Perlur - 01.09.1931, Qupperneq 23

Perlur - 01.09.1931, Qupperneq 23
PERLUR 139 * innar. Og vaxtarkraftur hefur verið í nýlendufólkinu hér í Eyjum, þvi hér var fyrir skömmu þriðja hvert mannsbarn undir 10 ára aldri. Það sýnir viðkomuna, enda hefur fólksfjöldinn hér allt að því sjöfaldazt á siðasta mannsaldri. Vestmannaeyjar hafa verið sérstakt sýslufélag um margar aldir, en alla leið fram á 18. öld voru sýslumannslaunin einir 10 ríkisdalir, enda voru Eyjarnar langminnsta sýslan á landinu, — aðeins 1 hreppur. Meðal embættisverka hreppstjórans var það að skipta fugli þeim, sem veiddist í úteyjum, milli jarðabændanna, en jarðirnar eru alls 48, þótt ábúendur séu heldur færri. Prestsetrið, Ofanleiti, er sem sé 4 jarðir. Hver jörð hafði sinn túnskækil, fuglatekju í einhverri eyjunni, beit fyrir 12—15 kindur i úteyjum og á heimalandinu, sem var óskipt, beit fyrir 12 kindur, 1 kú og 1 hest. Fleiri hross mátti ekki hafa og var þeim, sem umfram urðu, hrint niður í djúpa brimgjá undir Blátindi og heitir hún því Kaplagjóta. Auk jarðanna voru 20—30 þurrabúðir. Landið er allt, að undantekinni lóð gömlu einokunarverzlunarinnar, eign ríkissjóðs. Skál- holtsstóll hafði keypt það um 1140 og það siðan komizt í konungs eigu. Um aldamótin síðustu byrjaði einstaka bóndi að færa út tún sitt og var það heldur illa séð af hinum bændunum, sem þótti hið sameiginlega beitiland skerðast við það um of, en þurrabúðarmenn voru útilokaðir frá allri landrækt annari en þeirri, að þeim var leyft að hafa kálgarð. Síð- an var tekið að mæla öðrum en jarðabændum út land til ræktunar, en ekki urðu mikil brögð að þvi fyr en eftir 1927. Þá var landið allt mælt upp og því skipt. Jarðirnar flestar fengu 7 ha land útmælt á Heimaey og af afganginum fengu þeir aðrir, er þess óskuðu, 1—2 ha bletti til rækt- unar. Síðan hefur túnræktin aukizt stórkostlega, enda var heyfengur- inn nú í sumar á 8. þúsund hestar. Samt sem áður verður að kaupa tals- vert hey ofan af landi, því nautgripir eru hér yfir hálft þriðja hundrað, en sauðfé þarf ekki að fóðra, því það gengur sjálfala sumar og vetur í úteyjum. Nú hefur bæjarstjórnin hugsað sér að fá útmælt allstór landsvæði handa bæjarfélaginu og byrja þar ræktun í atvinnubótaskyni. Með sama áframhaldi má því biiast við, að eftir nokkur ár verði mestallt láglendið á Heimaey ræktað. Verður þá Eyjan blómleg í sumarskrúðanum, þvi fjöllin eru, eins og áður hefur verið fram tekið, öll græn og grasivaxin, að undanteknu Helgafelli, sem gnæfir upp úr miðri Heimaey bak við bæ- inn. Það er strýtumyndað eldfjall úr rauðbrúnu brunagrjóti, með grasi vöxnum gíg í miðju og minnir á þær myndir, er maður hefur séð af Vesúviusi eða Etnu, þótt i smærri stil sé. Hæsta fjallið á Heimaey er Heimaklettur, sem girtur er þver- hnýptum klettabeltum að neðan, en hið efra er bunguvaxinn og grasi- gróinn kollur. Út úr honum gengur til austurs óreglulegur klettarani, með mörgum strýtum og stöllum, en einnig vafinn i gróðri. Það er Mið- klettur og Yztiklettur. Að vestanverðu er Heimaklettur tengdur megin- landinu með hinu lága og mjóa Eiði. Við vestari enda þess er umfangs- mesta fjalllendið á eynni. Nyrzti hluti þess heitir Klif og myndar upp

x

Perlur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.