um 20–22 gráður og sjaldan yfir 30–32 gráður þegar heitast er. Frjósamur jarðvegur Flestar eyjar landsins eru með einstaklega frjósama jörð svo þegar saman fara allir þessir eiginleikar sem hér að framan hafa verið taldir upp, er nánast hægt að fullyrða að allt geti gróið í Indónesíu og það allt árið um kring! Þannig upplifði t.d. greinarhöfundur það í nóvember sl. að á sama tíma og verið var að uppskera suma hrísgrjónaakra, voru aðrir bændur að planta út og enn aðrir að fjarlægja illgresi frá hálfsprottnum hrísgrjónaplöntum! Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Mánagull er algeng pottaplanta hér á landi. Undur erfðatækninnar: Kanínumánagull til að hreinsa loftið Það hefur lengi verið vitað að pottaplöntur á heimilum hreinsa loftið af alls kyns óæskilegum lofttegundum. Nýverið splæstu erfðafræðingar geni úr kanínu í mánagull til að auka hreinsunargetu plöntunnar. Ýmsar misæskilegar og mengandi lofttegundir geta borist inn á heimili okkar. Lofttegundirnar geta borist utan að eða átt uppsprettu sína innandyra vegna eldunar, reykinga, efna sem geymd eru á heimilinu eða komið frá húsgögnum og munum sem geymdir eru á heimilinu. Ásamt því að lofta út eru pottaplöntur á heimilum besta leiðin til að hreinsa loftið. Þrátt fyrir að pottaplöntur sé afkastamiklar loftsíur má alltaf gott bæta og gera enn betra. Erfðafræðingum hefur tekist að splæsa geni, CYP2E1, úr kanínu saman við gen mánagulls og aukið þannig getu plöntunnar til að hreinsa loftið. /VH Vatnsskortur samfara hitabylgju í Ástralíu. Gríðarlegir hitar í Ástralíu: Búfé lógað vegna hita Vegna gríðarlegra hita í Ástralíu hafa yfirvöld gefið leyfi fyrir því að dýrum sem eru aðframkomin af þorsta verði lógað. Hitinn sem víða hefur farið í 50° á Celsíus er svo hár að leðurblökur og fuglar hafa dottið af himnum ofan dauð vegna hans. Nú þegar hafa 2.500 úlfaldar sem eru með þolnustu dýrum þegar kemur að vatnsskorti verið skotin í vesturhluta álfunnar. Auk þess er talið að lóga verði fjölda hrossa, geita og asna sem ekki finna vatn eða bithaga vegna þurrka. Fjöldi villtra og húsdýra hafa fundist við uppþornuð vatnsból þar sem hitinn er mestur. Hitamet í Ástralíu eru slegin ár eftir ár og er ástæðan almenn hlýnun andrúmsloftsins vegna loftslagsbreytinga af völdum sífells aukins magns gróðurhúsalofttegunda á andrúmsloftinu. Spár gera ráð fyrir að hiti í Ástralíu muni halda áfram að vaxa á næstu árum og að hitabylgjurnar komi til með að standa lengur og auka þannig enn á vatnsskort. /VH Undur erfðatækninnar: Tvær mömmur, enginn pabbi Nýlega fæddust heilbrigðir músaungar sem voru afkvæmi tveggja kvenkyns músa og foreldarnir samkynja. Fæðingin bendir til að innan tíðar muni samkynja fólk geta átt saman börn. Nokkrum dögum síðar fæddust músaungar þar sem báðir foreldrar voru karlkyns en kvenkyns staðgöngumóðir gekk með ungana sem drápust fljótlega eftir fæðingu. Talsmaður kínverska teymisins sem gerði tilraunina segir að í raun sé ekkert því til fyrirstöðu að beita sams konar tækni við fólk eftir að tæknin hefur verið rannsökuð betur og fullkomnuð. Andmælendur tilraunanna segja þær svo sem góðra gjalda verðar og auki skilning okkar á möguleikum erfðatækninnar en að tæknin muni aldrei ganga þegar kemur að því að geta börn. /VH Nýlega fæddust heilbrigðir músa- ungar sem voru afkvæmi tveggja kvenkyns músa og foreldarnir samkynja. Þeir sem heimsækja kúabú í Indónesíu taka eftir því að kýrnar eru alltaf mjög hreinar enda þvegnar tvisvar á dag. Myndir / SS Frá móttökustöð mjólkur þar sem mjólkin er vegin inn og svo kæld niður áður en samvinnufélagið keyrir hana í næstu afurðastöð. Indónesía – þar sem allt grær

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.