Bændablaðið - 19.03.2020, Side 20

Bændablaðið - 19.03.2020, Side 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 202020 Mikið hefur verið rætt um að byggja upp varaflugvöll fyrir millilandaflugið í Hvassahrauni sunnan við Hafnarfjörð sem taki þá við því hlutverki af Reykjavíkurflugvelli. Nú er hins vegar orðið ljóst að Hvassa hraun er á miklu áhættusvæði vegna mögulegra eldsgosa á Reykjanesi sem jafnvel má búast við í næstu framtíð. Jarðfræðingar telja nú að allar eldstöðvar á Reykjanesskaganum séu komnar á tíma. Ef gos fer þar í gang á næstu misserum, eða árum, má búast við áratuga atburðarás með mismikilli eldgosavirkni og hraun­ flæði á því svæði. Bygging flugvallar fyrir hundr­ uð milljarða króna á slíku svæði hlýtur því að teljast afar áhættusöm framkvæmd svo ekki sé meira sagt. Að þeim sökum er ekki óeðlilegt að menn hugsi til flatneskjunnar í Árnes­ eða Rangárvallasýslum fyrir millilandaflugvöll þar sem nægt hindranalaust rými virðist vera fyrir stórar flugvélar að athafna sig á við aðflug og flugtak. Þar er landrými ekki heldur vandamál við að koma fyrir slíkum flugvelli með tilheyrandi flugvélastæðum og annarri aðstöðu. Efnisflutningar eru líklega hvergi hagkvæmari og flug­ vallagerðin ætti þar af leiðandi að vera ódýrari en víðast hvar annars staðar á landinu. Er Reykjavík nafli alheimsins? Mönnum er afar gjarnt á að hugsa allt millilandaflug út frá bein­ tengingu við Reykjavík þar sem öll helsta opinbera þjónustan er í dag. Keflavíkurflugvöllur er þar augljósasti kosturinn og hann má örugglega stækka og efla, ef ekki verður reynt að koma í veg fyrir það af umhverfispólitískum samtökum. Ef hann ætti líka að virka sem mið­ stöð innanlandsflugs þyrfti að meta staðsetningu opinberrar þjónustu upp á nýtt. Einnig skilgreiningu á heilbrigðisþjónustu eins og hún er hugsuð í dag með uppbyggingu háskólasjúkrahúss í miðborginni með allri þeirri gríðar kostnað­ arsömu rannsóknaraðstöðu sem slíku sjúkrahúsi fylgir. Staðsetning landssjúkrahúss með neyðarþjón­ ustu gæti því allt eins hentað betur í Keflavík, eða jafnvel á Suðurlandi. Það er heldur ekkert náttúrulögmál að allar helstu stjórnsýslustofnanir landsins séu staðsettar í Reykjavík og nær örugglega ekki rekstrarlega hagkvæmast. Varaflugvöllur er nauðsynlegur Það er ljóst að varaflugvöllur er nauðsynlegur fyrir millilandaflug til og frá Íslandi af öryggisástæðum. Þar hefur Egilsstaðaflugvöllur verið nefndur sem fyrsti valkostur af flugmálayfirvöldum og Akureyrar­ völlur númer tvö. Líka mætti nefna Alexandersflugvöll í Skagafirði sem álitlegan þriðja valkost, enda aðflug þar ágætt. Flugvöll í Hvassahrauni verður seint hægt að líta á sem varaflugvöll ef Keflavíkurflugvöllur yrði ófær vegna veðurs eða annarra náttúru­ hamfara, þar sem hann er aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð. Reykjavíkurflugvöllur hefur verið talinn mun álitlegri af fjölmörgum reyndum flugmönnum sem hafa tjáð sig um málið. Líklega er sama hvað menn skipa margar opinberar nefnd­ ir og skrifa margar fínar og dýrar skýrslur um það mál, jafnvel færustu sérfræðingar munu aldrei geta breytt þjóðhagslegum, eðlisfræðilegum, landfræðilegum og jarðfræðilegum staðreyndum í þeim efnum. Af hverju ekki Suðurlandsundirlendið? Ef til álita kæmi að byggja nýjan milli landaflugvöll á suðvesturhluta landsins, þá hljóta menn að þurfa að vega og meta hlutina út frá nýjum forsendum. Þá yrði væntanlega ekki sjálfgefið að horfa á Reykjavík sem nafla alheimsins. Stór millilandaflugvöllur á Suður ­ landi hefði t.d. þann kost að geta breytt samgöngum milli lands hluta. Gæti gjörbreytt bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu Góður sumarvegur með varan legu slitlagi yfir Kjöl gæti þar gjörbreytt stöðu ferðaþjónustunnar og létt á álagi og umferð af vegum í kringum Reykjavík og í borginni sjálfri. Trausti Valsson prófessor hefur einmitt lengi viðrað slíkar hugmynd­ ir. Í því sambandi má benda á að minni bílaumferð í og við borgina er einmitt sú óskastaða sem borgaryf­ irvöld hafa verið að kalla eftir í mörg ár. Stuðningur höfuðborgaryfirvalda við hugmyndir sem gætu gert þetta að veruleika ætti því að vera nokkuð borðleggjandi. Náttúra landsins er mesta aðdráttaraflið Mjög stór hluti ferðamanna sem til landsins koma eru ekki að sækjast eftir götumenningunni í Reykjavík. Borgarlíf af svipuðum toga má finna úti um allan heim. Þeir eru miklu