Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 38

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 38
154 PERLTJR Sorg Billys og örvænting hafði aukizt með degi hverjum. Hann reyndi að uppræta Isobel úr huga sínum, en honum tókst það ekki. Frá Eskimóaþorpinu hafði hann sent langa skýrslu til Churchill, og i þessari skýrslu hafði liann sagt ósatt. Hann hafði skrifað, að Scottie Deane hefði dáið af af- leiðingum byltunnar, og hann hafði ekki iðrast þess eitt augnablik. Hundarnir hröðuðu ferðinni er heimkynnið nálgaðist. Loks eygði Billy kofann. Hann þurkaði af sér svitann og kastaði mæðinni. Þykk- an reykjarmökk lagði upp úr strompi kofans! Billy flýtti sér heim að kofanum, smeygði af sér þrúgunum og lagði hendina á húninn til þess að opna hurðina. En hönd hans seig máttlaus niður aftur. Brosið dó á vörum hans. Undrun og skelfing lýsti sér á andlili hans, er hann lagði eyrað að hurðinni og hlustaði. Hann hafði komið of seint -— máske einum degi, máske tveimur. Pelliter var orðinn vitskertur. Billy heyrði hann tala og hlæja þarna inni, og nú fór hann að syngja. Skyndi- lega hætti söngurinn, og nú heyrði Billy annað hljóð. Hann æpti upp yfir sig, reif upp hurðina og reik- aði inn. „Guð komi til — Pelly — Pelly!“ Pelliter lá á gólfinu á fjórum fót- um. En það var ekki hið glaðlega, undrandi andlit hans, sem Billy sá fyrst, lieldur litli engillinn með gullnu lokkana, sem sat á gólfinu við hlið hans. Billy hafði ferðast bæði dag og nótt, og hélt í fyrstu, að hann væri farinn að sjá ofsjón- ir. Pelliter stökk á fætur, greip báðar hendur hans og hló og grét í einu. Hann leit hvorki út fyrir að vera brjálaður né hafa hitasótt. „Guð blessi þig, Billy! Hvað ég ★ er feginn að þú ert kominn aftur. Við höfum þráð þig mikið, og fyr- ir nokkrum mínútum vorum við að gá að þér út um gluggann. Og ég, sem bjóst við dauða mínum fyrir viku, — mér fannst ég vera aleinn í öllum heiminum, — en sjáðu, Billy! Sjáðu — ég hef eign- azt dóttur!“ Pelliter sagði honum í fáum orðum frá heimsókn Blakes, bar- daganum og hinu erfiða ferðalagi, er hann fékk ríkulega launað með fundi Sóleyjar litlu. „Ég hefði dáið án hennar, Billy“, sagði hann að endingu. „En ég veit ekki hver hún er eða hvaðan hún er komin. Það var ekkert í kofanum eða vösum Blakes, sem benti á það. Ég gróf hann hér úti — undir snjónum — svo að þú gætir rannsakað hann þegar þú kæmir“. Hann tók við bréfunum, sem Billy dró upp úr vasa sínum. Með- an hann var að lesa þau, sat Billy með Sóley litlu á hné sér. Hún hló framan i hann og klappaði veð- urbörðu andliti hans með litlu, mjúku og heitu lófunum sínum. Billy stóð hægt á fætur og rétti Sóleyju litlu að Pelliter. „Pelly, hefur þú nokkurn tíma ... skoðað augu ... fast hjá þér?“ spurði hann, „blá augu?“ Pelliter horfði undrandi á hann. „Jeanne mín er bláeygð“. „Og hafa þau litinn, brúnan blett i miðju?“ „Ne-ei“. „Þau eru bara blá, er það ekki, einungis blá?“ „Já“. „Ég hugsa, að fæst blá augu séu með litlum, brúnum bletti, held- urðu það ekki líka?“ „Hvað í ósköpunum áttu við?“ hrópaði Pelliter. Framh.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.