Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 18

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 18
134 PERLUR * Klettar vifl Eifliö. Ljósm. K. Ó. Ð. háveginn og gefur honum hátíðlegan svip, enda er hann stundum nefndur prófastur. Hann er hellisbiii, sem grefur sér löng göng inn undir gras- svörðinn og verpir þar. Sú ómannúðlega veiðiaðferð, að krækja unga fuglinn, —- kofuna eða pysjuna, — út úr holunum með gogg, tíðkast ekki nú orðið í Vestmannaeyjum, þar er aðeins veiddur fullorðni fuglinn og þá í háf. Veiðimennirnir liggja við i úteyjum „til lunda“ 12. til 16. viku sumars. Lundatekjan hefur verið stunduð frá öndverðu, eins og sjá má á þessari vísu í Sturiungu: Loftur er i Eyjum og bítur lundabein. Þá er fýllinn, mesta sælgæti allra sannra Vestmannaeyinga, sem eta hann með hálfs þumlungs þykkri fitupöru, — fyllunni — og þykir ekkert til hans koma öðru vísi. Flestum aðkomumönnum býður við honum, eink- um við fyllunni. Hann býr oft utan í klettum og verður þá að siga eftir honum i vað. Það er ekki á annara færi en fullhuga fjallamanna að stunda þann veiðiskap, en margir Eyjaskeggjar eru sannir iþróttamenn i því að klifra i fjöll og síga í björg. Fýlatíminn er frá því 1614 viku af sumri til 19 vikur af, og er aðeins ungi fuglinn ófleygi tekinn. Hann er ýmist rotaður með kylfu (,,fýlakepp“) eða heilabúið er molað með því að bíta ofan í hausinn á honum. Af öðrum nytjafugli má nefna svartfugl og súlu, en af henni eru sóttir heilir bátsfarmar vestur i Eldey á sumrum. Meðan ungu fjallamennirnir eru heima milli lundatímans og fýla- timans, eða snemma í ágúst, er haldin árlega, síðan 1874, þjóðhátíð Vest- mannaeyja i Herjólfsdal, einhverjum fegursta staðnum á Eyjunni. Dalur- inn, sem kenndur er við hinn fyrsta landnámsmann Eyjanna, er víður en stuttur, opinn á móti suðri, með himingnæfandi fjöll á tvær hliðar og bratta, græna brekku á þá þriðju, upp frá dalbotninum. Á grundinni

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.