Bændablaðið - 07.05.2020, Qupperneq 55

Bændablaðið - 07.05.2020, Qupperneq 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 2020 55 Það er öllum ljóst að það sem á undan er gengið og á eftir að gerast vegna COVID-19 er komin upp sú staða að tímatalsviðmið verður í framtíðinni miðað við fyrir og eftir COVID um heim allan (ekki ósvip- að og Vestmannaeyingar segja fyrir og eftir gos). Sú staða og breytingar sem þjóð- in stendur frammi fyrir og á eftir að ganga í gegnum er ný reynsla og áskorun sem allir þurfa að hjálpast við að fara í gegnum. Góðum árangri þarf að fylgja eftir Þessi frábæri árangur að lágmarka smit með samkomubanni og öðrum aðgerðum síðustu tvo mánuði er orðinn það eftirtektarverður hjá er- lendum fréttamiðlum (erlendir frétta- miðlar skrifa öfundsverðar greinar um velgengni Íslendinga um COVID -19 baráttuna). Það er þegar ljóst að einhverjir verða gjaldþrota vegna ástandsins, einhverjir koma til með að hagnast á ástandinu og fyrir enn aðra skiptir faraldurinn þá litlu máli. Það að samkomubanni hafi verið „aflétt/ rýmkað“ þurfum við öll að fylgja eftir ráðleggingum um fjölda og nálgun. Þær stóru hátíðir, samkomur og íþróttamót sem fylgja sumri verða með öðru sniði, allir þurfa að vinna saman, passa upp á tveggja metra regluna, virða fjöldatakmarkanir og aðrar þær ráðleggingar frá okkar færustu fræðingum sem leiðbeina og stýra þjóðinni í gegnum þessa miklu baráttu. Þó ekki séu allir sammála þá hefur rifrildi engan tilgang Í upphafi aðgerða sáust gagn- rýnisraddir og til voru efasemda menn sem voru ekki sammála aðgerðum gegn COVID. Oft kom upp í huga minn við að lesa gagnrýni á aðgerðir setning frá sveitunga mínum fyrir mörgum árum: „Huglausasti hundurinn í sveitinni geltir hæst.“ Síðustu þrjár vikurnar hef ég staðið í móttöku á viðskiptavinum hjólbarðaverkstæðis og vil ég halda því fram að aldrei hafi ég séð annað eins umburðarlyndi viðskiptavina við að bíða í röð og að fyrirfram pant- aður tími hafi ekki staðist. Af um 1.500 viðskiptavinum hafa aðeins 3–5 kvartað, en fyrir nokkrum árum var ekki óalgengt að 3–5 kvörtuðu daglega. Ætli þetta sé ekki um tíunda vortörnin í sumardekkjaslag sem ég vinn við og aldrei hefur umburðar- lyndið verið svona mikið. Það vil ég þakka breyttum hugsunarhætti sem bein afleiðing frá daglegum fundum frá „þríeykinu“. Tuð, rex og rifrildi hefur einfaldlega engan tilgang. Að æsa sig og rífast er óhollt og engum líður vel á eftir, hvorki þeim sem hlustar eða þeim sem brýnir raust óhóflega. Það eiga allir að hjálpast að, jafnt börn sem fullorðnir Það er alveg öruggt þó að árangur- inn sé góður að í þessari baráttu þurfum við öll að hjálpast að og virða fjölda og fjarlægðartakmark- anir næstu mánuðina. Það er ekkert að því að minna fólk á að halda hæfilegri fjarlægð og lágmarka fjölda manns í litlum rýmum því það er smit enn þarna úti. Miðað við þann árangur