Perlur - 01.09.1931, Side 21

Perlur - 01.09.1931, Side 21
PERLUR 137 ★ námsgrein hér og fækkar sú ráð- stöfun áreiðanlega þeim slysum, sem verða á þenna hátt. Fyrri hluta vertíðar verða allir bátar að leggja úr höfn á ákveðnum tíma. Það er alltaf fyrir aftureldingu. Það er einkennileg og áhrifamikil sjón að sjá flotann sigla úr höfn, einkum í góðu veðri. Þegar blysmerkið er gefið, sleppa all- ir í sömu svipan festum sinum og leggja af stað. Hunduð ljósa, hvít’, rauð og græn, bruna út höfnina og rjúfa náttmyrkrið, en loftið titrar af vélaskellunum, sem bergmálið margfaldar, er klettarnir kasta því á milli sín. Lengi hafa Vestmanna- eyjar verið nokkurskonar ný- lenda frá íslandi, en reynslan úti um heiminn sýnir, að það eru oft áræðnustu og dugleg- iegustu mennirnir, sem leita út í nýlendurnar. 111 örlög voru þess valdandi, að hér voru allt- af skörð, sem þurfti að fylla. Allir kannast við Tyrkjaránið 1627, — ægilegasta viðburðinn í sögu Eyjanna. Þá var stofn þess kyns, sem hér bjó, högg- inn nærri jörðu. Sjúkdómar gerðu sitt til. Ginklofi á ung- börnum lá hér í landi, alla leið frá Tyrkjaráni fram yfir miðja síðustu öld, og dóu sum árin flest eða öll börn, sem hér fæddust, á fyrstu aldursviku. Hið nýja brum kól jafnóðum, og því er hér ekki til neinn langur innlendur ættstofn. Elztu inn- lendu ættirnar ná ekki nema yfir 4—5 ættliði. Nú er þessi voðaplága horfin. Fyrsta árið, sem ég var hér læknir, sá ég 2 tilfelli, síðan ekkert. Súlur með unga. Ljósm. G. Johnsen. Fýll með unga. Ljósm. G. Johnsen.

x

Perlur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.