Bændablaðið - 19.03.2020, Page 21

Bændablaðið - 19.03.2020, Page 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 2020 21 Rangá renna í. Keflavíkurflugvöllur var afar mikil vægur hernaðarlega á stríðs- árunum og þá um leið álitlegt skotmark Þjóðverja. Þá komu upp hugmyndir með að byggja annan flugvöll og kom Geitasandur á Rangárvöllum einkum til greina. Kannski ekkert of seint að skoða það mál aftur „Það var nokkuð langt komið að hanna þetta hér á Geitasandi og kannski ekkert of seint að skoða það mál aftur,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Enn má sjá merktan flugvöll á því svæði á kortum þótt hann sé ekki á skrá. Það flugvallarstæði sem Bandaríkja menn virðast hafa haft í huga er einmitt Geitasandur austan við Hellu. Var hann hugs- aður með tengingu við mögulega stórskipahöfn sem grafinn yrði inn í ósa Hólsár. Í dag gæti höfnin í Þorlákshöfn hæglega þjónað þeim tilgangi. Má sjá á gervihnattamynd móta fyrir flugbrautum á Geitasandi sem breski herinn ruddi á stríðs- árunum. Á myndum virðist lengsta brautin geta verið um 2.300 metr- ar. Önnur virðist vera um 2.000 metrar, þriðja um 1.400 metrar og fjórða í stefnu norður/suður um 800 metrar og gæti verið mun lengri (miðað við mælikvarða á vef Google). Virðist næsta ein- falt að koma þar upp flugvelli ef áhugi væri á því. Ástæðan fyrir því að þarna var ekki byggð- ur upp fullkominn flugvöllur á þessum tíma er án efa erfiðir aðflutningar sökum hafnleysis á Suðurströndinni. Nú hefur Þorlákshöfn verið að sanna gildi sitt fyrir fragtflutninga svo aðflutningar á rekstrarvörum eins og eldsneyti fyrir flugvélar ættu ekki lengur að vera vandamál. 17 flugvellir nefndir í Rangárvallasýslu Í bókinni Saga flugvalla og flugleiðsögu er getið 17 flugvalla í Rangárvallasýslu. Það eru flugvellir á Skógarsandi, í Þórsmörk, við Stóru-Mörk, í Múlakoti, á Bakka, á Berjanesfitjum í Vestur-Landeyjum, í Gunnars- holti [Ketil húshaga], á Hellu [Helluvaðs sandur], í Þykkvabæ, á Skarði, við Tröllkonuhlaup, við Hrauneyjafoss, við Skálavatn, við Þórisós, á Sprengisandi [Innra- Hreysi] og í Nýjadal. 11 flugvellir í Árnessýslu Í Árnessýslu eru 11 flug vellir nefndir. Það eru auk Selfoss- flugvallar, flugvöllur við bæinn Forsæti, Vatnsnes, Kaldaðarnes, Búrfell, Hólakot, Flúðir, Einholts- mela, Geysi, Sandármela og í Kerlingarfjöllum. Margir þessara flugvalla eru ekki lengur á skrá og flestum hefur ekki verið við haldið. Rætt um flugvallargerð á Rangárvöllum á Alþingi 1944 Flugvallarhugmyndir á Rangár- völlum voru til umræðu á Alþingi þann 5. desember 1944 í tengslum við umræður um uppbyggingu flugvalla víðs vegar um land eins og í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Helgi Jónasson vildi flugvöll á Geitasandi Helgi Jónasson alþingismaður sagði þá meðal annars að þing- menn gætu búist við að þurfa að bíða í allmörg ár eftir því að fá flugvélar til sín. „Þess vegna álít ég áríðandi að velja þá staði til flugvallargerðar, þar sem lítið kostar að geta haft lendingarstaði fyrir flugvélar. En slíkir staðir eru til, að lítið þarf þar að gera, til þess að þar séu sæmi- lega góðir lendingarstaðir fyrir léttar flugvélar. Ég er þakklátur háttvirtri samgöngu málanefnd fyrir það, að hún hefur fjölgað stöðum í mínu héraði, þar sem gert er ráð fyrir lendingarstöðum fyrir flugvélar, enda er þar nokkuð af söndum, þar sem tiltölulega ódýrt er að koma upp lendingarstöðum fyrir flugvélar.“ Sagðist hann sjá að í frum- varpi ríkisstjórnarinnar væri gert ráð fyrir því, að flugvöllur komi á Geitasandi í Rangárvallasýslu. Bendir hann á að strax árið 1940 hafi breska setuliðið á sínu fyrsta ári hér útbúið flugvöll á þessum stað. „En ég fullyrði, að þessi staður er beztur til þess að hafa þar flugvöll, vegna legu sinnar og eins vegna þess, að þar er þegar búið að útbúa flugvöll, þó að ekki hafi það verið gert af okkur Íslendingum. Bretar lögðu mikla vinnu í það að tína grjót af sandinum á þessum stað og að þjappa völlinn til þess að undirbúa hann til lendingar fyrir flugvélar. Og þarna hafa flugvélar lent þangað til fyrir nokkrum dögum, þegar brezka setuliðið flutti burt af staðnum. Þess vegna legg ég til, að þessi staður verði tekinn upp í frumvarpinu og þar standi: Á Geitasandi í Rangárvallasýslu, --- en ekki: Á Rangárvöllum.“ Ingólfur vildi frekar velja Helluvaðssand Ingólfur Jónsson alþingismaður lagði líka orð í belg og sagði Englendinga, sem höfðust við á eystri staðnum [Geitasandi], einkum hafa notað flugvöllinn þar og tínt úr honum grjót, en um flugvallargerð hafi alls ekki verið að ræða hjá þeim. „Á Hellusandi virðist flug- vallar gerð mundu verða þeim mun auðveldari, að þar þarf ekkert grjót að hreinsa burt. Þar er líka að verða komin þétt byggð, og bílar koma þar jafnan við, en Geitasandur er eyðisandur, þar þyrftu farþegar að ganga alllanga leið frá bæjum á flugvöllinn.“ Ingólfur lýsir því jafnframt að hann hafi komið að máli við for- mann flugfélagsins og flugmála- ráðunaut ríkisins. „Við fórum í reynsluför austur í flugvél og lentum á Helluvaðssandi. Flugmálaráðunauturinn fullyrti, að lokinni athugun, að þarna ætti flugvöllurinn að vera, og veit ég, að hann mun staðfesta þau orð, þegar til hans verður leitað.“ Þess má geta að Helluflugvöllur sem flugáhugamenn nota í dag er á Helluvaðssandi. Sími 465 1332 - www.buvis.is Tryggðu þér Samasz heyvinnutæki fyrir sumarið H ér að sp re nt 2018 Á þessu korti eru teiknaðir inn tveir flugvelli, annar á Helluvaðssandi við Hellu og hinn á Geitasandi töluvert fyrir austan Hellu. Á Geitasandi unnu Bretar að gerð flugvallar á stríðsárunum og það virðist hafa snúist um eitthvað meira en bara að tína grjót. Enda vallarsvæðið risastórt og með lengstu braut upp á 2,3 kílómetra. Flugvöllurinn á Helluvaðssandi við Hellu. Tekist var á um það á Alþingi árið 1944 hvort byggja ætti upp flugvöll á Helluvaðssandi eða á Geitasandi. Nægt landrými er á báðum stöðum undir stóran flugvöll.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.