Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 20

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 20
136 Frá höfninni. ViÖ Austurströndina. PERLUR staS þeirra gömlu, sem voru sannkallaðir marnidrápsbollar og miklu hættulegri til sjósókn- ar en opnu róðrarskipin, sem áður voru notuð. Hér varð eig- inlega að byggja allt upp af nýju og það kostaði of fjár. Eyjarnar voru eins og matlyst- ugur unglingur í hröðum vexti, sem lagði allt fóðrið sitt i auk- inn beinvöxt og stælta vöðva, en lítið í fitu, sem hægt var að grípa til til viðhalds líkaman- um, þegar fólkið minnkaði. Og fóðrið hefur minnkað. Síðasta áratuginn hafa komið afaróhag- stæð ár fyrir útgerðina, eins og 1921, 1923, 1926 og einkum og sér í lagi 1930, en ekki nema tvö veltiár, sem sé 1924 og 1928. Útgerðin í Vestmanna- eyjum er dýr, því bátar og vél- ar slitna fljótt og oft týnast veiðarfæri i brimrótinu á vetr- um. En dýrustu gjöldin eru þó mannslífin. Eyjaskeggjar heyja baráttu sína fyrir tilverunni á sjónum og hún er oft háð upp á líf og dauða. 1 þeirri baráttu hafa mörg hreystiverk verið unnin, en oft var enginn eftir til frásagna. í austanroki, iðu hríð og nótt var oft og tíðum lokað flestum sundum. Frá 1. jan 1908 til 31. júlí 1930 hafa farizt héðan úr Eyjum 28 vélbátar og 120 manns. Að með- altali hefur því farizt meira en einn bátur árlega, og oftast með allri áhöfn. Oft kemur það einnig fyrir, að menn hrjóta út- byrðis, en með snarræði tekst stundum að bjarga þeim, eink- um ef þeir eru syndir og geta haldið sér uppi. Þessvegna hef- ur sund verið gert að skyldu- Ljósm. K. Ó. B. Ljósm. Loftur.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.