Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 9

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 9
PERLUR 125 • * hún hjónahúsið. Hún litaðist um og steig eitt skref. Um leið stað- næmdist hún. Hún vissi ekki, hve lengi hún stóð eins og negld í sömu sporum, en þegar hún rankaði við sér aftur, var allt öryggi hennar og sjálfstraust rokið burt og hún var orðin eins og hún átti að sér, Iítil, kjarklaus og klaufaleg. Vfir hjónarúminu hékk stækkuð mynd af konu. Stór opin augu hennar störðu á hana. Henni sýndist andlitið taka svipbreytingum, fyllast spyrjandi ásökun og hörku. Þetta var hún — fyrri konan. Hún hafði saumað sessurnar og ofið voðirnar. Allt var hennar. Utan um hana hafði heimilið verið byggt. Ungu brúð- inni fannst hún vera að ræna og rupla í annara helgidómi. Niðurlút og sneypt tíndi hún af sér yztu spjarirnar og lagðist fram við stokk. Hún lokaði augunum og gætti þess að hreyfa hvorki legg né lið, því það marraði svo ónotalega í þessu gamla rúmi. Litlu seinna kom maðurinn. Drottinn minn! Þvílík hræðsla og blygðun. Frú Jörgensen rétti sig upp í sætinu og strauk hendinni yfir augun, eins og hún vildi ekki sjá meira. Nei, hún kærði sig ekki um að rekja þetta lengra. Liðið var liðið, guði sé lof. Allt hafði líka gengið stórslysalaust. Reyndar fann hún að húsmóðurnafnið fór henni stundum eins og ofstór flík og það kom aldrei yfir hana, þetía, sem fylgdi henni móður hennar, þegar hún sagði fyrir verkum — höfuð- burðurinn sérkennilegi og myndugleikinn um mjaðmirnar. En hún vandist myndinni yfir hjónarúminu, og stjúpsynirnir lögðu ekki til hennar. Maðurinn hennar, hann Pétur sálugi, var eiginlega aldrei vondur við hana, þó hann væri ofstopi, svo að í rauninni hefði hún ekki þurft að vera eins óskaplega hrædd við hann eins og hún var. Og það mátti hún muna honum lífs og liðnum, að aldrei hélt hann fram hjá, eins og flestir bændur gerðu þar um slóðir. Vfirleitt var sambúðin orðin nokkuð góð, en þá þurfti dauða hans að bera að og það á þennan sviplega hátt. Hann fór að reyna nýja hesta fyrir vagn- inum, en fataðist stjórnin, hestarnir trylltust og vagninum hvolfdi. Hún átti bágt með að sætta sig við það, að dauðinn skyldi einmitt þurfa að koma til hennar svona óvæginn og hryllilegur. — Eignirnar voru seldar og hún fluttist með dótturina til Kaupmannahafjiar. En var ekki eins og stundum fylgdi henni einhver klaufaleg óheppni? Hún lagði alla peningana sína, hvern einasta eyri, inn í Landmandsbankann. Ná- kvæmlega ári síðar hrundi bankinn. Hún sá ekki fjarska mikið eftir peningunum, því hún hafði alltaf haft svo ótrúlega lítið af þeim að segja. Það var ekki svo mikið, að hún kæmist nokkurn tíma upp á það að eiga falleg föt.-----Eftir það leigði hún út af íbúðinni sinni og seldi fæði. Hún hefði unað hag sínum nokkuð vel, ef — það var

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.