Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 33

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 33
PERLUR 149 ★ dofa á hann taka fram öxina. Hann reiddi hana og hjó henni f höfuð verkstjóra, áður en hann fengi komið upp nokkru hljóði. Þrjú högg í sama farið, þar til í heila stóð. Verkstjóri féll, er fjórða höggið reið af. Það var eins og Claude gengi berserksgang. Hann fletti sundur hægra lærinu með fimmta högginu. Það var þarflaus áverki, því verk- stjóri var dauður. Því næst kastaði Claude frá sér öxinni og sagði: »Og nú er hinnc. Hann tók litlu skærin úr vasa sínum og lagði þeim í brjóstið á sér hvað eftir annað, áður en nokkur félaga hans gæti aftrað honum. En kjálkarnir voru stuttir, en hann síðuþykkur. Hann æpti hástöfum grátandi: »Get ég ekki hitt hjartaræfilinn í mér?c Hann hneig að lokum niður, lagandi í blóði sínu. Claude Iézt að vísu ekki í þetta sinn. Hann ætlaði af einhverj- um ástarhégiljum að drepa sig með litlu skærunum, en þau dugðu ekki til þess. Þegar hann raknaði við, var hann kominn í rúm, vafinn um- búðum og bjástrað við hann á alla lund. Hjúkrunarnunna stóð við fótagaflinn og lögregludómari laut niður að honum og spurði af mestu alúð, hvernig honum liði. Þvf næst spurði hann Claude, hvort hann hefði drepið verkstjórann. »Já<, svaraði Claude. »Hvers vegna drapstu hann?< spurði hinn. »Af því að —«, svaraði Claude. Sár hans voru ekki hættuleg í fyrstu, en síðar hljóp drep í þau. Hann fékk mikla hitasótt og var mjög þungt haldinn. Honum var hjúkrað og hellt í hann meðulum allan nóvembermánuð, desember, janúar og febrúar. Hann var umsetinn af læknum og málaflutnings- mönnum. Læknarnir lögðu sig fram til að koma honum aftur til heilsu, hinir kepptust um að hjúkra honum, til að geta tekið lífið af honum á höggstokknum. Hann var orðinn albata 16. marz og mætti þá fyrir sakamála- réttinum í Troyes. Dómsalurinn var fylltur með byssustingjaliði. Ekki mundi af veita, til að halda þeim fantalýð í skefjum, sem riðinn var við þetta mál. Þegar málið var tekið fyrir, komu óvenjuleg vandræði fyrir. Enginn, sem verið hafði á vinnustofunni 4. nóvember, vildi bera vitni. Dómarinn hótaði þeim hörðu. En ekkert dugði. Þá sagði Claude þeim, að segja það, sem þeir vissu. Þá skýrðu þeir frá því, sem þeir höfðu séð. Claude hlýddi á með mestu athygli og bætti við, ef ein- hver ætlaði að sleppa einhverju af velvild til hans. Albin var kallaður fram. Hann var óstöðugur á fótunum, þegar

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.