Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 12

Perlur - 01.09.1931, Blaðsíða 12
ekki að líta upp. Löng, vandræðaleg þögn. Pétur ræskir sig tvisvar, hann veit auðsjáanlega ekki, hvað hann á að segja. Hún veit ekkert, hvað hún á af sér að gera og ætlar að flýja burt frá þeim, en þá verða fætur hennar fastir við jörðina, og hún getur ekkert nema hljóðað, hljóðað. Dóttir hennar kom til hennar, hagræddi henni og gaf henni að drekka. Frú Jörgensen kemur til sjálfrar sín. Það er gott að geta talað við einhvern. Hún tekur að spyrja dóttur sína um hitt og þetta. Hvernig veðrið sé, hvort hún geti sagt sér, hvað hafi orðið af honum Litla-Brún. Hún hirðir ekkert um að bíða svars, eða þó eitthvað falli niður af því, sem hún segir — vill aðeins tala. Nú sér hún, að þær eru óviðeigandi, alltof veraldlegar, þessar áhyggjur hennar fyrir lífinu hinumegin. Hún finnur til þess með auðmýkt og undirgefni, að með þeim hefur hún brotið á móti hinni eilífu dýrð, hvar aldirnar líða í tilbeiðslu og þakkargjörð. Augu hennar ljúkast hægt aftur. — — Hún sér raðir óendanlega langar og óendanlega bjartar. Hvítvængjaðar verur svífa hægt upp á við. Hún er komin mitt á meðal þeirra. Þær staðnæmast og krjúpa á kné. Djúpur unaður fyllir hug hennar. En þegar skarinn rís upp til að syngja, fær hún sting í hjartað af blygðunarkenndri skelfingu. Hún hefur aldrei haft lag. Rað- irnar líða áfram. Hún situr ein eftir, ein í krókbekknum í kirkjunni heima. Um nóttina var frú Jörgensen mjög illa haldin, og leið bersýni- lega miklar þjáningar. Læknir var sótfur, og hann sprautaði hana með deyfandi lyfjum. Upp úr því fór henni að líða svo undur vel. Henni fannst hún verða lítil og ung, þar sem hún lá þarna í rúminu sínu, og hugur sinn ósnortinn og tandurhreinn. Hún fékk ákafa löngun til að sýna einhverjum ástúð og þakklæti, en hún vissi ekki, hvernig hún ætti að koma því við. Notaleg værð gagntók hana. Hún fann betur og betur, að einhver var hjá henni, sem vildi gæta hennar, einhver, sem þótti vænt um hana. Loftið varð milt eins og á vorin heima, þegar hún sat við gluggann og sló vefinn. Ailt í einu vissi hún í ná- lægð hvers hún var. Hlý, alvarleg augu hvíidu á henni. Mjúkir, titr- andi tónar fylltu stofuna. Hann hafði aldrei gleymt henni, og nú var hann kominn fyrir fullt og allt. Hún rétti honum örugg höndina. Þau áttu að fara að ferðast langt, langt út í heim. Hún fann, að hún vav að örmagnast, þar sem hún gekk við hlið hans, en hún vissi ekki, hvort hún var þreytt, eða einungis svona hamingjusöm. Daginn eftir vaknaði frú Jörgensen til meðvitundar aftur. Hún opnaði augun og leit rólega í kringum sig. Þá sér hún, að við rúm hennar stendur röð af fólki, dóttir hennar innst og þar út frá þessir fáu kunningjar, sem hún átti. Allir horfðu á hana svo undarlega hljótt og spyrjandi. Áköf hræðsla greip hana og grunur um, að eitthvað stórkostlegt hefði komið fyrir, eitthvað, sem hún ætti sök á. Hún reyndi að lyfta höndunum í varnarskyni. Þær féllu máttvana niður. Líkami hennar skalf við. Nokkrum augnablikum síðar Iokaði einhver viðstaddur hræddum augum hennar.

x

Perlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.