Bændablaðið - 07.05.2020, Page 20

Bændablaðið - 07.05.2020, Page 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202020 Alþjóðaviðskiptastofnunin [World Trade Organization – WTO] spáði þann 8. apríl allt að 32% sam drætti í heimsvið- skiptum vegna COVID-19 far- aldursins. Samt er þar trúlega um mjög varfærna spá að ræða af hálfu hagfræðinga WTO. Svartsýn spá WTO um lækk- un skýrist af fordæmalausu eðli þessarar heilbrigðiskreppu og óvissunnar um nákvæm efna- hagsleg áhrif hennar. Hagfræðingar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar telja að lækkunin muni líklega vera meiri en samdrátturinn sem varð í viðskiptum sem stafaði af alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008–09. Allir sérfræðingarnir höfðu rangt fyrir sér í byrjun árs 2020 Þetta er mikið bakslag, sér í lagi ef horft er á spár fjármálasérfræðinga eins og hjá Alþjóðabankanum í upphafi árs sem spáði 2,5% efna- hagsvexti á árinu 2020, síðan 2,6% 2021 og 2,7% 2022. Mestum hagvexti var spáð í Kína á þessu ári, eða 5,9%, en hann var 6,1% árið 2019. Síðan hefur allt farið á verri veg vegna heimsfaraldurs COVID-19, meira að segja við- skipti með olíu á heimsmarkaði hafa hrunið nær algjörlega. Á þeim markaði var reyndar búið að spá 5,4% samdrætti, en samt ekki algjöru hruni. Allir sprenglærðu sérfræðingarnir sáu þessa þróun ekki fyrir og enginn þeirra virðist hafa haft ímyndunarafl til að spá fyrir um þá framvindu sem nú er staðreynd. Óvissan er vond en samt óþarft að endurtaka fyrri mistök Áætlanir um endurheimt á árinu 2021 eru jafn óvissar og niður- stöður ráðast að miklu leyti af lengd faraldursins og skilvirkni viðbragða við þessari heilsufarsvá. Það er einmitt óvissan sem er verst í öllu þessu dæmi. Ríkisstjórnir um allan heim eru ekki öfunds- verðar af að þurfa að taka mjög stórar efnahagslegar ákvarðanir þessar vikurnar, án þess að hafa í raun nokkurn skapaðan hlut í höndunum til að byggja sínar spár á um líklega niðurstöðu. Þess vegna er nær öruggt að þegar efna- hagskerfi heimsins fara að komast í gang aftur þá muni verða næsta auðvelt að benda á ótal mistök sem örugglega er verið að gera um þessar mundir. Að vísu búa menn að reynslu frá efnahagskreppunni 2008 um þau mistök sem þá voru gerð og óþarfi að endurtaka þau nú. Í þessu ástandi er þó trúlega það eina sem hægt er að segja með fullri vissu, að ef ekkert er gert, þá muni fara illa. Aðgerðir einstaklinga, fyr- irtækja, stofnana og ríkisstjórna snýst því um að hafa kjark og áræði til að takmarka óhjákvæmilegt tjón eins og kostur er. Heilbrigðiskreppan hefur neytt stjórnvöld til að grípa til fordæmalausra ráðstafana „Þessi kreppa er fyrst og fremst heilbrigðiskreppa sem hefur neytt stjórnvöld til að grípa til fordæma- lausra ráðstafana til að vernda líf fólks,“ sagði framkvæmdastjóri WTO, Roberto Azevêdo á ráð- stefnu í byrjun apríl. „Óhjákvæmileg samdráttur í viðskiptum og framleiðslu mun hafa sársaukafullar afleiðingar fyrir heimilin og fyrirtæki, ofan á þá þjáningu sem stafar af sjúk- dómnum sjálfum.“ Sagði hann mikilvægt að halda faraldrinum í skefjum og draga úr efnahagslegu tjóni hjá fólki, fyrir- tækjum og ríkjum heims. Þá yrðu stefnumótendur að byrja strax að skipuleggja framhaldið í kjölfar faraldursins. Ljótar tölur „Þessar tölur eru ljótar – það er ekki hægt að komast í kringum það. Hröð og öflug uppbygging er samt möguleg. Ákvarðanir sem nú eru teknar munu ákvarða framtíðarform bata og hagvaxtarhorfur í heiminum. Við verðum að leggja grunn að sterkum, viðvarandi og félagslega innifalinn bata. Verslun mun verða mikilvægur