Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 32

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 32
148 PERLUR * Jafnskjólt og þessu kynlega réttarhaldi var Iokið og fangarnir eins og staðfest dóminn, sem Claude hafði kveðið upp, varð hann aftur rólegur. Hann tók fram fataræflana sína. Hann kallaði á þá, sem honum var bezt við og skipti fötunum milli þeirra. Skærunum einum hélt hann eftir. Hann kvaddi því næst hvern mann með handa- bandi. Margir grétu. Hann brosti við. — Hann tók eftir unglingspilti, sem starði á hann. Pilturinn var fölur í framan og titraði af ótta við að hugsa til þess, sem hann ætti að verða sjónarvottur að. »Vertu ósmeikur, piltur minn«, sagði Claude, »það gengur fljótt fyrir sig«. — Síðan sagði hann föngunum að fara til vinnu sinnar. Þeir hlýddu honum orðalaust. »Nú eru fimmtán mínútur eftir«, sagði Claude og gekk hægt yfir gólfið og hallaði sér fram á bekk, sem stóð bak við hurðina að dyrunum, sem verkstjórinn var vanur að koma inn um. Klukkan sló níu. — Dyrnar opnuðust og verkstjóri kom inn, einn eins og hann var vanur. Hann sá ekki Claude og gekk á milli bekkjanna, án þess að veita því athygli, að allir mændu á eftir hon- um óttaslegnum augum. — Allt í einu hnykkti honum við. Hann heyrði fótatak á eftir sér og snéri sér snögglega við. Það var Claude, sem hafði gengið á eftir honum, án þess að hann yrði þess var. »Hvað vantar þig?« spurði hann hörkulega. »Snautaðu á þinn stað«. Það var eins og hann væri að tala við hund en ekki mann. »Mig langar að tala við yður, herra verkstjóri*, sagði Claude. »Um hvað var það?« »Það var um hann Albin*. »Nú, einmitt það. Sólarhringarnir þrír hafa ekki nægt þér«. »Herra verkstjóri, lofið mér að fá Albin aftur«, sagði Claude í bænarróm. »Ég grátbæni yður að gera það. Þá skal ég vinna vel. Þér eruð frjáls maður. Yður gerir það ekkert. Þér eigið nóga vini, en ég á ekki nema Albin einan. Hann gaf mér mat með sér. Nú svelt ég. Verið miskunnsamur, herra. í guðsbænum lofið þér mér að fá hann. Ég verð hungurmorða«. »Eg geri það ekki. Eg er búinn að segja þér það. Snautaðu nú burtu«. — Verkstjórinn greikkaði nú sporið, en Claude fylgdi á eftir. Þeir höfðu færst nær útganginum. Fangarnir — áttatíu og einn — horfðu á og stóðu á öndinni af ótta. »Segið þér mér að minnsta kosti, áf hverju þér viljið ekki leyfa okkur að vera saman?« spurði Claude. >Ég er búinn að segja þér það. Af því að —«. Claude færði sig frá við svar verkstjóra. Fangarnir horfðu agn-

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.