Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 7

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 7
E[RÚ Jörgensen gamla í Sámseyiargötu 3 sat í ruggustól við ofn- \inn í stofunni sinni. Hver, sem inn kom, hlaut að taka eftir því, að hún sat ekki eins og á að sitja í ruggustól — breitt og mak- indalega með laundrjúgan ánægjuglampa í augunum. Frú Jörgensen var holdgrönn og beygjuleg að náttúrufari, og hún hafði vanizt við að láta fara sem minnst fyrir sér. Hún ruggaði sér ekki vitund og sat tæpt eins og gestur, sem veit ekki, hvort hann er velkominn. Útidyrahurðin opnaðist og skelltist harkalega aftur. Frú Jörgen- sen hrökk saman. Alveg óafvitandi hélt hún niðri í sér andanum og hlustaði drykklanga stund. Æ, hvað henni brá. Skelfing þoldi hún illa þessa hurðaskelli. Þeir gátu einhvern veginn sett hana í samband við allt það versta, sem fyrir hana hafði komið. Eftir nokkur augnablik varpaði hún öndinni léttilegar. Hún þurfti svo sem ekki að vera óróleg núna, þegar hún var orðin ein út af fyrir sig. Hún þurfti ekki lengur að horfa upp á grát og harmatölur yfir þreytandi striti, ástarsorgum eða einhverri dularfullri hættu. Enginn henti bollum eða sparkaði í hús- gögnin, þó maturinn væri ekki upp á það fullkomnasta hjá henni. Hugur hennar flögraði snöggvast til hæða í þakkargjörð. Nú voru einnig þessir síðustu erfiðleikar hjáliðnir. Dóttirin var gift. Frú Jörgensen leit á klukkuna og tók inn dropana sina, þessa sem róuðu allra, allra bezt. Síðan settist hún afíur. Hún laut fram og néri magrar, óstyrkar hendur sínar í glóðarylnum frá ofninum. Bjarmi féll á andlit hennar, hlýr og styrkjandi. Hún horfði í eldsglæðurnar, sá þær sindra og hoppa. Hún fylgdi þeim eftir og smám saman fékk tillit hennar keim af hraða þeirra og léttleik. Notalegur innileiki fyllti hug hennar og flutti hann óravegu. Rökkrið seig að. — — Augun. — — Hvernig lit? Það mundi hún ógerla. En undursamleg hafði henni þótt milda, ásökunarlausa alvaran, er hvíldi

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.