Bændablaðið - 19.03.2020, Page 11

Bændablaðið - 19.03.2020, Page 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 11 Líf í tún og akra í vor Gerðu verðsamanburð og fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 540 1100 eða á netfanginu lifland@lifland.is B irt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl Þetta flytur sig ekki sjálft! Sixt langtímaleiga einfaldar reksturinn ÞjónustuskoðanirTryggingar og gjöld Hefðbundið viðhaldDekk og dekkjaskipti Kynntu þér kosti langtímaleigu á sixtlangtímaleiga.is eða hafðu samband við viðskiptastjóra Sixt í síma 540 2222 eða á vidskiptastjori@sixt.is (Atvinnubílar á langtímaleigu koma hreyfingu á hlutina) Innifalið í langtímaleigu: Verð frá: 63.900 kr. á mán án vsk. Verð með vsk. frá: 79.236 kr. á mánuði. sixtlangtímaleiga.is Írskar heytætlur H ér að sp re nt 2018 Vinnslubreidd 5,7 metrar kr. 1.590.000.- án vsk Kr. 1.431.000.- án vsk m/afslætti Vinnslubreidd 8,4 metrar kr. 2.180.000.- án vsk kr. 1.962.000.- án vsk m/afslætti Sími 465 1332 - www.buvis.is 10% afsláttur af fyrstu vélunum Í ljósi aðstæðna í landinu vegna Covid-19 veirunnar hvetja Bændasamtökin sína félagsmenn til þess að fylgjast náið með þróun mála og kynna sér allar tiltækar upplýsingar um kórónuveiruna og áhrif hennar á starfsemi bænda. Bændasamtökin mæla með því að heimsóknir á bú og samgangur á milli fólks sé í algjöru lágmarki. Nýtum fjarfundabúnað, tölvupóst og síma í samskiptum eins og hægt er. Þessar ráðstafanir eru til að sporna við veirusmiti á milli manna og tryggja hnökralausa búvöruframleiðslu. Fylgjast náið með þróun mála Bændasamtök Íslands hafa fylgst náið með þróun mála vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á landann og alla heimsbyggðina. Matvælastofnun hefur gefið út mikilvægar leiðbeiningar til bænda og annarra matvælaframleiðenda um það hvernig bregðast skuli við og lágmarka áhættu af völdum veirunnar. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og Embætti landlæknis vegna Covid- 19. Samkomubann og niðurfelling skólahalds í framhalds- og háskólum í næstu viku mun hafa mikil áhrif á daglegt líf og störf fólks. Tryggjum hnökralausa búvöruframleiðslu Ekki er hætta á að fólk smitist með því að neyta matar og ekkert bend ir til þess að kór- ónuveiran berist með mat vælum s a m k v æ m t áliti Matvæla- öryggis stofnunar Evrópu (EFSA). Covid-19 er ekki matar borinn sjúkdómur en þeir sem eru í einangrun ættu þó ekki að útbúa mat fyrir aðra að ráðum landlæknis. Samkvæmt upplýsingum sem Matvælastofnun hefur gefið út er fólki, sem úrskurðað hefur verið í sóttkví vegna hugsanlegs smits af völdum kórónaveiru og er einkennalaust, heimilt að vinna við uppskeru grænmetis og mjaltir séu ekki aðrir þar að störfum líka. Mælt er með að einstaklingar á sauðfjár-, nautgripa-, svína-, alifugla- og hrossabúum sem hafa smitast leiti allra leiða til að fá afleysingu. Ef óhjákvæmilegt er að sýktur einstaklingur sinni störfum á slíkum búum þarf hann að gæta ýtrustu smitvarna og fylgja leiðbeiningum um heimaeinangrun á vef Embættis landlæknis. Viðbragðshópur bænda Bændasamtökin hafa fundað með sínum aðildarfélögum og sett á fót viðbragðshóp sem hefur m.a. það hlutverk að samhæfa aðgerðir bænda, vera í samskiptum við stjórnvöld, koma á afleysingaþjónustu og miðla upplýsingum til bænda og almennings um það sem varðar landbúnað. Bændasamtök Íslands: Mæla með takmörkuðum heimsóknum á bú VIÐBRÖGÐ VEGNA COVID-19

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.