Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 36

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 36
(Framh.) Pelliter litaðist um. Hvernig stóð á ljósa hárinu? En hvað var þetta? Hann stökk til Kazans. Veiklaðar taugar hans herptust saman við að heyra eitthvað og verða var hreyfingar í dimmasta horni kof- ans. Pelliter gekk fram með ljóskerið í hendinni. Þarna var annar teppa-hlaði, og þegar hann aðgætti betur, sá hann að hann hreyfðist. Hann kraup á kné og dró teppin frá, og hjarta hans hætti næstum að slá við sjón þá, er hann sá. Það var fölt barnsandlit með Ijósgult hár. Stór augu störðu hrædd á hann, og þar sem hann lá á hnján- um frammi fyrir þessari opinber- un án þess að geta hreyft sig eða talað, þá lokuðust augun aftur, en litli munnurinn rak upp hið sára vein, er Kazan hafði heyrt þegar hann nálgaðist snjóhúsið. Pelliter þreif barnið í arma sína. „Það er stúlka — lítil stúlkal" hrópaði hann til Kazans. „Fljótur, lagsmaður — út með þig!“ Hann lagði barnið frá sér og hljóp út til Kazans. Hann virtist allt i einu hafa fengið tveggja manna afl, er hann sópaði teppun- um af sleðanum og hvolfdi úr pokanum i snjóinn. „Hún hefur sent okkur hingað, lagsmaður", sagði hann og tók andköf. „Hvar er mjólkin?" — Eftir tíu sekúndur var hann aftur kominn inn í kofann með flösku af niðursoðinni mjólk, pott og suðuáhald. Hann var skjálf- hentur, er hann opnaði flöskuna. „Erlu svöng, litla vina?“ sagði hann og hellti mjólkinni í pottinn. Hann hélt pottinum yfir loganum og horfði á litla, föla andlitið. Hann dýfði fingrinum niður i mjólkina til þess að athuga hvort hún væri nógu heit. „Bolla, Kazan! Hvers vegna tókum við ekki bolla með okkur?“ Hann þaut út úr kofanum og kom aftur með tinbikar. Svo þreif hann barnið í fang sér og neyddi fyrstu mjólkurdropunuin milli bleikra varanna. Þá opnaði hún allt í einu augun. Litli líkaminn virtist fá nýtt lif, og hún slokaði í sig mjólkina og hélt dauðahaldi með litlu hend- inni um einn fingur hans. Hann var frá sér numinn af ánægju. Síðan vafði hann hana inn i þykka, heita teppið sitt. Augu hennar hvíldu á honum stór og undrandi, en hræðslan var horfin úr þeim. „Guð blessi þig“, tautaði hann.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.