Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 26

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 26
fVRIR mörgum árum átti heima í Parísarborg maður að nafni Claude Gueux. Hann var fátækur daglaunamaður og bjó með stúlku sinni og barni þeirra. Ég segi sögu þessa eins og hún gerðist og læt lesendurna sjálfráða um, að finna merg málsins í henni. Claude var verkmaður góður, ötull og lagvirkur. En hann var fremur illa að sér, þó að hann væri vel af guði gefinn. Hann kunni hvorki að lesa né skrifa. Það var einn vetur, að hann varð atvinnulaus. Heimili hans varð bjargarlaust. Þá stal hann. Það skiptir minnstu hverju hann stal, eða hvernig hann fór að því. Aðalatriðið var, að hlýtt varð hjá honum í þrjá daga á eftir og björg handa konu og barni. En afleiðingin varð fimm ára fangelsisvist fyrir hann sjálfan. Hann var fluttur til Clairvaux. Þar var fyrrum munkaklaustur, en var nú fangelsi, og þar sem áður voru munkaklefar, eru nú glæpa- mannakompur, og altarið helga er nú notað sem gapastokkur. Þetta telja sumir menn framfarir. En hverfum nú aftur að sögunni. Þegar Claude kom í fangelsið, var hann settur í myrkraklefa. Þar dvaldi hann á næturnar, en á daginn vann hann í einni af verk- stofum fangelsisins. Hann var mjög alvörugefinn og dagfarsprúður í fangelsinu. Hann hafði hátt og breitt enni og voru talsverðar hrukkur komnar í það, þó ungur væri. Hárið var þykkt og svart, og farið að hærast. Augun voru góðleg og stundum blíðleg eins og í barni. Brúnirnar vel hvelfdar, og hakan stór, og dálítill þóttasvipur um munn- inn. Skemmst frá að segja, það sópaði mikið að manninum. Þið fáið nú að heyra, hvað þjóðfélagið gerði við hann. í fangelsi þessu var verkstjóri, eða einskonar umsjónarmaður á vinnustofunum. Hann var mjög strangur og harðleikinn við fangana,

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.