Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 29

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 29
PERLUR 145 ~k Hann hafði margsinnis gert verkstjóra þess háttar greiða, og þess vegna var verkstjóra meinilla við hann. Hann öfundaði þjófinn. Fjand- skapur, af slíkum rótum runninn, er bitrastur allra. Claude þótti vænt um Albin, en hann gaf engan gaum að hugar- fari verkstjórans til sín. Dag einn, þegar fangarnir að venju gengu tveir og tveir saman úr svefnsalnum til vinnustofanna, kallaði fangavörður á Albin, sem gekk við hliðina á Claude, og sagði, að verkstjóri vildi finna hann. — Fangavörðurinn fór með hann og leið svo morguninn, að hann kom ekki aftur. Claude hélt, að þeir myndu hittast í garðinum um mat- málstímann, en hann kom þangað ekki. Og ekki kom hann heldur um kvöldið, þegar fangarnir gengu til svefns. — Það leyndi sér ekki, að Claude féll þetta mjög illa. »Hvers vegna kemur Albin ekki aftur?« spurði hann fangavörðinn. »Verkstjóri hefur flutt hann«, svaraði hinn. Næsti dagur leið og ekki kom Albin. Um kvöldið kom verk- stjórinn í eftirlitsferð. Þegar Claude sá hann, tók hann ofan lérefts- húfuna sína grófu, rétti úr sér og beið hans með húfuna í hendinni. »Herra verkstjóri*, sagði hann. »Er það satt, að Albin sé fluttur?* »]á«. »Heyrið þér, herra verkstjóri*, tók Claude aftur til máls, »ég get ekki án Albins verið. Ég fæ ekki nóg að eta, og Albin gaf mér af sínum mat«. Verkstjóri yppti öxlum. »Herra verkstjóri, það er um lífið að tefla fyrir mig. Haldið þér, að þér vilduð ekki flytja hann aftur?« »Það er ekki hægt«. »Hef ég nokkru sinni verið óhlýðinn yður, eða gert nokkuð af mér, þann tíma, sem ég hef verið hér?« »Nei, ekki það minnsta*. »Því eruð þér þá að taka Albin frá mér?« »Af því að< — svaraði verkstjórinn og gekk út. Claude leit niður og þagði. — Aldrei minntist hann á Albin við félaga sína. Hann reikaði einsamall í garðinum, þegar þeir voru að viðra sig, og sulturinn skar hann innan. Það var öll breytingin á honum. Þó tóku þeir, sem þekktu hann vel, eftir því, að hann var að breytast í útliti, var að verða þyngri á brún og stundum illúðlegur. Margir buðu honum mat með sér, en hann brosti aðeins dapurlega og neitaði að þiggja það. — í hvert skipti, sem verkstjórinn varð á vegi hans, spurði hann um Albin.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.