sem við höfum náð munum við með samheldni og samvinnu sigrast á þessari veiru fyrr en flestar aðrar þjóðir. Að fara í sauðburð til að hjálpa til er árvisst hjá mörgum, en nú þarf að hugsa þá hjálp aðeins upp á nýtt, vill bóndi fá heimsókn? Ef farið er í heimsókn til að hjálpa til ætti viðkomandi að hafa með sér sína eigin gúmmíhanska, spritt og klæðnað sem hvergi kemur nálægt fötum og öðru sem tilheyrir býlinu. Það er ekki mikil hjálp í aðstoðinni ef gestur kemur með COVID -19 með sér í heimsóknina. Enginn veit framhaldið, þetta sumar verður skrítið Í síðasta Bændablaði var nefnt að stjórnendur sláturhúsa hefðu áhyggjur af að manna sláturhúsin næstkomandi haust. Eðlileg hugsun hjá þeim, en að sama skapi eru margir sem hafa misst vinnuna og ætti að vera hægt að manna sláturhúsin með þeim mannskap. Hins vegar hef ég áhyggjur af réttum og smölun á komandi hausti því þröngt er í gangna- mannaskálum og víða mannmergð mikil í mörgum réttum á réttardag. Á þessum stöðum gæti verið erfitt að halda tveggja metra regluna, en vonandi eru þessar áhyggjur mínar óþarfar. ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 RÍKI Í SV-ASÍU KVAÐ S TILDRA UPP H STJÓRN JAFN-FRAMT L GRAS-BOLLI SSKRÍNÓFRJÁLS M Á H I R S L A DÓMS RÞ Æ L L LYF Ó P Í U M ABOÐI L D RJÁLADVALDIST F I K T A T FUGLMYRKVAST S V A L A AFÞILJA T G EFNI SKRÍKJANÁTTHAGI F L I S S A EIND U VÖRU- MERKI FRIÐUR S S MYLSNA HEST- BURÐURÍ ESNÆÐIBURT A I S T A MALAR-LEIR O ÖFUGT R A N G T PLANTAG M A R R A LEIFAR R E S T KVK NAFNÓGÆFA R Ú NNÁTTABRAKA S T Ö Ð U G T DRYKKUR T Ó N I K EALLTAF T Í Ð U R SPJALD N FARÐI AÐFERÐÞRÍFUR M E Ð A L VANA- LEGUR BLANKUR E N VAND-RÆÐI FÍFLASTÓHLJÓÐ A T A S T GERA Y TORVELD TOLLA L I STORKAÓVISSA Ö G R A ÁVERKIEKKI M E I Ð S L I N E M A ÓSKÖP F E I K N HLEMMUR L O KSKYNJABUKKUR A R F I U N R G MILDUN L L A I SJÓÐA N K U R N A GEISA U Æ M Ð A AH FIPA R H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 128 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR MÁLMUR ARAGRÚI SKIN ANDÚÐ BINDING- UR VÉLA SKOTRA HARPIX SLITRÓTT TAL ÓFYRIR- SÉÐ MJÖLL LÆGJA UNNA ÍÞRÓTT SÆLGÆTI LITBLÆR ÓYNDI LAST SKIPTA PINNI TVEIR EINS ALHEIM SAFNAHÖFGI Í RÖÐ VANDRÆÐI LÍNA VERKFÆRI ENDUR- TEKNING FJÓRÐ- UNGUR PRAKKARI TRÉ DVELDU ÞVAÐUR GLÆSI- LEIKI FORLAG VIÐ- BURÐUR FJÖLDI RUGLA RAUSA FÝLA AÐFERÐ AGA LÖGUNAR GILDING FRÁ ÓLMUR RYKKORN GÆLUNAFN VEGG- HAMAR SLIT MONTA Á VÍXL KANNÓLAG ÍLÁT KK NAFN TVEIR EINS FÉLAG MATJURT HLAUPBLUNDA DAUF- LEGUR EKKI M Y N D : M IL O B O ST O C (C C B Y -S A 2 .0 ) H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 129 Árið 2020 verður ár sem lengi verður minnst Á tímum COVID-19 er munurinn á milli lífs og dauða fyrir sumum tveir metrar eða sex fet. Gæti maður fyrirgefið sjálfum sér ef maður með heimsókn mundi smita allt heimilisfólk á býli með heimsókn?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.