Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 31

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 31
PERLUR 147 ★ »Hver lánar mér öxi?< sagSi hann. »Til hvers viltu öxi?« »Ég ætla að drepa verkstjórann*, svaraði Claude. Honum buðust margar axir. Hann tók þá minnstu. Hún var flugbeitt. Hann faldi hana inn á sér og fór út. Hann bað þá ekki að þegja yfir þessu. Það var ekki mikil hætta á því, að þeir segðu til hans. Þeir ræddu jafnvel ekki um það sín á milli. Það var svo undar- legt, en þó svo blátt áfram. Claude kom að unglingspilti stundu síðar. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi. Claude ráðlagði honum að læra að lesa. Það, sem eftir var dagsins, leið eins og venja var til. Klukkan sjö um kvöldið voru fangarnir læstir inni, hver á sinni vinnustofu. Með Claude voru læstir inni áttatíu og einn fangi. Óðar og fanga- verðirnir voru burt farnir, steig Claude upp á bekk sinn og kunn- gerði föngunum, að hann hefði vandamál upp fyrir þeim að bera. Þá setti hljóða. En hann hóf aftur máls: »Þið vitið allir, að Albin var mér í sonar stað. Ég fæ ekki nóg að eta. Þó ég kaupi fyrir þetta litla, sem ég vinn mér inn, þá nægir það mér ekki. Ég er alltaf svangur. Albin gaf mér af sínum mat. Ég var honum í fyrstu þakklátur, af því að hann gaf mér að eta. Síðar varð mér vel við hann, af því honum var vel við mig. Herra D. stí- aði okkur í sundur. Sambúð okkar gerði honum ekkert til. En hann er vondur maður og þykir gaman að kvelja aðra. Ég bað hann að lofa mér að fá Albin aftur. Þið vitið allir að hann neitaði því. Ég gaf honum frest til 4. nóvember. Hann lét snara mér í svartholið. Þar dæmdi ég hann og dæmdi hann til dauða. í dag er 4. nóvember. Innan tveggja stunda mun hann ganga hér um, og ég kunngeri ykkur það öllum, að þá ætla ég að drepa hann. Hafið þið nokkuð við því að segja?« Enginn gaf neitt svar. Þá hélt Claude áfram. Hann virðist hafa talað af mikilli mælsku. Hann sagði, að hann vissi að vísu, að hann ætlaði að fremja ofbeldisverk, en hann héldi samt, að það væri ekki rangt gert af sér. Hann sagði, að hann gæti ekki tekið líf verkstjóra, nema með því móti, að láta sjálfur lífið. En hann væri reiðubúinn að láta það fyrir réttan málstað. Einn fanganna lagði það til, að hann skyldi biðja verkstjóra ennþá einu sinni um Albin, og gefa honum með því móti kost á að leysa hendur sínar. »Það er rétt. Ég skal gera það«, sagði Claude. Fangelsisklukkan sló átta.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.