Perlur - 01.09.1931, Qupperneq 10

Perlur - 01.09.1931, Qupperneq 10
120 PERLUR ★ reyndar ekkert á það að minnast, nú virtist dóttirin hamingjusöm. Henni leizt líka vel á tengdasoninn. Hann var stór og karlmannlegur. Þó þótti henni vænt um hann eins og eitthvað, sem var lítið og munaðarlaust. Frú Jörgensen gamla hafði legið alveg rúmföst í nokkra daga. Stingirnir í bakinu voru nú orðnir að fasta-þrautum og sviminn yfir höfðinu yfirgaf hana aldrei. Hún var ekki í neinum vafa um, að hún ætti ekki langt eftir. Það miðaði hún samt ekki aðallega við heilsuna, heldur við hana dóttur sína, hún sýndi henni svo mikla umhyggju og nærgætni í seinni tíð. Það var að morgunlagi. Frú Jörgensen var ein inni. Hún var nýþvegin og greidd og leið heldur vel eftir hætti. Hún lá þráðbein í rúminu, það þoldi hún bezt, og hendur hennar voru krosslagðar ofan á sænginni. Þannig hafði hún legið lengi grafkyr með hálfluktum aug- um. Allt í einu tók hún sjálf eftir því, hvað hún lá þarna í dauðaleg- um stellingum. Það var rétt eins og dauðinn væri þegar kominn og hún biði einungis þess, að hann setti innsigli sitt á hana. Hroll setti að henni. Hún dró í ofboði að sér fæíurna. Guði sé lof, þeir voru vel heitir. Frú Jörgensen hagræddi sér aftur, eftir því sem veikir kraftar hennar leyfðu, og sefaðist að fullu. Onei, sei sei nei, hún hafði ekki verið miklu lasnari þessa dagana en stundum áður. Sennilega kæmist hún á fætur núna fyr en seinna, en að þessu eina hlaut þó að reka. í hæfilegri fjarlægð var dauðinn ljúfur og yndislegur. Hugur hennar fylltist innileik og bljúgri hrifning. Ferðalagið dásamlega átti hún fyrir höndum. Andi hennar risi upp úr erfiðleikum hversdagslífs- ins, frjáls og óháð gengi hún inn í fögnuðinn og dýrðina. Frú Jör- gensen lék sér að tilhugsuninni eins og barn að nýfengnu gulli. Hún spennti greipar og tók að hafa yfir í hálfum hljóðum stef úr gömlum bænum. Annars fann hún, að hún var óvenju minnislítil núna, en hún fór þá aftur og aftur með það sama. Hún hrökk upp við það, að stúlkan, sem hún fékk, þegar hún lagðist, fór að taka til hjá henni. Frú Jörgensen dæsti í hljóði. Það átti ekki af henni að ganga. Þessi stúlka fyllti hana alltaf óróleik og hræðslu, ekki af því að hún væri vond, nei. Það var ekki það með hana, en hún var svo óttalega dug- leg. Þvílík hamhleypa, þó hún gerði ekki nema að draga til stól. Frú Jörgensen fannst að návist hennar gera sig rýrari og lítilfjörlegri heldur en hún í rauninni var. Það var óheppilegt eins og á stóð. Þreyta og klökk angursemi hvarflaði að frú Jörgensen. Ojá, hún mætti missa sig úr þessum heimi, eins og hún var orðin, ónýt til alls. Henni var al-

x

Perlur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.