Perlur - 01.09.1931, Side 34

Perlur - 01.09.1931, Side 34
150 PERLUR ★ hann gekk inn í dómsalinn, og hann grét hástöfum og féll í faðm Claude, áður en varðmennirnir gátu aftrað því. Claude studdi hann og sagði um leið og hann snéri sér að sækjandanum: »Þetta er þorparinn, sem gaf mér af mat sínum, þegar ég svalt<. Þegar vitnaleiðslunni var lokið og sækjandi og verjandi höfðu talað í málinu, stóð Claude upp. Hann talaði þannig, að allir dáðust að. Engum gat blandast hugur um, að í honum bjó mælskumaður fremur en morðingi. Hann talaði í skýrum rómi og sannfærandi. Hann hermdi frá atvikum eins og þau gerðust, alvarlega og skreytni- laust. Stundum tókst honum svo upp, að fólk viknaði við. — Honum þótti aðeins einu sinni. Það var þegar sækjandi sagði, að hann hefði myrt verkstjóra óáreittur. »Hvað eruð þér að segja?< sagði Claude. »Gerði hann ekkert á hluta minn? Nú einmitt það. Nú skil ég. Ef drukkinn maður slær mig og ég ber hann aftur og drep hann. Það er mér málsbót. Ég var áreittur að fyrra bragði. Öðru máli er að gegna, sé maður ódrukkinn og alls gáður, þó hann kvelji mig samfleytt í fjögur ár, smáni mig og geri gys að mér. Ég unni stúlku. Hún svalt. Ég stal handa henni. Hann storkaði mér með henni. Ég átti barn. Ég stal, til þess að það hefði eitthvað að borða. Hann hæddist að því. Ég svalt. Vinur minn gaf mér mat sinn. Hann tók vin minn frá mér. Ég bað hann að lofa mér að fá hann aftur. Hann snaraði mér í svartholið í staðinn. Ég / / / drap hann. Eg er óskapa níðingur. Eg er morðingi. Eg var ekki áreittur að fyrra bragði. Ég er maklegur að koma undir fallöxina. Látum svo vera. Bezt að svo sé<. Hann var dæmdur til lífláts af þeim tólf bændum, sem kvið- dóminn sátu. Hann vildi ekki biðja um náðun. Vngsta nunnan, sem hafði stundað hann meðan hann var veikur, grátbændi hann um að beiðast náðunar. Hann neitaði lengi vel. Loksins skrifaði hann undir náðunarbeiðni, en þá var fresturinn útrunninn fyrir fáum mínútum. Nunnan var honum svo þakklát fyrir bænheyrzluna, að hún gaf hon- um fimm franka. Hann tók við peningunum og þakkaði henni fyrir. Meðan verið var að sækja um náðunina, var honum gefið tækifæri til að komast undan. Hann vildi það ekki. Nagla, vírspotta og skjólu- haldi var rennt niður um loftræsið í klefa hans. Hvert þessara áhalda hefði dugað til að sverfa sundur járnstengurnar, fyrir mann með hans verklægni. Áttunda dag júlímánaðar, sjö mánuðum og fjórum dögum eftir morðið, kom dómritarinn inn í klefa til Claude og tilkynnti honum, að hann ætti eina stund eftir ólifaða.

x

Perlur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.