Bændablaðið - 07.05.2020, Qupperneq 34

Bændablaðið - 07.05.2020, Qupperneq 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202034 „Sú mynd er stundum dreg­ in upp af íslensku sveitafólki að það sé ýmist rótfast í for­ tíð sveitarinnar eða á leiðinni til framtíðarinnar á mölinni. Þetta þrástef má til dæmis sjá í mörgum íslenskum bíó­ myndum, alveg frá Landi og sonum og Óðali feðranna til Hrúta og Héraðs,“ segir Þór­ oddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem stýrir rannsókninni Byggðafesta og búferla flutningar: Íslensk sveita samfélög. Vísbendingar eru um að íbúar í strjálbýli séu fjölbreyttur og hreyfanlegur hópur. Langflestir íbúanna hafa reynslu af því að búa annars staðar en hafa kosið að búa í sveitinni. Það á bæði við um þá sem snúa heim á ný og hina sem eiga þar engar rætur en kjósa sér líf og störf í dreifbýli. Rannsóknin stendur enn yfir og hvetur Þóroddur íbúa í íslenskum sveitasamfélögum eindregið til að taka þátt í könnuninni. Alls hafa borist um 2.000 svör en til að hægt sé að draga áreiðanlegar ályktan­ ir af könnuninni segir Þóroddur að helst þyrfti að fá a.m.k. 4.500 svör. Könnunin er hluti af sam­ starfsverkefni Byggðastofnunar og háskólanna og fjallar um byggðafestu og búferlaflutninga á Íslandi. Sambærileg könnun var gerð í þorpum og smærri bæjum á síðasta ári og stefnt er að því að gera slíkar kannanir á stærri þétt­ býlisstöðum næsta vetur. Þriðjungur hefur búið erlendis Þau svör sem þegar hafa borist gefa áhugaverðar vísbendingar. Sem dæmi nefnir Þóroddur að yfirgnæfandi meirihluti þátttak­ enda í íslenskum sveitum og öðru strjálbýli hefur reynslu af því að búa annars staðar. Einungis 17% íbúa í strjálbýlinu hefur aldrei búið annars staðar, rúmlega helmingur þátttakenda hefur búið á höfuð­ borgarsvæðinu og um tveir þriðju hafa búið annars staðar á Íslandi. Þá hefur rúmlega þriðjungur búið erlendis. „Þetta gengur þvert gegn viðteknum hugmyndum um að íbúar í strjálbýli séu upp til hópa rótfastir í sinni fæðingarsveit. Þvert á móti hafa flestir svarenda valið að flytja í sveitina, annaðhvort sem nýir íbúar eða snúið heim í heimahagana,“ segir Þóroddur. Fáir hugsa sér til hreyfings Þá benda fyrstu niðurstöður til þess að lítill minnihluti íbúa í strjálbýli hugsi sér til hreyfings á næstu tveimur til þremur árum. Um 80% segjast líklega eða örugglega ekki munu flytja og 12% til viðbótar segja það óvíst. Aðeins 8% telja líklegt að þau muni flytja, þar af ætla 3% örugglega að flytja. „Þegar litið er til framtíðar er tiltölulega lítill hluti íbúanna sem hyggst flytja búferlum á næstu árum. Yngra fólkið er í miklum meirihluta í þeim hópi eins og vera ber – það er varla markmiðið að fólk lifi öllu sínu lífi á sömu torf­ unni. Það er ekki áhyggjuefni að ungt fólk vilji flytja á brott, skoða heiminn og kynnast nýju fólki. Sumir koma aldrei aftur eins og gengur, en framtíð fámennra sam­ félaga veltur ekki á því að enginn flytji á brott heldur því hvort sumir snúi til baka og hvernig tekið er á móti nýjum íbúum sem vilja ganga til liðs við samfélagið,“ segir Þóroddur. Haldbærar upplýsingar um viðhorf og framtíðaráform fólks mikilvægar Bændur í öllum greinum land­ búnaðar eru 58% þeirra sem svarað hafa könnuninni. Um þriðjungur þeirra telur að börn þeirra eða aðrir í fjölskyldunni muni taka við búinu þegar þeir hætta búskap en tveir af hverjum fimm telja það ólíklegt eða útilokað. Um fjórðungur er óviss um það. „Það er rétt að staldra aðeins við þær niðurstöður að aðeins þriðj­ ungur bænda telji það líklegt eða öruggt að einhver í fjölskyldunni taki