Bændablaðið - 07.05.2020, Síða 54

Bændablaðið - 07.05.2020, Síða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202054 Í rúm 10 ár hef ég verið að skrifa hér um nýja bíla og prófað gagngert til þess að fjalla um. Á dögunum fékk ég nýjan vinnubíl. Bíllinn er sama tegund og sá sem ég hef unnið á síðastliðin fjögur ár. Fyrir vikið fannst mér upplagt að reyna að bera saman bílana tvo. Vinsæll sendibíll hjá mörgum Renault Trafic hefur verið einn af mest seldu sendibílum landsins síðastliðin 10 ár, þeir eru eins og aðrir bílar, þurfa ást og umhyggju og reglulegt viðhald. Eldri bílarnir eru ekki gallalaus- ir, þeir eru frekir á bremsuklossa og þola illa að ganga mikið í hægagangi vegna sótmyndunar í útblásturskerfinu. Fyrir vikið er maður oft að „pirrast“ á gulum og rauðum ljósum í mælaborðinu. Nýi bíllinn ætti að vera að mestu laus við þennan kvilla þar sem að hann er með Adblue kerfi sem brenn- ir sótinu úr útblásturskerfinu. Nýi bíllinn Ég fékk ýmsu ráðið þegar nýi bíllinn var pantaður (er bæði ákveðinn og mátulega frek ur). Ýmis auka búnaður var pant aður í bílinn til þess að auka þæg indi, öryggi og vellíðan við akstur og vinnu. Vélin er dísilvél, 145 hestöfl (30 meira en gamli). Uppgefin eyðsla er 5,9 lítrar á hundraðið, en við sem á bílnum vinnum höfum séð meðaleyðslu niður í 7,7 lítra á hundraðið. Hann er sjálfskiptur með hraða- stilli (cruse control) og hita í bíl- stjórasæti. Í bílnum mega vera þrír eins og í þeim gamla, en bakið í miðju- sætinu er hægt að leggja niður og við það er komið þetta fína vinnu- borð til að skrifa vinnuseðla. Af fenginni reynslu af gamla bílnum var ýmislegt aukalega sett í nýja, eins og dráttarkrókur, betri lýsing inni í vinnu- og farangurs- rými. Meira áberandi viðvörunar blikkljósabúnaður, auka olíumið- stöð og auka loftræstingarbúnaður. Hann kostar sitt, en eykur öryggi og vellíðan þess sem á bílnum vinnur í allt að 16 tíma törn þegar mest á mæðir. Sex ára munur á þægindum er mikill Að keyra nýja bílinn er hreinn draumur í samanburði við þann gamla. Mest munar um þessi auka 30 hestöfl. Sjálfskiptingin hjálpar mikið gömlum manni með lélegt hné. Hraðastillinn setur maður á bæði innanbæjar og utan strax og umferðarhraða er náð í staðinn fyrir ójafnan hraða og sífelldan sársauka fyrir gamalt hné í gamla bílnum. Mest munar þó um aðgengið að rafgeyminum þegar þarf að gefa rafmagnslausum bíl start. Rafgeymirinn í nýja er í „húdd- inu“ eins og í flestum bílum, en í þeim gamla er hann undir fótum ökumannsins. Rífa þarf mottu úr, skrúfa lokið laust í hvert sinn þegar gefa þarf rafmagn. Þetta er óskap- lega vitlaus hönnun á vinnubíl. Það eru mínusar, en fáir Mestan mun finn ég á bílstjóra- sætinu, en það er með þægileg- asta sæti sem ég hef setið í. Gamla sætið var nánast orðið ónýtt. „Cruse controlið“ nota ég óspart. Ljósin sem lýsa á veginn eru margfalt betri og umhverfishá- vaðinn inni í bílnum er afgerandi minni, en það eru mínusar. Leiðsögukerfið er flókið og sem dæmi er erfitt að setja inn í það ákvörðunarstað langt í burtu. Gamli Garmin búnaðurinn var betri. Felgustærðin hefur stækkað úr 16 í 17 tommur sem þýðir minna gúmmí og verri fjöðrun á okkar ónýta vegakerfi. Það sem mér þótti sárast var að ekki var hægt að fá bílinn með hita í stýrinu, en það er eitthvað sem gott væri að hafa fyrir kalda puttavinnu á íslenskum vetrardögum. Verð og helstu mál Grunnverð á Renault Trafic er 4.850.000, en með öllum þeim aukabúnaði sem er í vinnubílnum er verðið töluvert hærra. Gæti trúað að það væri nálægt 6.000.000 fyrir utan tækin sem flutt voru á milli bíla, mér kemur aukakostnaðurinn ekki við, er alveg sama, mér líður vel að vinna á þessum bíl. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Lengd 5.399 mm Hæð 2.465 mm Breidd 1.956 mm Helstu mál og upplýsingar Renault Trafic – Renault Trafic, frekar ósáttur við þessa merkingu, en þrátt fyrir það þá er bíllinn góður. Nýi og sá gamli, nú þarf maður ekki að skafa lengur því olíumiðstöðina er hægt að tímastilla og þá verður enginn svona snjór. Með miðjubakið niðursett fæst þetta fína vinnuborð. Uppáhaldið hjá mér í flestum bílum er hraðastillirinn, ná umferðarhraða og láta tæknina keyra. Áður en við fylltum farangursrýmið af tækjum var smellt af mynd til að sýna flotta vinnulýsinguna. Undir farþegasætinu er gott hólf til að geyma rafmagnsverkfæri.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.