Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 35
PERLUR
151
*
»Ég er reiðubúinn*, sagði Claude. »Ég svaf vært í nótt, og ég
mun sofa enn værara næstu nótt«.
Presturinn kom og þar næst böðullinn. Claude heilsaði prestin-
um með lotningu, og tók vingjarnlega á móti böðlinum.
Meðan hár hans var klippt, voru böðullinn og menn hans að tala
um kóleruna, sem geysaði í Troyes.
»Ég þarf ekki að kvíða kólerunni«, sagði Claude brosandi.
Hann hlustaði á prestinn með mikilli athygli. Hann sagðist iðr-
ast þess, að hafa ekki aflað sér þekkingar á kristindómsfræðum.
Honum höfðu verið fengin litlu skærin eftir beiðni hans. Onnur
álman var brotin. Hún sat föst í brjósti hans. Hann bað fangavörð
að fá Albin það, sem eftir var af skærunum.
Hann bað þá, sem bundu hendur hans, að leggja fimm franka
peninginn, sem nunnan gaf honum, og nú var aleiga hans, í hægri
hönd sína. — Hann gekk út úr fangelsinu klukkan þrjú kortér í 8.
Hann var fölur í bragði, en gekk með ákveðnum skrefum og horfði
stöðugt á krossinn, sem presturinn bar fyrir honum.
Markaðsdagur hafði verið ákveðinn til aftökunnar, svo að sem
flestir gætu verið viðstaddir.
Claude gekk rólegur upp á höggpallinn. Hann gerði prestinum
bendingu, að taka fimm frankana úr hendi sér, þegar aðstoðarmaður
böðulsins fór að binda hann niður á höggstokkinn, og sagði:
»Til fátækra*.
Klukkan sló í sama bili tímaslagið og hljómurinn af því tók yfir
orð hans. Presturinn hváði eftir orðum hans. Claude beið bils tveggja
slaga og tók þá upp aftur blíðlega:
»Til fátækra*.
Um leið og klukkan sló áttunda slagið, tók höfuðið af bol þessa
greinda og göfga manns.