Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 28

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 28
144 PERLUR * aði allan daginn til að hafa ofan af fyrir sér, meðan hann var frjáls maður, og á kvöldin kýldi hann svanginn með fjögra punda brauði. í fangelsinu þrælaði hann einnig allan daginn, en þar fékk hann al- drei meira en hálft annað pund af brauði og lli pund af kjöti. Hann var oftast nær hungraður, beinlínis svelti, en aldrei hafði hann orð á því við nokkurn mann. Dag nokkurn, þegar Claude hafði lokið við sultarskammt sinn, gekk hann til bekkjar síns til að dunda við eitthvert verk, svo hann fyndi minna til hungursins. Hinir fangarnir sátu enn við mat og töl- uðu saman. Þá tók sig unglingspiltur út úr hóp þeirra. Hann var gugginn í framan og veiklulegur. Hann gekk til Claude og nam staðar við bekk hans. Hann var með hníf í hendinni og skammturinn hans var ósnertur. Hann stóð kyr hjá Claude, og það var eins og hann langaði til að segja eitthvað, en kæmi sér ekki til þess. Claude kipr- aði varirnar. Honum var ami að drengnum og matnum hans. »Hvað viltu?* spurði hann fljótlega. »Ég vildi, að þú gerðir mér greiða«. »Hvað er það?« spurði Claude. »Að hjálpa mér með matinn minn, ég get ekki lokið við hann«. Gremjan í augum Claude hvarf fyrir tárum, sem komu fram í augu hans. Hann tók hnífinn, skipti matnum í tvo hluti og borðaði síðan sinn helming. »Hafðu nú þökk fyrir«, sagði pilturinn, þegar þeir höfðu lokið við að borða. »Við skulum skipta matnum miili okkar upp frá þessu«. »Hvað heitirðu?* spurði Claude. »Ég heiti Albin«. »Og fyrir hvað ertu settur inn?« »Ég stal«. »Það gerði ég líka«, sagði Claude. Þeir mötuðust saman upp frá þessu og urðu brátt mjög miklir vinir. Saman að sjá litu þeir út eins og feðgar. Því þótt Claude hefði aðeins sex um þrítugt, þá leit hann út eins og maður um fimmtugt. En Albin var tvítugur, en leit út fyrir að vera seytján ára, því bernsku- sakleysið var ekki horfið úr augum hans, þótt þjófur væri. Þeir voru hvor öðrum allt í öllu, unnu saman, sváfu í sama klefa, gengu saman í garðinum og borðuðu báðir af sama hleif. Verkstjóranum hefur verið lýst að framan. Hann var mjög óvin- sæll hjá föngunum, og oft varð hann að leita hjálpar hjá Claude, til að stilla til friðar, þegar mikill rosti var í föngunum. Fáein orð rrá honum lægðu betur rostann í þeim en gert hefðu tíu lögregluþjónar.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.