Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 46
„Þíi segir, að Tómas gamli hafi
dáið úr gigtveiki".
„Ekki sagði ég það. Hann hafði
reyndar gigt, en það var ekki hún,
sem drap hann. Danðameinið var,
að lœknirinn hafði borið spiritus
á hakið á honum, en Tómasi gamla
þótti sopinn góður og gerði tilraun
til að sleikja spíritusinn af, en
hálsbrotnaði".
*
Skósmiðurinn: „Menn eru að tala
um, hve öllu sé vísdómslega niður-
raðað i heiminum, en hversvegna
voru þá ekki mennirnir skapaðir
með fjóra fætur?“
★
Presturinn (við Borghildi gömlu,
sem hann mætir á götunni): „Það
verður messufall næstu tvo sunnu-
daga, því ég ætla að taka mér
sumarleyfi".
Borghildur: „Þá held ég nú að
fjandinn verði ekki iðjulaus á með-
an, því ekki fær hann sér sumar-
leyfi“.
Presturinn: „Mér finnst nít að
við ættum ekki að taka hann til
eftirbreytni“.
Borghildur: „Já, það er nú satt,
prestur minn. En ástundun og ár-
vekni mættum við öll af honum
læra“.
★
A: „Já, hvað er að tala um kven-
fólkið, aldrei getur jtað þagað yfir
nokkrum hlut“.
B: „Ætli ekki það! Konan mín
var mér ótrú í tíu ár og minntist
aklrei á það einu orði“.
Auglýsing: Söltuð síld er til sölu
hjá N. kaupmanni, sem er alveg
beinlaus.
★
Öldrnð ógift kona: „Það er
hræðilegt, hvað öllu er stolið og
rænt nú á dögum. Öllu liafa þeir
rænt og ruplað frá mér, en mig
sjálfa hafa ])eir skilið eftir“.
¥
pegar lögtaksmaðurinn kom.
★
Dómarinn: „Þér eruð dæmdur í
finun ára hegningarhúsvinnu. Hvað
haldið þér, að þér vilduð helzt
gera?“
Fanginn: „Ef dómarinn hefði
ekki neitt á móti því, þá vildi ég
helzt vera til sjós“.