Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 8
124
PERLUR
★
yfir þeim. Eitt sinn, þegar hún leit í þau, þokaðist alvörugefnin burt
og þau ljómuðu af takmarkalausum fögnuði og einhverju, sem var
öðruvísi en allt, sem hún þekkti áður. Hún var 17 ára. Þann vetur
var létt að slá vefinn. Hann hló ekki að því sama og hinir vinnu-
mennirnir. I frístundum sínum spilaði hann á fiðlu. En mamma hennar
sagði, að það væri auðnuleysislegt þetta fíólínsspil. Það var ekkert við því
að segja. En hún mundi alltaf, hvar hún faldi sig daginn, sem hann fór.
Hún var óttalegur klaufi, þegar hún var lítil. Hún var alls staðar
fyrir og henni var svo hætt við að missa og brjóta það, sem nún
hafði hönd á. Eins og' hún var hrædd við að brjóta. Geigurinn. sem
henni stóð af stóru postulínsskálinni, var víst ekkert smáræði, því hann
fylgdi henni enn. Reyndar var þessi ættargripur aldrei tekinn fram,
alltaf vandlega lokaður inni í skáp, en þó var hún þess fullviss, að
hún yrði á einhvern óskiljanlegan hátt til þess að brjóta hana. Og
mamma hennar þá. Það er vont að vera hræddur við hana mömmu sína.
Einn dag, hún var þá um tvítugt, kom mamma hennar til henn-
ar, þýðari og fasminni en að venju. Drjúgt bros lá í augnakrókunum.
Ríkur ekkjumaður hafði beðið hana um dótturina.
Ungri stúlku getur verið undursamlegur styrkur að bónorði,
einkum ef hún er lítilsigld og óframfærin. Hún varð djarfari og hug-
rakkari en áður. Hún fann sjálf, að hreyfingar hennar breyttust. Gráa,
horaða andlitið litkaðist við þá tilhugsun, að eiga að ríkja og ráða á
stóru, forríku heimili. Aðeins segja fyrir eins og mamma hennar og
sjá það framkvæmt. Allt yrði hennar. Línið í skápunum, glitofnar voðir
og saumaðar sessur. í þeirri stöðu væri auðvelt að láta til sín taka.
Eitthvað annað en þar heima. Stöku sinnum lagði hún þessa glæsi-
legu valdadrauma á hilluna, og hugsanir hennar beindust að einkalífi
þeirra, í forvitni og eftirvænting. En hún flýíti sér að grípa fram í
fyrir þeim. Hún fann, að þær voru óviðeigandi, of óróar og barna-
legar. Hann stóð á fimmtugu.
Veizlan var mannmörg og hræðilega löng. Þar sá hún fyrst
stjúpsyni sína, þrjá uppkomna menn, dökka yfirlitum og ónotalega
kraftalega. Þeir vöruðust að líta á hana, en gerðu sér far um að tala
við þá, sem næst henni sátu. Konurnar mældu hana frá hvirfii til ilja,
og hún var ekki viss um, hvað lá í augnaráðinu, þegar þær litu af
henni. Henni leið samt ekki svo illa. Þegar hún virti fyrir sér brúð-
gumann, þá fann hún, að hún var sjálf ung og fín. Og hún sótti í sig
veðrið með því að horfa á hina traustlegu húsmuni og glampandi
borðbúnaðinn. Til alls átti hún fyrsta rétt.
Að lokum varð hún ein. Með feimniskenndri vellíðan opnaði