liður í þessu ásamt ríkisfjármál- um og peningamálum almennt. Að halda markaði opnum og fyrirsjáanlegum, svo og hlúa að hagstæðara viðskiptaumhverfi, er mikilvægt til að örva endurnýjun í fjárfestingu sem nauðsynleg er. Ef lönd vinna saman munum við sjá mun hraðari bata en ef hvert land kemur fram eitt og sér, “ sagði Roberto Azevêdo. Samdráttur var hafinn fyrir COVID-19 Þegar var farið að hægja á viðskipti árið 2019, áður en COVID-19 skall á. Þá var þegar orðin mikil spenna í viðskiptum og hægt hafði á hag- vexti. Heimsviðskipti voru farin að sýna lítils háttar samdrátt á árinu 2019, eða um 0,1% miðað við að hafa aukist um 2,9% árið áður. Á sama tíma lækkaði verðmæti vöru- útflutnings heimsins árið 2019 í dollurum talið um 3%, eða í 18,89 billjónir Bandaríkjadala. Þjónustuliðurinn var á góðri siglingu Aftur á móti jukust viðskipti í formi seldrar þjónustu árið 2019 og útflutningur í þeim lið jókst í dollurum talið um 2% og fór í 6,03 billjónir Bandaríkjadala. Þensluhraðinn var samt hægari en árið 2018 þegar þjónustuviðskipti jukust um 9%. Horfur fyrir viðskipti árin 2020 og 2021 Efnahagslegt áfall vegna COVID-19 heimsfaraldurs býður óhjá kvæmilega upp á saman burð á alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008–09. Þessum kreppum svipar að vissu leyti saman að mati sér- fræðinga WTO, en eru samt í eðli sínu ólíkar. Spár byggðar á ágiskunum Líkt og á árunum 2008–09 hafa stjórnvöld gripið inn í peninga- stefnu og ríkisfjármál til að sporna við niðursveiflu og veita fyrir- tækjum og heimilum tímabundna tekjutryggingu. Útgöngubann, ásamt takmörkunum á hreyfingu og félagslegri nálægð manna á milli til að hægja á útbreiðslu sjúkdómsins, hafa haft mikil áhrif á framboð, flutninga og ferðir vinnuafls á þann hátt sem ekki varð vart í fjármálakrepp- unni 2008. Lokað hefur verið fyrir heilu atvinnugreinarnar, þar með talið hótel, veitingastaði og smá- söluverslun sem ekki er beinlínis nauðsynlegt að halda gangandi. Ferðaþjónusta og umtalsverður hluti af framleiðslukeðju ríkja hefur stöðvast. Undir þessum kringumstæðum krefst spá um efnahagshorfur þess að forsendur um framvindu sjúkdómsins séu mjög sterkar og meira verður að treysta á áætluð gögn og ágiskanir frekar en staðreyndir vegna skorts á öruggum heimildum. Jafnvel svartsýnasta spá WTO gæti reynst full bjartsýn Samkvæmt bjartsýnu atburða- rásinni í spám WTO verður við- skiptabati búinn að jafna stöðuna sem var við upphaf COVID-19 þegar undir lok þessa árs. Fáir telja slíka niðurstöðu þó raun- hæfa, ekki síst ef tillit er tekið til breyttrar hegðunar fólks vegna heimsfaraldursins, ferðatakmark- FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Vandi er um allt að spá þegar algjör óvissa ríkir um nær allar forsendur viðskipta í heiminum: Jafnvel svartsýnustu spár WTO gætu reynst full bjartsýnar þegar upp verður staðið Roberto Azevêdo, framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO, segir að ekki sé hægt að komast hjá því að spár og tölur um framvindu heimsviðskipta séu ansi ljótar um þessar mundir. Mynd / WTO Eins og sjá má á þessu grafi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar stefnir í hrika- legan samdrátt í vöruviðskiptum í heiminum á þessu ári með tilheyrandi áhrifum á þjóðarframleiðslu. Verulegur samdrátur hefur orðið í vöruflutningum með skipum vegna út- breiðslu COVID-19. Mynd / Port of Hamborg Meirihluti farþegaflugs liggur niðri vegna heimsfaraldursins og þúsundir flugvéla með gríðarlega fragtflugsgetu hafa verið kyrrsettar. Mynd / PIE

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.