Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 30

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 30
116 PERLUR * Verkstjórinn lét ávallt sem hann heyrði það ekki. Það var rangt gert af verkstjóra að yppta öxlum við þessu, því Claude var sýnilega alvara og búinn að ákveða með sjálfum sér, hvað hann_skyldi gera. Það var eitt sinn, er verkstjóri gekk hjá, að Claude sagði: >Heyrið þér, herra verkstjóri. Látið mig fá aftur félaga minn. Það verður bezt fyrir yður. Því ekki veldur sá, er varir*. Um kvöldið endurtók hann bæn sína. »Það er ekki hægt«, svaraði verkstjórinn. »Þér verðið að gera það«, sagði Claude einarðlega og hvessti á hann augun. »í dag er 25. október. Eg gef yður frest til 4. nóvember*. Næsta dag voru fangarnir að leik á dálitlum sólskinsbletti, sem lagði inn í fangelsisgarðinn. Þá gekk einn fanganna til Claude, þar sem hann sat einn sér og var djúpt hugsandi. »Heyrðu mig, Claude*, sagði hann, »hvað gengur að þér?« »Eg er hræddur um að verkstjóra okkar hendi slys«,svaraðiClaude. Þá níu daga, sem eru á milli 25. október og 4. nóvember, svalt Claude, og Iét engan dag líða svo, að hann ekki bæði um Albin aftur. Verkstjórinn lét setja hann í svartholið í þrjá sólarhringa. Það hafði hann upp úr kvabbinu. Fjórði nóvember kom. Claude var skapléttara og rórra en hann hafði átt vanda til, síðan þeim Albin hafði verið stíað sundur. Hann reis upp af hálmfleti sínu, tók fram gamlan kassa, sem aleiga hans var í, lítil skæri og gamalt bindi af Emilé. Það var það eina, sem hann átti til minja um stúlkuna sína, barnsmóður og samvistirnar sælu. Hvorttveggja voru honum alveg gagnslausir munir, því hann kunni hvorki að sauma né lesa. Hann gekk fram hjá Ferrorí, sem dæmdur var í æfilangt fang- elsi, þar sem hann stóð og glápti á járngrindurnar fyrir glugganum. Claude benti á grindurnar með skærunum og sagði: »Sjáðu! í kvöld klippi ég sundur þessar grindur með litlu skærunum mínum*. Þann morgun vann hann af meira kappi en hann var vanur. Hann vildi ljúka við stráhatt, sem einn heiðvirður borgari hafði borg- að fyrirfram. Þegar komið var fram undir hádegi, þóttist hann eiga erindi til trésmiðanna og skauzt þangað. »Komdu sæll, Claude«, kölluðu smiðirnir til hans glaðlega. Hann kom sjaldan til þeirra, en var þó í miklum metum hjá þeim. Þeir hópuðust utan um hann. Claude skimaði í allar áttir. Fangaverðir voru engir við.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.