Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 22

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 22
138 PERLUR ★ Úr Klettshelli. Málverk M. Á. Árið 18C0 gekk hér taugaveiki, sem drap 13. hvert mannsbarn, og er það skiljanlegt, þegar þess er gætt, að þrifnaður var þá hér eins og víðar á lágu stigi og næstum því öll heimili sóttu neyzluvatn sitt i Vilpu, smátjörn, sem þornar nærri því upp á sumrin og er ekki annað en af- rennslisvatn af túnunum í kring. Nú er neyzluvatni safnað af húsþökun- um í lokaðar, steinsteyptar þrær eða brunna og taka sumir þeirra nokk- ur hunduð tunnur. Verða þeir aldrei vatnslausir, sem stóra hafa brunn- ana og ekki því minni þök. Ýmsir út í frá virðast ætla, að við kveljumst hér úr álíka miklum þorsta og ríki maðurinn í dæmisögunni af Lazarusi, en sannleikurinn er sá, að við kvörtum oftar undan rigningunni en þurkunum, þótt hinsvegar bagi stundum í þurrviðrasumrum vatnsskort- ur þá, sem lítil hafa vatnsbólin. Það líta margir óhýru auga til kaupstaðanna fyrir það, hve þeir hafa dregið til sín fólkið úr sveitunum. Þeir gleyma því, að áður en ís- lenzku kaupstaðirnir fóru að vaxa fyrir alvöru, þá var byrjaður fólks- flutningur úr sveitunum og sá straumur lá — vestur um haf. Við þá breytingu, sem varð á útgerðinni um og eftir aldamótin, mynduðust lífs- skilyrði i sjávarbyggðunum innanlands fyrir það fólk, sem fannst of þröngt um sig í sveitunum og straumurinn beindist þangað, Það fólk, sem tók sig upp úr átthögunum, varðveittist landinu og þjóðinni, i stað þess að hverfa sem dropi i þjóðahaf Vesturálfunnar. Það liggur i augum uppi, hverja þýðingu þetta hefur haft fyrir vöxt og viðhald íslenzku þjóðar-

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.