við búinu en fjórðungur telji það óvíst. Það er auðvitað ákveðið hættumerki en það mætti líka færa rök fyrir því að þar séu ákveðin sóknarfæri. Ef vel er stutt við kynslóðaskipti í landbúnaði gæti meirihluti lögbýla verið áfram í höndum ungra bænda sem ólust þar upp, en jafnframt verða augljóslega vistaskipti á mörgum bæjum. Þar getur auðvitað brugðið til beggja – eða kannski margvíslegra – vona. Sums staðar hefja kannski nýjar fjölskyldur hefðbundinn búskap eða finna sér nýjar leiðir til fram­ færslu í sveitinni. Annars staðar er hugsanlegt að jarðir fari í eyði eða hverfi undir sumarhúsabyggð, og eflaust verða fleiri jarðir leikvellir íslenskra eða erlendra auðmanna í framtíðinni. Þetta er samt ekk­ ert náttúrulögmál, við getum haft mikil áhrif á þróunina til framtíð­ ar og þá skiptir öllu máli að hafa haldbærar upplýsingar um viðhorf og framtíðaráform fólks í stjál­ býli,“ segir Þóroddur. Íbúar strjálbýlis hvattir til að taka þátt Hann segir að rétt sé að ítreka að þessar niðurstöður gefi aðeins ákveðna vísbendingu, það skipti öllu máli að sem flestir íbúar í sveitum og öðru strjálbýli taki þátt í könnuninni. „Það er ekki nóg að einn á hverju heimili taki þátt, við þurfum að heyra frá körlum og konum, ungum og öldnum, bændum, kennurum, vélsmiðum og forriturum og svo framvegis, sem sé – öllum íbúum í strjálbýli,“ segir Þóroddur. Og hvetur alla íbúa í strjálbýli 18 ára og eldri til að taka þátt en könnunina má finna á slóðinni www.byggdir.is. LÍF&STARF Rannsóknin Byggðafesta og búferlaflutningar: Íslensk sveitasamfélög Bróðurpartur íbúa hefur búið annars staðar en í sveitinni – Yfir 90% íbúanna telja ólíklegt að þeir flytji úr sveitinni á næstu tveimur til þremur árum Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, stýrir rannsókninni Byggðafesta og búferlaflutningar: Íslensk sveitasamfélög. Mynd / Skafti Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Hafnarsjóður Skagafjarðarhafna: Aukin umsvif og meiri tekjur Umsvif hafnarsjóðs Skaga­ fjarðar hafna hafa aukist mikið hin síðari ár og hafa tekjur sjóðs­ ins til að mynda ríflega tvöfaldast frá því árið 2015. Þetta kom fram í máli Dags Þórs Baldvinssonar hafnarstjóra sem fór yfir ársyfir­ lit Skaga fjarðarhafna fyrir árið 2019 á fundi nýverið. Á fundinum var farið yfir ver­ kefni næstu ára, m.a. breytingar og viðbætur í Sauðárkrókshöfn og Hofsóshöfn, móttöku skemmti­ ferðaskipa á Sauðárkróki og fleira. Alls er búið að bóka 14 komur skemmtiferðaskipa á Sauðárkók á næstu þremur árum, tveimur í ár, átta árið 2021 og fjórum árið 2022. Á samgönguáætlun 2020 til 2024 eru áætlaðar 385 milljónir í framlag ríkissjóðs til hafnar­ framkvæmda á Sauðárkróki og Hofsósi í endurbyggingu við­ legukanta, viðhaldsdýpkana og frumrannsókna vegna stækkun­ ar á Sauðárkrókshöfn Landaður afli á Sauðárkróki og Hofsósi var 30.271 tonn á liðnu ári sem er nýtt met í lönduðum afla. Á árinu voru fragtskipakomur alls 71 og inn­ og útflutningur frá Sauðárkrókshöfn var samtals 46.370 tonn. Veitu­ og framkvæmdasvið Sveitar félagsins Skagafjarðar hefur sent siglingasviði Vegagerðarinnar erindi þar sem farið er yfir atburði síðustu mánaða tengdum veðri og sjólagi, einkum tvo atburði þar sem sjór gekk á land með tjóni og röskunum fyrir fyrirtæki á svæðinu og veg farendur. Lögð er áhersla á að þörf sé á lagfæringu eða endur­ gerð varnargarða við Skarðseyri og Strandveg á Sauðárkróki og að framkvæmdirnar þoli ekki bið. Þegar hefur borist jákvætt svar við erindinu frá siglingasviði Vegagerðarinnar. /MÞÞ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.