Bændablaðið - 07.05.2020, Page 57

Bændablaðið - 07.05.2020, Page 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 2020 57 Bylgjumynstur er alltaf skemmti- legt að prjóna og ekki skemmir fyrir að það kemur skemmtilega út í teppum. Stærð ca: 90x114 cm Garn: DROPS Fabel (fæst í Handverkskúnst): 50 gr af hverjum lit. Teppið á myndinni er prjónað úr litum: nr: 914, strönd, nr: 912, súkkulaði, nr: 522, túrkis/blár, nr: 162, sæblár, nr: 677, grænn/túrkis, nr: 542, grænn, nr: 151, guacamole, nr: 910, þoku- mistur Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 4,5 Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. RENDUR: Prjónið 7 cm með hverjum lit áður en skipt er yfir í næsta. nr: 914, strönd nr: 912, súkkulaði nr: 522, turkos/blár nr: 162, sæblár nr: 677, grænn/turkos nr: 542, grænn nr: 151, guacamole nr: 910, þokumistur Endurtakið rendur alls tvisvar sinnum á hæðina eða þar til óskaðri lengd er náð. Uppskrift: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Fitjið upp 222 lykkjur á hringprjóna nr 4,5 með strönd. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Prjónið síðan þannig: 3 lykkjur garðaprjón – A.1 yfir næstu 216 lykkjur, endið á 3 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með þetta mynstur. Prjónið nú RENDUR – sjá skýringu að ofan. Þegar rendurnar hafa verið prjónaðar 2 sinnum á hæðina eru prjónaðar 2 umf garðaprjón með þokumistur, fellið síðan af. Teppið Dancing On The Dock HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 3 5 7 5 9 8 6 1 6 7 3 2 4 6 5 8 7 9 2 5 4 3 1 9 6 4 8 5 2 9 3 4 3 6 2 1 5 5 8 9 1 Þyngst 3 9 7 5 1 8 5 8 7 4 6 5 7 1 4 9 8 3 4 6 1 3 9 2 7 2 1 6 8 7 9 1 5 6 3 2 4 7 5 2 9 1 3 9 4 6 9 8 5 4 1 3 8 7 6 5 9 4 2 5 8 6 3 8 5 4 9 2 4 8 7 1 3 9 4 3 6 5 1 2 Ætla á hestbak í sumar FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Haraldur Hjalti býr í Varmahlíð í Skagafirði ásamt foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Nafn: Haraldur Hjalti. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Varmahlíð. Skóli: Varmahlíðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir og útivist. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Pardusdýr. Uppáhaldsmatur: Gufusoðnir kræk- lingar eins og ég fékk einu sinni í London. Uppáhaldshljómsveit: Stuðmenn, Rucka Rucka Ali, Boyinaband og Dan Bull. Uppáhaldskvikmynd: Avangers endgame. Fyrsta minning þín? Þegar við strákarnir vorum að ,,berjast“ í leik- skólanum. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi fimleika, bogfimi, fótbolta og spila á píanó. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Smiður og bisnessmaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er svo margt klikkað sem ég geri ... Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Byggja kofa og fara á hestbak. Næst » Haraldur skorar á bekkjar- systur sína, Ólöfu Helgu Ólafsdóttur, að svara næst.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.