Bændablaðið - 07.05.2020, Side 47

Bændablaðið - 07.05.2020, Side 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 2020 47 Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is MEIRA FÓÐUR, LYSTUGRA FÓÐUR Nánari upplýsingar gefur: Grétar Hrafn Harðarson S: 892-1480 Nf: gretarhrafn@simnet.is GRÆNU VELFERÐARGÓLFIN BÆKUR& MENNING Urður bókafélag á Hellu hefur gefið út bókina Víkingar og væringjar eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Víkingaöldin er eitt áhuga- verðasta og merkasta tímabil í gjörvallri sögu Norðurlanda. Hún stóð frá því skömmu fyrir aldamótin 800 og fram á síð- ari hluta elleftu aldar. Á vík- ingaöld urðu Norðurlandabúar hlutgengir Evrópumenn. Þeir fóru í víkingaferðir til Bretlandseyja, Frakklands, suður í Miðjarðarhaf, austur til Rússlands og Svartahafs, fundu og námu ný lönd í Norður- Atlantshafi – Færeyjar, Ísland og Grænland – og sigldu all vestur til Ameríku. Margir Norðurlandabúar, þeirra á meðal nokkrir Íslendingar, gengu í þjónustu keisarans í Miklagarði (Konstantínópel, nú Istanbúl), voru hermenn hans og lífverðir. Þeir voru nefndir væringjar. Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór megindrætti í sögu víkingaaldar, lýsir herferðum víkinganna, landkönnun og landa- fundum, kaupferðum og mynd- un kaupstaða og konungsríkja á Norðurlöndum. Jón Þ. Þór er í hópi þekktustu og áhrifaríkustu sagnfræðinga á Íslandi. Hann hefur skrifað á sjötta tug bóka auk fjölmargra blaða- og tímaritsgreina sem birst hafa hér á landi og erlendis. Bókin er fáanleg hjá öllum bóksölum og einnig má panta hana beint frá forlaginu á net- fanginu: urdur@urdur.is og í síma 565-4625 Jón Þ. Þór með nýja bók: Víkingar og væringjar Jón Þ. Þór. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 IAE STÍUGRINDUR 1,23m og 1,84m Stjórn Lífeyrissjóðs bænda Lífeyrissjóður bænda - Stórhöfða 23 - 110 Reykjavík Sími 563 1300 - lsb@lsb.is - www.lsb.is Ársfundur – stjórnarkjör 2020 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn fimmtu- daginn 12. júní 2020 kl. 14 að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík. Dagskrá: • Venjuleg ársfundarstörf. • Stjórnarkjör skv. samþykktum. • Önnur mál. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu. LSB auglýsir eftir framboðum til setu í stjórn sjóðsins: • Tvö sæti í aðalstjórn til fjögurra ára. Þeir sem gefa kost á sér þurfa að fullnægja kröfum um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. lögum nr. 129/1997, reglum FME og samþykktum sjóðsins og vera tilbúnir til að gangast undir hæfismat FME. Framboðsfrestur er til 14. maí 2020. Upplýsingar um stjórnarkjörið og hvaða gögnum beri að skila vegna framboða til setu í stjórn sjóðsins má sjá á heimasíðu sjóðsins, www.lsb.is. Ráðunautur í jarðrækt Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar og umhverfismála. Starfs- og ábyrgðarsvið  Þátttaka í ráðgjafateymum RML sem sinna jarðræktar- og umhverfismálum.  Vinna við almennar leiðbeiningar í jarðrækt og á útiræktuðu grænmeti.  Ráðgjöf í jarðvinnslu, áburðargjöf og val á yrkjum.  Þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML.  Önnur verkefni s.s. líkanagerð í excel og þróunarverkefni . Menntunar og hæfniskröfur  Háskólapróf sem nýtist í starfi.  Þekking eða framhaldsmenntun á sviði jarðræktar og umhverfismála.  Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.  Þekking á verkefnastjórnun kostur.  Góðir samskiptahæfileikar. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Gert er ráð fyrir að starfsstöð viðkomandi verði á einni af starfstöðum RML á Suðurlandi. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið. Við bendum áhugasömum á heimasíðu fyrirtækisins www.rml.is þar sem sótt er um starfið, en þar er einnig hægt að kynna sér starfsemina enn frekar. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri klk@rml.is og Borgar Páll Bragason bpb@rml.is fagstjóri.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.