frekar að sækja í náttúrufyr­ irbæri á Suðurlandi og víðar um land. Með því að fljúga beint inn á Suðurland væri væntanlega hægt að opna þeim ákjósanlega möguleika með tiltölulega stuttri tengingu yfir á Norðurland um Kjalveg. Bent hefur verið á að bættur vegur með bundnu slitlagi yfir Kjöl myndi upp­ ræta mikla rykmengun af umferð á svæðinu og draga úr jarðvegsrofi vegna utanvegaksturs. Bygging flugvallar á Suðurlandi býður upp á nýja hugsun á mörgum sviðum. Allt veltur það þó á rann­ sóknum á veður farsaðstæðum fyrir flug og að sjálf sögðu fjármagni.. Flugvallarmöguleikar við Selfoss og Hellu Hópur áhugafólks hefur lengi haft áhuga á að skoðaður yrði mögulegur millilandaflugvöllur í nágrenni við Selfoss, en á því svæði var breski herinn með flugvöll á stríðsárunum, eða nánar tiltekið í Kaldaðarnesi. Á því svæði og þar fyrir austan er væntanlega mun hentugra og ódýrara land frá náttúrunnar hendi til flugvallagerðar en í Hvassahrauni. Í seinni heimsstyrjöldinni byggði breski flugherinn (RAF) flugvöll í Kaldaðarnesi. Þangað kom fyrst Cameron Highlanders hersveit frá Ottawa í Kanada þann 9. júlí 1940, en þar hafði verið skilgreindur mögulegur lendingarstaður fyrir breskar herflugvélar. Í snatri var haf­ ist handa við að opna þar nothæfar flugbrautir. Lenti fyrsta L5343 vél breska flughersins þar þann 27. ágúst 1940 eftir fimm klukkustunda og tuttugu mínútna flug frá Wick í Skotlandi. Var þetta jafnframt fyrsta lending herflugvélar breska flughersins RAF á Íslandi í stríðinu og var vélin undir stjórn W/Cdr. G.R. Ashton. Þrátt fyrir að Bretum þættu aðstæður ekki góðar var haldið áfram að byggja upp flugvöllinn. Var þar síðan rekin aðstaða fyrir flugherinn allt þar til Ölfusá flæddi yfir bakka sína 6. mars 1943 og olli miklum skemmdum á flugvellinum. Árið 1999 var reistur minnisvarði við Selfossflugvöll um veru breska flughersins í Kaldaðarnesi. Bandaríkjamenn skoðuðu möguleika á stórum herflugvelli við Hellu Þegar heimsstyrjöldin síðari stóð sem hæst höfðu Bandaríkjamenn uppi áform um að byggja upp stóran millilandaflugvöll á Geitasandi við Hellu á Rangárvöllum fyrir sprengjuflugvélar á leið til Evrópu. Tengt flugvellinum var áformað að grafa höfn fyrir birgða­ og olíuskip inn í Rangárnar, eða öllu heldur inn í ósa Hólsár sem Ytri­ og Eystri­ FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Reykjavík er ekki endilega nafli alheimsins þegar hugað er að flugsamgöngum við útlönd og innanlandssamgöngum: Mörg svæði gætu verið álitlegri fyrir millilandaflugvöll en Hvassahraunið – Í Árnes- og Rangárvallasýslum eru áhugaverðir kostir fyrir stóran varaflugvöll sem m.a. Bretar og Bandaríkjamenn höfðu augastað á Tvær af fjórum Lockheed Hudsons vélum Royal Air Force úr flugsveit 269 sem höfðu aðsetur á flugvellinum í Kaldaðarnesi við Selfoss. Fyrstu þrjár Hudson vélarnar lentu þar 12. apríl 1941. Sex dögum seinna brotlendi fjórða Hudson vélin á flugvellinum í Kaldaðarnesi. Mynd / Historic Wings Verkefni breska flughersins á Kaldaðarnesi sem og flughers Bandaríkjamanna sem kom í kjölfar Bretanna var að fylgjast með ferðum þýskra kafbáta í ná- grenni Íslands. Hér er einn þeirra, U-570, í fjörunni við Þorlákshöfn 30. ágúst 1941. Áhöfnin hafði siglt honum upp í fjöru þar sem skipverjar óttuðust að hann sykki. Hann var þó lítt skemmdur og var dreginn til Hvalfjarðar þar sem gert var við hann og síðan siglt til Skotlands. Fékk hann þar nafnið HMS Graf og var notaður af breska sjóhernum við háleynilegar aðgerðir. Flugvél breska flughersins RAF af gerðinni L5343. Svona vél var fyrst til að lenda á Kaldaðarnesflugvelli þann 27. ágúst 1940, eftir fimm klukkustunda og tuttugu mínútna flug frá Wick í Skotlandi. Það var jafnframt fyrsta breska herflugvélin til að lenda á Íslandi í stríðinu. Heimild: Axis History Forum Mögulega eru þetta frumdrög af flugvellinum á Kaldaðarnesi við Ölfusá sem var í raun fyrsti millilandaflugvöllurinn á Íslandi. Mynd / Axis History Forum Millilandaflugvöllur á Suðurlandsundirlendinu gæti ýtt undir nýja ferða- möguleika og lagfæringar á Kjalvegi með góðri sumartengingu við Norð- urland. Trausti Valsson prófessor hefur margsinnis bent á hagræðið af því að lagfæra Kjalveg. Það myndi auk þess létta verulega umferðarálagi af höfuðborgarsvæðinu. Ekki er alveg ljóst hvort þessi mynd var tekin á Kaldaðarnesflugvelli.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.