Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 27
PERLUR
143
~k
og fór sfundum lengra en löglegt var. Hann var einþykkur í lund, og
tók ekki fortölum neins manns. Eflaust var hann góður eiginmaður
og faðir, en slíkt er nú fremur skylda en dyggð. Hann var einn af
þeim mönnum, sem eru geðstirðir og samúðarlausir, og sem verða
ekki snortnir af neinum hugsjónum. Astríðan er freðin, hatrið mátt-
laust og geðsmunirnir funalausir. — Það, sem einkenndi hann mest,
var þrályndi. Hann þóttist af því, og líkti sér við Napóleon. — Það
er rangt, sem margur hyggur, að þrái sé sama og að vilja. Það er
álíka fjarskylt og kertaljós kvöldstjörnunni. — Ef verkstjóri tók eift-
hvað í sig, sama hvað fráleitt það var, þá var ekki fyrir nokkurn
mann að fá hann ofan af því. — Þannig var hann, þessi umsjónar-
maður í Clairvaux-fangelsinu. Með slíkum stálhamri ætlar þjóðfélagið
að kveikja neistann til betra Iífernis hjá föngum sínum.
Það var dag nokkurn, að verkstjóri sá, að Claude var fremur
dapur í bragði. Hann var að hugsa um stúlkuna sína, sem hann unni
hugástum. Verkstjóri brá þá á glenz við hann, honum væri ekki til
neins að vera hugsa um hana framar.
»Mér er sagt, að hún hafi leitazf við að fá vinnu, en þegar
það ekki heppnaðist, þá notaði hún sér það, að hún er dálagleg. Og
nú á hún sér marga kunningja*.
Claude skipti litum og fölnaði.
»En hvað er um barnið mitt?« spurði hann svo rólega.
»Enginn veit hvað um það er orðið«, svaraði verkstjórinn, eins
og ekkert væri.
Claude virtist venjast fljótt við fangelsisvistina. Hann yrti sjaldan
á nokkurn mann og barst lítið á. Hann var nærgætinn að upplagi og
alúðlegur við alla. Félagar hans báru vandkvæði sín upp fyrir honum.
Þeir vissu í rauninni ekki af hverju þeir gerðu það. Þeir fóru eftir
tillögum hans, dáðust að honum og reyndu að líkjast honum. Sýnir
það bezt, hve mikið var í manninn spunnið, að hann skyldi geta gert
alla þessa óstýrilátu ribbalda auðsveipa sér. Vitaskuld hlaut hann hatur
og öfund fangavarðanna. Það eru eftirköstin, sem bíða þeirra, sem fá
meðhald og hylli félaga sinna í fangelsi.
Claude var matmaður mikill og þurfti mikið að borða. Honum
nægði það varla einn dag, sem öðrum hefði enzt í tvo. Herra de Cota-
dilla var svipaður matmaður og var vanur að skopast að því. Honum
var það hægt, þar sem hann var stórhertogi og átti nóg fé, og var
ekki nema dægradvöl fyrir hann að fylla svanginn. En öðru máli er
að gegna með verkamanninn. Honum er það erfitt verk, og fanganum
er það oft ofvaxið, því hann getur ekki við það ráðið. Claude þræl-